Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt undir gælunafninu Jana, tryllti fylgjendur sínar á dögunum með hollustusælgæti sem hún útbjó. Þarna voru á ferðinni svokallaðir gulrótarkökuboltar eða bitar. Það rigndu yfir hana skilaboð frá fylgjendum sem vildu fá uppskriftina þar sem hún gaf hana ekki upp strax.
Uppskriftin er einföld og allir ættu að geta gert þetta hollustu sælgæti og átt til góða þegar nammiþörfin grípur um sig. Nú er bara að prófa og taka smakk.
Gulrótarkökuboltar
- 1 bolli gulrætur, rifnar á rifjárni, eða matvinnsluvél
- 1 bolli haframjöl
- ½ bollivalhnetur
- ¼ bolli kasjúhnetur (eða möndlur eða sólblómafræ)
- 20 döðlur, steinlausar
- 6 þurrkaðar apríkósur
- 2 msk. hörfræ eða chiafræ
- 1 tsk. vanilla
- 1-2 tsk. kanilduft
- 1 tsk. rifinn appelsínubörkur
- 1-3 msk. appelsínusafi, nýkreistur
- 1 msk. kollagen duft, Feel Iceland, valfrjálst
- ¼ bolli kókosmjöl til að rúlla kúlunum upp úr eða strá yfir bitana (valfrjálst)
Aðferð:
- Rífið gulræturnar í matvinnsluvélinni og takið til hliðar þar til síðast.
- Setjið haframjölið, valhnetur, kasjúhnetur, döðlur, apríkósur, hörfræ, vanillu, kanil, kollagen, appelsínubörk og 1 msk. appelsínusafa í matvinnsluvélina.
- Kveikið á vélinni og blandið vel saman.
- Ef deigið klístrast ekki nóg saman skulu þið bæta við 1-2 matskeiðum appelsínusafa til viðbótar til að binda það vel saman.
- Að lokum er gulrótunum bætt aftur í matvinnsluvélina og hrært nokkrum sinnum til að blanda saman við.
- Dreifið úr deiginu á bökunarpappírsklæddan disk eða bretti sem kemst í frysti.
- Stráið jafnvel kókosmjöli og rífið smá appelsínubörk yfir.
- Skerið í hæfilega stóra eða litla bita og frystið í nokkrar klukkustundir.
- Þegar bitarnir eru frosnir getið þið sett þá í lokað box og geymt í frysti og nælt ykkur í bita þegar ykkur langar í gulrótarorkubita eða kúlu.
- Það er líka fallegt að rúlla deiginu upp í litlar kúlur og velta þeim upp úr kókosmjöli og geyma þannig í boxi inni í frysti.