Stórfréttir fyrir aðdáendur Royal búðingsins

Royal kynnir nú til leiks nýjan búðing með mokkabragði sem …
Royal kynnir nú til leiks nýjan búðing með mokkabragði sem er á leið í verslanir sem á án efa eftir að slá í gegn. Ljósmynd/Aðsend

Royal kynnir nú til leiks nýjan búðing með mokkabragði sem er á leið í verslanir að því er fram kemur í tilkynningu frá John Lindsay heildsölunni.

Royal búðingurinn, sem hefur glatt bragðlauka Íslendinga í meira en 70 ár og verið ómissandi hjá mörgum þegar bolludaginn ber að garði. Nú þegar góan nálgast með öllu sínu tilheyrandi eins og konudeginum, bolludegi og öskudegi mun nýi Royal búðingurinn eflaust koma sér vel.

„Royal kynnir nú ljúffenga nýjung, Royal með mokkabragði. Þessi nýi búðingur býður upp á dásamlega blöndu af silkimjúku súkkulaði og ilmandi kaffibragði. Fullkomið fyrir sanna sælkera og kaffiunnendur,“ segir Andrea Björnsdóttir, markaðsstjóri hjá Lindsay.

Bolludagurinn nálgast óðum

Hátíð sælkeranna, sjálfur bolludagurinn, er rétt handan við hornið, þar sem Royal búðingarnir eru oftar en ekki í aðalhlutverki á mörgum heimilum.

„Við getum ekki annað en mælt með að prófa nýja Royal mokka sem er frábær í bollurnar, hvort sem um er að ræða vatnsdeigsbollurnar vinsælu eða klassísku gerdeigs rjómabollurnar. Búðingurinn er að sjálfsögðu einnig kjörinn sem eftirréttur einn og sér eða í veisluna,“ segir Andrea sem er orðin mjög spennt að sjá viðbrögðin við nýja Royal búðingnum.“

Hefur verið framleiddur frá árinu 1954

Royal búðingurinn hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóðarinnar, en hann hefur verið framleiddur í verksmiðju Agnars Ludvigssonar í 71 ár eða frá árinu 1954.

Agnar stofnaði litla verksmiðju á Nýlendugötu árið 1941 sem heildsölu- og innflutningsfyrirtæki.Árið 1954 stofnaði Agnar síðan matvælaframleiðslu og hóf framleiðslu á lyftidufti og í framhaldinu Royal búðinga. Það má segja að forsaga þess sé að fyrir sakir gjaldeyrishafta hófst framleiðslan hér á landi. Á þessu tímabili gekk illa að fá vörur hingað til lands. Það var því auðveldara að flytja inn vélar, tæki og tól og sjá um framleiðsluna hér heima. Í dag er framleiðslan komin í Klettagarða.

Er skemmst frá því að segja að Royal búðingarnir slógu algerlega í gegn strax og eru enn vinsæll eftirréttur á borðum Íslendinga á öllum aldri.

 

Nýi búðingurinn Royal-mokka.
Nýi búðingurinn Royal-mokka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert