Forskot á bollusæluna með Elenoru

Bollurnar hennar Elenoru Rós eru ómótstæðilega girnilegar að sjá.
Bollurnar hennar Elenoru Rós eru ómótstæðilega girnilegar að sjá. Ljósmynd/Elenora Rós Georgsdóttir

Hér kem­ur fyrsta upp­skrift­in að boll­um frá Elen­oru Rós Georgs­dótt­ur bak­ara í ár. Elen­ora hef­ur unnið hug og hjörtu þjóðar­inn­ar með ein­lægri fram­komu sinni og bakstri. Einn af henn­ar upp­á­halds­dög­um á ár­inu er bollu­dag­ur og hún kall­ar hann þjóðar­hátíðardag bak­ara. Það stytt­ist óðum í bollu­dag­inn en hann er mánu­dag­inn 3. mars næst­kom­andi og þá er ekki eft­ir neinu að bíða og byrja að æfa bollu­bakst­ur­inn.

Elenora Rós Georgsdóttir bakari hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar …
Elen­ora Rós Georgs­dótt­ir bak­ari hef­ur unnið hug og hjörtu þjóðar­inn­ar með út­geisl­un sinni og bakstri. Hún elsk­ar fátt meira en að töfra fram boll­ur í til­efni bollu­dags­ins. Ljós­mynd/​Thelma Arn­gríms

Fátt nýt­ur jafn­mik­illa vin­sælda og boll­urn­ar þegar þær mæta í bakarí lands­ins. Heima­bakaðar boll­ur eru ljúf­meti að njóta og all­ir geta bakað sín­ar eig­in boll­ur og valið sína upp­á­halds­fyll­ingu í boll­una. Síðan get­ur hver og einn valið hvað fer á topp­inn.

Þessi upp­skrift er skot­held að klass­ískri bollu eins og við þekkj­um hana öll og Elen­ora not­ar Freyju suðusúkkulaði í staðinn fyr­ir glassúr ofan á topp­inn. Síðan er hægt að setja hvað sem er á topp­inn eft­ir smekk hvers og eins.

Er ekki lag að taka for­skot á bollu­sæl­una um helg­ina og baka eins og eina til tvær upp­skrift­ir og njóta?

Við eig­um svo von á fleiri upp­skrift­um von bráðar hér á mat­ar­vefn­um.

Hin klassíska rjómabolla hittir ávallt í mark hjá unnendum bolludagsins.
Hin klass­íska rjóma­bolla hitt­ir ávallt í mark hjá unn­end­um bollu­dags­ins. Ljós­mynd/​Elen­ora Rós Georgs­dótt­ir

Forskot á bollusæluna með Elenoru

Vista Prenta

Klass­ísku boll­urn­ar henn­ar Elen­oru

  • 40 g mjólk
  • 70 g vatn
  • 50 g smjör
  • 1 tsk. syk­ur
  • 80 g sterkt hveiti/​brauðhveiti
  • 2-3 egg
  • 1/​4 tsk. salt

Á milli og ofan á

  • Þeytt­ur rjómi
  • Góð sulta
  • Brætt suðusúkkulaði frá Freyju á topp­inn og súkkulaðispæn­ir frá Freyju til skrauts

Aðferð:

  1. Byrjið á að hita mjólk­ina, vatnið, smjörið og syk­ur­inn upp að suðu.
  2. Bætið hveit­inu sam­an við og hrærið stans­laust þar til filma mynd­ast á botn­in­um á pott­in­um og deig­kúla fer að mynd­ast úr deig­inu. Mik­il­vægt er að nota brauðhveiti svo boll­urn­ar falli ekki og haldi formi. Deigið á að losna vel frá hliðum potts­ins þegar það er til­búið.
  3. Færið deigið í hræri­véla­skál og hrærið það þar til það er orðið volgt og þið getið snert það án þess að finna hita.
  4. Hrærið sam­an eggj­um og salti til að brjóta upp egg­in og blandið þeim vel sam­an við saltið.
  5. Bætið eggj­un­um sam­an við í nokkr­um skömmt­um og hrærið vel inn á milli. Hrærið þar til deigið er ekki leng­ur stíft en held­ur þó enn þá formi. Þegar það lek­ur af sleif­inni í eins kon­ar V-formi þá er það til­búið.
  6. Sprautið deig­inu á papp­írsklædda plötu með góðu milli­bili.
  7. Stillið ofn­inn á 220°C.
  8. Þegar ofn­inn er til­bú­inn eru boll­urn­ar sett­ar inn í ofn­inn og hit­inn lækkaður í 190°C í 15 mín­út­ur.
  9. Eft­ir 15 mín­út­ur er hit­inn lækkaður í 170°C og bakaðar áfram í 15-20 mín­út­ur eða þar til þær eru gull­in­brún­ar og bún­ar að mynda góða skorpu að utan.
  10. Skerið boll­urn­ar þegar þær hafa kólnað, fyllið með góðri fyll­ingu, þeytt­um rjóma og toppið með dýr­ind­is suðusúkkulaði frá Freyju.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka