Heillandi handverksmaður í París

Cédric Grolet er þekktur franskur handverks- og kökugerðamaður og hefur …
Cédric Grolet er þekktur franskur handverks- og kökugerðamaður og hefur einnig fengið Michelinstjörnu-meðmæli fyrir handverk sitt. Ljósmynd/Aðsend

Cé­dric Grolet er þekkt­ur fransk­ur hand­verks- og köku­gerðamaður. Hann er lofaður fyr­ir ein­staka hæfi­leika sína í að búa til fal­leg­ar og ný­stár­leg­ar kök­ur, sæta­brauð og eft­ir­rétti. Grolet er einna þekkt­ast­ur fyr­ir störf sín sem köku­gerðarmaður fyr­ir Le Meurice-lúx­us­hót­elið í Par­ís sem er hluti af Dorchester Col­lecti­on-keðjunni.

Sköp­un­ar­gleði hans, frjó hugs­un, list­fengi og hand­bragð hans sköp­un­ar­verka eru al­gjör­lega guðdóm­leg. Köku­gerð Grolet er oft eft­ir­mynd hefðbund­inna franskra eft­ir­rétta. Hann er þekkt­ur fyr­ir að búa til eft­ir­rétti sem líkj­ast ávöxt­un­um sem þeir eru gerðir úr.

Ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst­ur

Til þess að ná þess­um áhrif­um og eft­ir­mynd, mót­ar Grolet þunna skel af hvítu súkkulaði til að end­ur­gera út­lit og áferð ávaxta. Óhætt er að segja að Grolet ræðst ekki garðinn þar sem hann er lægst­ur og er sköp­un­ar­verk hans oft flókið.

Grolet hef­ur hlotið alþjóðleg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir verk sín og afurðir. Hand­verk hans er klár­lega blanda af list­fengi og mat­ar­gerðarlist.

Grolet rek­ur köku­gerð í Le Meurice-hót­el­inu í Par­ís sem og við Av. de l´Opera ásamt í London og Singa­púr.

Sjón er sögu rík­ari á In­sta­gram-síðu Grolet sem sjá má hér.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Cedric Grolet (@cedricgrolet)

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka