Nýstárlegur fiskréttur – sojagljáður kinnfiskur

Nýstárlegur fiskréttur sem veitingastaðurinn Mar býður upp á. Sojagljáður kinnfiskur …
Nýstárlegur fiskréttur sem veitingastaðurinn Mar býður upp á. Sojagljáður kinnfiskur borinn fram á koparpönnu. mbl.is/Ásdís

Yfir­kokk­ur­inn, Óðinn Birg­ir Árna­son og einn eig­enda, á nýja fiskistaðnum Mar á Frakka­stíg er snill­ing­ur að töfra fram dýrðlega fisk­rétti sem lokka til sín svanga munna. 

Á dög­un­um þegar blaðamaður Morg­un­blaðsins, Ásdís Ásgeirsdóttir, bar að garði galdraði Óðinn fram þenn­an frumlega fisk­rétt, sojagljáðann kinnfisk, ásamt fleiri fiskréttum, sem hann bar fram á koparpönnu. Hann ljóstraði upp upp­skrift­inni fyr­ir les­end­ur Morg­un­blaðsins og nú er bara að prófa þennan líka og njóta.

Sojagljáður kinnfiskur

Fyrir fjóra

  • 1 kg kinnfiskur, við notum þorsk en má vera steinbítur eða hvaða kinnfiskur sem er
  • 50 g pak choy-kál
  • 1 stk. chilli, skorið í sneiðar
  • 2 stk. hvítlauksgeirar, kramdir og
  • saxaðir
  • 100 g smjör
  • 1 stk. límóna
  • 5 stk. þunnt skornir sveppir

Gljái

  • 25 g sykur
  • 50 g sojasósa
  • 1 stk. chilli, skorinn í sneiðar
  • 5 g hvít sesamfræ
  • 5 g svört sesamfræ
  • 3 g maizena

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman nema maizena og sjóðið upp.
  2. Setjið svo maizena út í heitan vökvann þar til orðinn mjúkur og gljáandi.
  3. Hitið pönnu vel og bætið helmingi af smjöri út á.
  4. Setjið kinnarnar á pönnuna og náið góðri steikingu á þær.
  5. Snúið við á pönnunni. P
  6. ak choy, hvítlauk, sveppum og rest af smjöri bætt við og það fellt.
  7. Bætið gljáanum við eftir smekk; gott er að muna að gljáinn er bragðmikill og gott gæti verið að bera hann fram með svo að fólk geti fengið sér eftir smekk.
  8. Borið fram með soðnum hrísgrjónum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert