Sáu gat fyrir kaffihús með heimabökuðum og plöntumiðuðum veitingum

Bernódus Óli Einarsson, alla jafna kallaður Benni, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og …
Bernódus Óli Einarsson, alla jafna kallaður Benni, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Júlía Sif Liljudóttir eru eigendur Plöntunnar Bístró í Norræna húsinu. mbl.is/Ólafur Árdal

Kaffi­húsið og bístróið, Plant­an Bístró, opnaði með pomp og prakt í lok janú­ar þar sem boðið var til opn­un­ar­hófs. Staður­inn er staðsett­ur í Nor­ræna hús­inu í Vatns­mýr­inni og mun án efa gleðja sam­fé­lagið þar í kring. Mat­ar- og menn­ing­ar­flór­an blómstr­ar á há­skóla­svæðinu sem er afar ánægju­leg þróun.

Plant­an er stofnuð af þrem­ur vin­um, Bernód­usi Óla Ein­ars­syni, alla jafna kallaður Benni, Hrafn­hildi Gunn­ars­dótt­ur og Júlíu Sif Lilju­dótt­ur. Stofn­un Plönt­unn­ar var í raun mjög til­vilj­ana­kennd byrj­un en árið 2021 voru Benni og Júlía að vinna sam­an á öðrum vinnustað þegar Júlía sagði Benna frá því að hana hafi alltaf dreymt um að opna kaffi­hús.

Hug­mynda­smiður fyr­ir plöntumiðaðar upp­skrift­ir

Þá höfðu Benni og Hrafn­hild­ur, sem eru par, verið að taka þátt í hug­mynda­sam­keppni á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar um Sunnu­torg í Laug­ar­dal sem hafði svo orðið lít­il hreyf­ing á og fannst kjörið að fá Júlíu með í þessa hug­mynd þar sem hún er öfl­ug­ur bak­ari og hug­mynda­smiður fyr­ir plöntumiðaðar upp­skrift­ir.

Mjög girnilegt kaffihlaðborð er í boði á Plöntunni Bístró, allt …
Mjög girni­legt kaffi­hlaðborð er í boði á Plönt­unni Bístró, allt gert frá grunni og upp­skrift­irn­ar eru plöntumiðaðar. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

„Hrafn­hild­ur hef­ur mikla reynslu úr stór­eld­hús­um og átti þenn­an draum um eigið kaffi­hús líka. Benni átti í raun ekki að koma mikið að dag­leg­um rekstri en þegar fyr­ir­tækið fór af stað varð nauðsyn­legt gefa rekstr­in­um meiri tíma og í dag erum við öll að vinna á fullu hjá Plönt­unni á milli fæðing­ar­or­lofs og annarra skemmti­legra verk­efna,“ seg­ir Júlía með bros á vör.

Plant­an Kaffi­hús sem er fyrsti staður­inn okk­ar var stofnaður vegna þess að við sáum gat á markaðnum fyr­ir kaffi­hús með góðum, heima­bökuðum veit­ing­um sem væru auk þess plöntumiðaðar. Fókus­inn þar er að gera hefðbundn­ar kök­ur og bakk­elsi og skipta út ör­fá­um inni­halds­efn­um fyr­ir vör­ur úr plöntu­rík­inu, eins og t.d. mjólk fyr­ir haframjólk,“ seg­ir Benni.

„Okk­ur hef­ur alltaf dreymt um að geta gert meiri mat en vegna pláss­leys­is á fyrsta staðnum okk­ar hef­ur það ekki verið raun­hæft og þess vegna sáum við full­komið tæki­færi í Nor­ræna Hús­inu til að gera það. Okk­ur hef­ur einnig fund­ist vanta fleiri val­kosti fyr­ir góðan og holl­an græn­met­is­mat upp á síðkastið og því lang­ar okk­ur að fylla í það gat með Plönt­unni Bístró. Á báðum stöðum setj­um við of­urá­herslu á gott kaffi og eig­um í góðu sam­starfi við kaffi­brennsl­una Kaffi­brugg­húsið með það, enda al­gjör­ir snill­ing­ar sem standa að því,“ bæt­ir Hrafn­hild­ur við.

Í boðið eru meðal annars réttir sem eiga vel við …
Í boðið eru meðal ann­ars rétt­ir sem eiga vel við fyr­ir dög­urðinn. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Fyrsta hug­mynd­in sem kom í hug­ann

Þegar þau eru spurð út í nafnið er svarið ein­falt. „Nafnið Plant­an varð í raun fyr­ir val­inu þar sem það var fyrsta hug­mynd­in sem kom í huga, við fór­um tíu hringi með það þar sem okk­ur fannst það ekki nógu töff en enduðum alltaf á sama stað af því öll trendí-nöfn­in sem okk­ur datt í hug voru nú þegar í notk­un, og eft­ir á að hyggja pass­ar nafnið Plant­an bara full­kom­lega við þá stemn­ingu sem við vilj­um búa til á okk­ar stöðum, ekki of hátíðlegt og pass­lega heim­il­is­legt. Nafnið er auðvitað líka vís­un í það að allt á okk­ar mat­seðlum er plöntumiðað,“ seg­ir Benni.

Aðspurð seg­ir þríeykið að und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir opn­un­ina hafi varið snarp­ur og þau hafi hent sér í verkið án þess að hugsa of mikið út í það. 

„Þetta er búin að vera ansi snörp lota, við feng­um staðinn af­hent­an í byrj­un janú­ar síðastliðinn og höf­um síðan þá breytt út­liti á af­greiðslu og í sam­starfi við Nor­ræna húsið tekið til baka breyt­ing­ar sem höfðu áður verið gerðar og komið rým­inu að sumu leyti í upp­runa­legt horf.

Það mætti þó segja að und­ir­bún­ing­ur­inn til að tak­ast á við þetta verk­efni sé bú­inn að vera lengri en það eru liðlega þrjú ár síðan við opnuðum á Njáls­götu. Alls kon­ar hug­mynd­ir sem við höf­um ekki getað komið af stað á hinum staðnum okk­ar eru loks­ins verða að raun­veru­leika núna í Nor­ræna hús­inu,“ seg­ir Júlía.

Árstíðarbundn­ar veit­ing­ar

Hverj­ar eru helstu áhersl­urn­ar í veit­ing­un­um sem í boði eru?

„Veit­ing­arn­ar sem við bjóðum upp á í Nor­ræna hús­inu verða árstíðarbundn­ar og mun mat­seðill­inn rúlla sirka fjór­um sinn­um á ári og við mun­um reyna að nálg­ast hrá­efni sem er bæði ná­lægt okk­ur og að blómstra á þeim tíma sem það er notað. All­ur mat­seðill­inn okk­ar verður græn­met­ismiðaður og okk­ur lang­ar til að halda áfram að sýna fólki hvað það er hægt að gera ljúf­fenga rétti úr frek­ar hefðbundnu hrá­efni sem hægt er að nálg­ast í flest­um búðum. Okk­ar sérstaða verður að bjóða upp á mat­seðil sem er all­ur úr plöntu­rík­inu en slær öðrum teg­und­um af mat ekk­ert eft­ir,“ seg­ir Benni sem er mjög spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um.

Benni segir að í boði verði árstíðarbundnar veitingar.
Benni seg­ir að í boði verði árstíðarbundn­ar veit­ing­ar. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Allt mat­arkyns sem við bjóðum upp á bæði á Plönt­unni Kaffi­húsi og Plönt­unni Bístró er gert frá grunni, við setj­um mik­inn metnað í að halda því prinsippi þar sem það skil­ar sér alltaf í bragðinu,“ bæt­ir Hrafn­hild­ur við.

Geta skapað minn­ing­ar með sín­um nán­ustu

Hugsið þið þetta sem hverf­isstað?

„Já, við ger­um það. Við vilj­um auðvitað ná fólki úr miðbæn­um, Vest­ur­bæ og Skerjaf­irði til okk­ar þar sem Nor­ræna húsið er í göngu­færi við öll þessi hverfi. Við stefn­um að því að Plant­an Bístró verði staður þar sem fólk get­ur sest niður og fengið smá pásu frá hinu dag­lega lífi, skapað minn­ing­ar með sín­um nán­ustu og átt góðar stund­ir. 

Plantan Bístró er staðsett í Norrænahúsinu í Vatnsmýrinni þar sem …
Plant­an Bístró er staðsett í Nor­ræna­hús­inu í Vatns­mýr­inni þar sem út­sýnið er ægifag­urt í öll­um veðrum. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Við höf­um gert breyt­ing­ar inni í veit­inga­rým­inu með því til dæm­is að setja upp barna­horn sem ætti að gera for­eldr­um ungra barna auðveld­ara að koma til okk­ar með börn og svo vilj­um við auðvitað benda á barna­bóka­safnið sem er frá­bært hér í Nor­ræna hús­inu. Plant­an Bístró er staður þar sem all­ir ættu að finna eitt­hvað fyr­ir sig, jafnt ung­ir sem aldn­ir og því von­um við að við fáum góðar viðtök­ur í hverf­un­um hér í kring,“ seg­ir Júlía.

„Við erum ótrú­lega spennt að byrja þetta æv­in­týri, að taka á móti viðskipta­vin­um sem hafa vanið komu sína í Nor­ræna húsið í gegn­um ár­anna rás ásamt því að kynna veit­ingastaðinn og húsið fyr­ir þeim sem hafa ekki komið áður og upp­lifað þá góðu og hlý­legu stemn­ingu sem rík­ir í hús­inu öllu, á veit­ingastaðnum, bóka­safn­inu og sýn­ing­ar­söl­un­um.

Staðurinn er stílhreinn og fallega innréttaður. Breytingar hafa verið gerðar …
Staður­inn er stíl­hreinn og fal­lega inn­réttaður. Breyt­ing­ar hafa verið gerðar inni í veit­inga­rým­inu og til að mynda er búið að gera barna­horn. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Við vilj­um að lok­um þakka Sig­ur­laugu sem var með SONO mat­selj­ur hér á und­an okk­ur fyr­ir þann góða grunn sem hún lagði hér síðustu ár fyr­ir græn­met­isstað og hlökk­um mikið til að halda þeirri veg­ferð áfram með okk­ar eig­in áhersl­um,“ seg­ir Benni að lok­um.

Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum nýrra eigenda.
Viðtök­urn­ar hafa farið fram úr björt­ustu von­um nýrra eig­enda. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Súpurnar njóta mikilla vinsælda á staðnum.
Súp­urn­ar njóta mik­illa vin­sælda á staðnum. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Grænmetisréttirnir eru sérstaklega skemmtilegir, bæði fallegir og góðir.
Græn­met­is­rétt­irn­ir eru sér­stak­lega skemmti­leg­ir, bæði fal­leg­ir og góðir. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert