Hvernig matarboð myndi fullorðin Lísa í Undralandi halda?

Arabella Morgan er sannkallaður ævintýra- og upplifunnar kokkur. Hún stendur …
Arabella Morgan er sannkallaður ævintýra- og upplifunnar kokkur. Hún stendur fyrir matar- og listviðburði ásamt Davíð Erni Hákonarsyni og listakonunni Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. mbl.is/Karítas

Ar­ab­ella Morg­an er sann­kallaður æv­in­týra- og upp­lif­un­ar­kokk­ur sem kann að sam­tvinna list og mat­ar­gerð á ein­stak­an hátt. Hún ásamt Davíð Erni Há­kon­ar­syni hjá Skreið og lista­kon­unni Ásdísi Sif Gunn­ars­dótt­ur standa fyr­ir ein­stök­um mat­ar- og listaviðburði laug­ar­dag­inn 22. fe­brú­ar næst­kom­andi. Viðburður­inn ber heitið The Und­erground Supp­er Club og verður hald­inn í nýju versl­un­inni Thomsen Reykja­vík í hjarta borg­ar­inn­ar, við Tryggvagötu 21.

Viðburðurinn ber heitið The Underground Supper Club og verður haldinn …
Viðburður­inn ber heitið The Und­erground Supp­er Club og verður hald­inn í nýju versl­un­inni Thomsen Reykja­vík. mbl.is/​Karítas

Ar­ab­ella er fædd í London og alin upp í sól­rík­um hæðum Provence í Frakklandi. Ástríða henn­ar fyr­ir mat­ar­gerð og sköp­un hef­ur þró­ast í gegn­um árin og er mótuð af fjöl­breytt­um menn­ing­ar­leg­um áhrif­um frá Miðjarðar­haf­inu, Norður-Afr­íku, Mið-Aust­ur­lönd­um og nor­rænni mat­ar­gerð.

„Ég lærði upp­haf­lega ensk­ar bók­mennt­ir og leik­list, sem kveikti ævi­langa ástríðu fyr­ir sviðslist­um og heild­ræn­um upp­lif­un­um. Síðar nam ég viðskipta­fræði, gest­risni og ferðaþjón­ustu við Cés­ar Ritz í Sviss, þar sem ég dýpkaði skiln­ing minn á lúx­usþjón­ustu, viðburðastjórn­un og list­inni að taka á móti gest­um,“ seg­ir Ar­ab­ella dreym­in á svip.

Hef­ur skapað sér­sniðnar mat­ar­upp­lif­an­ir

„Í gegn­um árin hef ég starfað sem einka­kokk­ur fyr­ir VIP-kúnna og skapað sér­sniðnar mat­ar­upp­lif­an­ir sem ganga lengra en ein­ung­is mat­ur­inn. Í dag snýst starf mitt um verk­efna­stjórn­un, ferðalög og ráðgjöf, en sköp­unar­út­rás mína finn ég í rit­list, ljóðagerð og mat­ar­gerð – nálgan­ir sem fanga til­finn­ing­ar og skapa tengsl,“ seg­ir Ar­ab­ella.

„Ég laðast að verk­efn­um sem brúa bilið milli raun­veru­leika og ímynd­un­ar, þar sem fólk get­ur stigið inn í ein­stak­ar upp­lif­an­ir, hvort sem það er í gegn­um ljóð, mat­ar­boð eða vand­lega skipu­lagða upp­lif­un,“ bæt­ir hún við.

Hún hefur skapað sérsniðnar matarupplifanir sem ganga lengra en einungis …
Hún hef­ur skapað sér­sniðnar mat­ar­upp­lif­an­ir sem ganga lengra en ein­ung­is mat­ur­inn. Ljós­mynd/​Ar­ab­ella Morg­an

Var um­kringd fersku hrá­efni og ilm­andi kryd­d­jurt­um

Aðspurð seg­ist Ar­ab­ella hafa mikla ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð sem lýs­ir sér­stöðu og menn­ingu hvers lands fyr­ir sig. „Frönsk mat­ar­gerð, sér­stak­lega suður­frönsk, er grunn­ur­inn í minni mat­reiðslu­heim­speki – djúpt rót­gró­in í hefð og virðingu fyr­ir hágæða hrá­efn­um. Að al­ast upp í Provence var ég um­kringd fersku hrá­efni og ilm­andi kryd­d­jurt­um, með áherslu á árstíðabundið hrá­efni. Til að mynda væri alrangt að gera tóm­at­sal­at á vet­urna.

Það sem ger­ir suður­franska mat­ar­gerð ein­staka er djúp tengsl henn­ar við Norður-Afr­íku. Áhrif frá Mar­okkó, Als­ír og Tún­is flétt­ast inn í mat­ar­hefðir svæðis­ins og það er það sem virki­lega hef­ur mótað nálg­un mína á mat­ar­gerð.

Fyrsta skiptið sem ég smakkaði tag­ine var það á litl­um gastronomic veit­ingastað, og það var al­ger op­in­ber­un. Bragðið var heill­andi blanda af hlýju, sítru­skryddi og djúp­um bragðtón­um. Þetta vakti veru­lega áhuga minn á því hvernig krydd og mat­ar­gerð gætu sagt sögu og skapað dýpt,“ seg­ir Ar­ab­ella með bros á vör.

„Ef ég þyrfti að skil­greina hvar ástríða mín fyr­ir mat­ar­gerð ligg­ur væri hún á mörk­um Miðjarðar­hafs­ins og Mið-Aust­ur­landa. Þar sem sam­ein­ast lit­rík­ar bragðteg­und­ir, krydd og hæg­ur eld­un­ar­máti, að skapa stund­ir sem fanga sam­veru yfir mat. Máltíðirn­ar eru meira en nær­ing; þær eru upp­lif­an­ir sem sam­eina fólk og skapa hlýju og tengsl.“

Deila ástríðu fyr­ir ferðalög­um, list­um, tísku og mat­ar­gerð

Ar­ab­ella og Davíð Örn yfir­kokk­ur á Skreið taka hönd­um sam­an kom­andi helgi og standa fyr­ir viðburði sem ber yf­ir­skrift­ina The Und­erground Supp­er Club þar sem mat­ar­gerðarlist og mynd­list mæt­ast sam­an.

„Davíð og ég deil­um ástríðu fyr­ir ferðalög­um, list­um, tísku og mat­ar­gerð, sem hef­ur leitt til skap­andi og skemmi­legra sam­tala um hvernig list­ir skar­ast og upp­lif­an­ir eru hannaðar til að vekja for­vitni og tengsl.

The Und­erground Supp­er Club, sem ég stofnaði, hófst sem pop-up mat­ar­viðburður sem tengdi fólk í gegn­um mat og ein­staka stemn­ingu. Hver viðburður var hald­inn á óvenju­leg­um stöðum, til að koma gest­um á óvart og gleðja þá.

Núna, í sam­starfi við Davíð Örn og Ásdísi Sif Gunn­ars­dótt­ur, erum við að færa verk­efnið á annað stig. Ásdís, sem er list­rænn stjórn­andi, skap­ar heild­ræn­ar upp­lif­an­ir þar sem mat­ar­gerð, sjón­ræn hönn­un og improv viðburðir renna sam­an í draum­kennt and­rúms­loft. Einnig mun Jara (Jarþrúður Karls­dótt­ir) sjá um hljóð og tónlist,“ seg­ir Ar­ab­ella, sem er orðin mjög spennt.

„Fyr­ir mig er þetta per­sónu­legt verk­efni sem teng­ist ævi­langri ást minni á „per­formance“ og frá­sögn. Með Ásdísi við stjórn­völ­inn munu gest­ir upp­lifa kvöld þar sem mat­ur, list og frá­sagn­ir sam­ein­ast í heild­stæða upp­lif­un.

Frönsk matargerð, sérstaklega suður-frönsk, er grunnurinn í hennar matreiðsluheimspeki – …
Frönsk mat­ar­gerð, sér­stak­lega suður-frönsk, er grunn­ur­inn í henn­ar mat­reiðslu­heim­speki – djúp rót­gró­in í hefð og virðingu fyr­ir hágæða hrá­efn­um. Ljós­mynd/​Ar­ab­ella Morg­an

Fyrsta hlut­verkið á sviði Lísa í Undralandi 

Þetta skiptið mun viðburður­inn vera hald­inn í nýopnaðri fata­versl­un Thomsen RVK. Ég hef verið ráðgjafi fyr­ir­tæk­is­ins und­an­farna mánuði og unnið með Gunn­ari Hilm­ars­syni og hans frá­bæra teymi, sem hef­ur verið spenn­andi ferðalag og gam­an að sjá þenn­an draum verða að veru­leika. Búðin er í svo fal­legu opnu rými við Tryggvagöt­una og verður gam­an að sjá rýmið umbreyt­ast í æv­in­týra­land fyr­ir full­orðna.

Fyrsta hlut­verk mitt á sviði var ein­mitt Lísa í Undralandi og ég held að það hafi haft mik­il áhrif á mig að stíga inn í þann heim af for­vitni, ímynd­un og óreiðu og mótað mína list­rænu sýn. Hvernig myndi henn­ar barns­lega sýn verða þegar hún væri full­orðin? Hvers kon­ar mat­ar­boð myndi full­orðin Lísa halda? Þetta mat­ar­boð er mitt svar,“ seg­ir Ar­ab­ella sposk á svip.

Arabella hefur gaman að því að skapa viðburði í samstarfi …
Ar­ab­ella hef­ur gam­an að því að skapa viðburði í sam­starfi við aðra lista­menn. Ljós­mynd/​Ar­ab­ella Morg­an

Mat­seðill­inn er leynd­ar­mál

Aðspurð seg­ir Ar­ab­ella að mat­seðill­inn sé al­gjört leynd­ar­mál og því munu mat­ar­gest­ir fara í óvissu­ferð fyr­ir bragðlauk­ana.

„Mat­seðill­inn er aldrei full­bú­inn eða op­in­beraður fyr­ir­fram. Leynd­ar­dóm­ur­inn er hluti af upp­lif­un­inni og leyf­ir gest­um að njóta hvers rétt­ar án vænt­inga.

Við höf­um al­menn­ar hug­mynd­ir um bragðteg­und­ir og þemu, en mat­seðill­inn þró­ast þar til rétt­ur­inn er bor­inn fram. Þetta held­ur kvöld­inu fersku og skap­andi, með áherslu á að hver rétt­ur passi við stemn­ingu kvölds­ins.“

Nafnið The Und­erground Supp­er Club vek­ur for­vitni en Ar­ab­ella lýs­ir vel hvernig það varð til.

„Hug­mynd­in að Und­erground Supp­er Club kviknaði á COVID-tíma­bil­inu, þegar ég fann fyr­ir djúpri þrá eft­ir fé­lags­leg­um mat­ar­upp­lif­un­um sem ég hafði notið í borg­um eins og New York og London. Þar höfðu kvöld­verðar­klúbb­ar heillað mig – nán­ar sam­veru­stund­ir þar sem ókunn­ug­ir urðu vin­ir yfir sam­eig­in­leg­um máltíðum, sam­töl­in flæddu jafnt og vínið, og mat­ur­inn var aðeins hluti af stærri upp­lif­un.

Nafnið vís­ar í bæði sér­stöðu og sjálfsprott­inn anda kvöld­verðanna. Hingað til þurfti maður að vita af þeim til að fá boð, og þátt­taka fól í sér meira en að borða – hvort sem það var með fjár­fram­lagi, nær­veru, sam­ræðum eða skap­andi fram­lagi.

Hver viðburður er hannaður til að vera hverf­ult augna­blik – eins og að stíga inn í ann­an heim í eina kvöld­stund, upp­lif­un sem verður aldrei ná­kvæm­lega end­ur­tek­in.“

Arabella segir matseðillinn sé í þróun þar til rétturinn er …
Ar­ab­ella seg­ir mat­seðill­inn sé í þróun þar til rétt­ur­inn er bor­inn fram. Það haldi kvöld­inu fersku og skap­andi, með áherslu á að hver rétt­ur passi við stemn­ingu kvölds­ins. Ljós­mynd/​Ar­ab­ella Morg­an

Hver viðburður ein­stök kvöld­stund

Ar­ab­ella hef­ur haldið ým­iss kon­ar mat­ar­viðburði í gegn­um árin. The Und­erground Supp­er Club hef­ur tekið á sig mis­mun­andi mynd­ir, en alltaf með áherslu á að skapa djúpa, skyn­ræna mat­ar­upp­lif­un sem geng­ur lengra en aðeins mat­ur­inn.

„Hver viðburður er ein­stök kvöld­stund, vand­lega hönnuð til að umbreyta rými í eitt­hvað nýtt, hvort sem það er með kerta­ljós­um og sýnd­arlist, lif­andi tónlist eða óvænt­um leik­hússþátt­um sem virkja gest­ina.

Frá inn­tím­um einka­kvöld­verðum til stórra sér­sniðinna upp­lif­ana hef­ur áhersl­an mín ávallt verið að skapa stund­ir sem lifa í minn­ing­unni, þar sem mat­ur, list og mann­leg tengsl sam­ein­ast á hátt sem er bæði töfr­andi og per­sónu­leg­ur,“ seg­ir Ar­ab­ella ein­læg.

Arabella segir að matur geti verið listform sem vekur skynjanir …
Ar­ab­ella seg­ir að mat­ur geti verið list­form sem vek­ur skynj­an­ir og segi sögu. mbl.is/​Karítas

Mik­il­væg­asti mun­ur­inn ligg­ur í um­hverf­inu

Þegar Ar­ab­ella er spurð út í mun á hrá­efn­um, til dæm­is frá Frakklandi, miðað við ís­lenskt, seg­ir hún mikla þróun hafa átt sér stað hér á landi frá því hún kom fyrst.

„Íslenskt hrá­efni hef­ur þró­ast mikið frá því ég flutti hingað árið 2007 og ég er ánægð með úr­valið sem við höf­um að vinna úr núna, þrátt fyr­ir að verð geti oft verið ansi hátt. Það er mik­il ánægja að vinna með ástríðufull­um fram­leiðend­um sem leggja metnað í að veita besta hrá­efnið, hvort sem það er inn­lent eða er­lent.

Mik­il­væg­asti mun­ur­inn á ís­lensku og frönsku hrá­efni ligg­ur í um­hverf­inu: Í Provence eru sól­rík­ir græn­met­is­garðar, ilmrík­ar kryd­d­jurtir og ólífu­olía grunn­ur­inn í öllu. Á Íslandi er hins veg­ar ein­stök feg­urð, villt­ar kryd­d­jurtir, framúrsk­ar­andi fisk­ur og lamba­kjöt sem er ein­stakt á heimsvísu.

Það sem ég elska mest er að sam­eina þessa tvo heima – að blanda Miðjarðar­hafs- og Mið-Aust­ur­landa­áhrif­um við nor­rænt hrá­efni til að skapa eitt­hvað nýtt og spenn­andi,“ seg­ir Ar­ab­ella og bæt­ir við að þró­un­in hér á landi sé blómstrandi þessa dag­ana.“

Mat­ur­inn get­ur verið list­form sem vek­ur skynj­an­ir

„Mat­ar­upp­lif­an­ir á Íslandi eru í mik­illi þróun og það er mik­ill kraft­ur í ís­lensku mat­ar­sen­unni. Mér finnst spenn­andi að sjá hvernig fram­leiðend­ur og kokk­ar vinna með staðbundið hrá­efni en blanda inn alþjóðleg­um áhrif­um á fersk­an hátt.

Ég vona að framtíðin feli í sér meira sam­starf milli kokka, lista­manna og skap­andi ein­stak­linga. Mat­ur get­ur verið list­form sem vek­ur skynj­an­ir og seg­ir sögu.

Það sem ég kann veru­lega að meta við ís­lenska mat­ar­gerð í dag er að hér er mikið til­traunastarfí gangi hjá mat­reiðslu­fólki, þar sem verið er að blanda sam­an alls kyns stíl­um með ís­lensk­um hrá­efn­um. Í raun er verið að skapa og finna upp hvað ís­lensk mat­ar­gerð er. Sér­stak­lega þar sem Ísland hef­ur í raun enga upp­runa­lega ákveðna kulina­ríska hefð, sem er í raun eins og auður strigi fyr­ir kokka til að prófa og skapa nýj­ung­ar.

Mig lang­ar að sjá The Und­erground Supp­er Club þró­ast sem hluta af þess­ari hreyf­ingu og bjóða upp á fleiri óhefðbundn­ar og heild­ræn­ar mat­ar­upp­lif­an­ir – bæði á Íslandi og víðar. „The Sur­real Und­erground Supp­er Club of the Curi­ous“ - a grown-up wond­erland.“

Vert er að geta þess að viðburður­inn er unn­inn í sam­starfi við Íslenska holl­ustu og Og natura sem munu leggja til fal­leg­ar vör­ur úr hreinu ís­lensku hrá­efni.

Arabella í góðum félagsskap í eldhúsinu.
Ar­ab­ella í góðum fé­lags­skap í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyr­ir áhuga­sama sem vilja taka þátt eða halda slík­an viðburð fyr­ir einka- eða fyr­ir­tækjaaðstæður er hægt að senda tölvu­póst á Ar­ab­ellu en hún er með net­fangið ar­ab­ella@somni­um.is.

Hægt er að fylgj­ast með Ar­ab­ellu á In­sta­gramsíðunum @theund­ergrounds­upp­erclub og @bellamorg­an.

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka