Fiskmarkaðurinn heldur upp á Ástarvikuna fjórða árið í röð

Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari á Fskmarkaðinum segir Ástarvikuna í tilefni …
Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari á Fskmarkaðinum segir Ástarvikuna í tilefni Valentínusardagsins og konudagsins komna til að vera. Samsett mynd

Valentínus­ar­dag­ur­inn nálg­ast óðfluga en Íslend­ing­ar eru marg­ir hverj­ir farn­ir að fagna hon­um þó að hann sé ekki ís­lensk hefð. Hann ber upp föstu­dag­inn 14. fe­brú­ar næst­kom­andi. Konu­dag­ur­inn, sem er ís­lensk hefð, er held­ur ekki langt und­an en hann ber upp sunnu­dag­inn 23. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Í til­efni þess­ara ást­ar­daga eru sam­fé­lags­miðlarn­ir komn­ir í róm­an­tísk­an bún­ing. Hver veit­ingastaður­inn af fæt­ur öðrum býður upp á ástarmat­seðil og marg­ir hverj­ir bjóða líka upp á róm­an­tísk­an glaðning, svo fátt sé nefnt.

Mat­seðill með róm­an­tísku ívafi

Fisk­markaður­inn sem stend­ur við Aðalstræði 12 í hjarta borg­ar­inn­ar er einn þeirra veit­ingastaða sem kalla tíma­bilið Ástar­vik­una og býður upp á mat­seðil með róm­an­tísku ívafi. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Fisk­markaður­inn stend­ur fyr­ir þessu.

Boðið verður upp á rómantískan matseðil og gjafir í tilefni …
Boðið verður upp á róm­an­tísk­an mat­seðil og gjaf­ir í til­efni Ástar­vik­unn­ar. Sam­sett mynd

„Þetta er fjórða árið í röð sem við höld­um upp á Ástar­vik­una á Fisk­markaðnum þar sem við fögn­um frá Valentínus­ar­degi til konu­dags. Fólk miss­ir oft af dög­un­um sjálf­um en vill halda upp á þá samt sín á milli svo þess vegna vilj­um við vera með þetta í boði yfir þenn­an tíma. Við elsk­um að brjóta upp hefðbundið form þegar tæki­fær­in gef­ast eins þegar þessa daga ber upp. Vera með eitt­hvað öðru­vísi og bæta við mat­ar- og menn­ing­ar­flór­una. Við höf­um verið í sam­starfi við mis­mun­andi fyr­ir­tæki. Núna í ár erum við í sam­starfið við Ang­an Skincare og skart­gripa­fyr­ir­tækið My Letra,“ seg­ir Hrefna Rósa Sætr­an stjörnu­kokk­ur og einn eig­enda Fisk­markaðar­ins.

Við byrj­um kvöldið með La Marca freyðivíni, áður en við fær­um okk­ur yfir í sam­an­sett­an seðil með nokkr­um af okk­ar vin­sæl­ustu rétt­um, sem eru eft­ir­far­andi:

  • Anda­sal­at með graf­inni vatns­mel­ónu, pomelo og wafu-dress­ing,
  • Bleikjusashimi með heitri ses­a­mol­íu, ses­am­fræj­um og graslauk.

Þá geta viðskipta­vin­ir valið á milli eft­ir­far­andi aðal­rétta:

  • Ri­beye með smælki, chimichurri, chrispy chili olíu og jap­anskri BBQ, eða
  • Grilluð stór­lúða með greipald­in-chimichurri, stökk­um kart­öflustrá­um.

Í lok­in bjóðum við upp á fræga eft­ir­rétt­inn okk­ar, hvítsúkkulaðiosta­kök­una, sem er full­kom­inn end­ir á kvöld­inu. Í gjöf frá okk­ur fær ást hvers viðskipta­vin­ar vör­ur frá ANG­AN skincare, sem inni­halda lúxuspruf­ur af and­lit­sol­íu og hreinsi, ásamt glæsi­legu háls­meni frá My Letra,“ seg­ir Hrefna og er sann­færð um að Ástar­vik­an sé kom­in til að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka