Rétturinn sem steinliggur með Super Bowl á skjánum

Girnilegur kjúklinga- og nachosréttur sem bragð er af.
Girnilegur kjúklinga- og nachosréttur sem bragð er af. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Þessi kjúklinga- og nachosréttur er fullkominn til að njóta á meðan horft er á Super Bowl í nótt. Rétturinn er bæði gómsætur og matmikill og steinliggur með ísköldum bjór. Heiðurinn af uppskriftinni á matgæðingurinn Snorri Guðmundsson og útbjó hann réttinn fyrir uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan.

Fullhlaðinn kjúklinga- og nachosréttur að hætti Snorra

  • 350 g kjúklingalæri
  • 2 msk. taco krydd
  • 1 pk. nachosflögur
  • 80 g maísbaunir
  • 80 g svartbaunir
  • 1 krukka salsa sósa t.d. frá El Paradis
  • 1 krukka ostasósa, t.d. Rosarita
  • 200 g rifinn ostur
  • 1 stk. lárpera
  • 2 stk. radísur
  • 1 stk. límóna
  • pikklað jalapeno, eftir smekk
  • Ferskt kóríander, eftir smekk
  • 3 msk. sýrður rjómi 10%

Aðferð:

  1. Forhitið ofn í 180°C með blæstri.
  2. Veltið kjúklingalærum upp úr olíu og uppáhalds taco-kryddinu ykkar.
  3. Raðið á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 30-35 mínútur.
  4. Skerið í bita.
  5. Breytið hitanum á ofninum í 180°C yfir og undir hita.
  6. Raðið til skiptis nachos, salsasósu, ostasósu, kjúkling, baunum og rifnum osti í rúmgott eldfast mót.
  7. Toppið með meiri rifnum osti, kjúkling og jalapenó.
  8. Bakið í miðjum ofni í um 30 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og gylltur að lit.
  9. Skerið lárperu í bita, sneiðið radísur og saxið kóríander. Kreistið límónusafa eftir smekk saman við sýrðan rjóma og hrærið vel saman.
  10. Toppið nachos‘ið með sýrðum límónurjóma, lárperu, radísum og kóríander eftir smekk.
  11. Njótið til dæmis með ísköldum Corona-bjór með límónu.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert