Goðsagnir sameina krafta sína í gerð fiskisúpunnar

Goðsagnir Leifur Kolbeinsson, listakokkur á La Primavera, og Rúnar Marvinsson, …
Goðsagnir Leifur Kolbeinsson, listakokkur á La Primavera, og Rúnar Marvinsson, ókrýndur konungur íslenskrar sjávarréttamatreiðslu, fullkomnuðu saman fiskidagssúpuna fyrir Fiskidagstónleikana. Ljósmyndir/Grímur Kolbeinsson

Eins og lands­menn vita þá heyr­ir Fiski­dag­ur­inn á Dal­vík sög­unni til. Þessi ein­staka sam­koma, sem mun lifa um ókomna tíð í hug­um Íslend­inga, fær þó óvænt fram­halds­líf næst­kom­andi laug­ar­dag þegar Fiski­dags­tón­leik­ar verða haldn­ir með pompi og prakt í Eld­borg­ar­sal Hörpu und­ir for­ystu Dal­vík­ings­ins knáa, Friðriks Ómars.

Stór þátt­ur í hinni rómuðu fiski­dags­hátíð á Dal­vík var sjálf fiskisúp­an og af því til­efni hafa veit­ingastaðirn­ir í Hörpu, La Prima­vera og Hnoss, ákveðið að vera með sér­stak­an fiski­dags­mat­seðil um næstu helgi þar sem stjarn­an verður sér­löguð fiski­dags­súpa.

Lista­kokk­ur­inn og kon­ung­ur ís­lenskr­ar sjáv­ar­rétta­mat­reiðslu

Það verður ekki nein venju­leg fiskisúpa á ferðinni en það eru goðsagn­ir í mat­ar­gerð sem eiga heiður­inn að súp­unni. Leif­ur Kol­beins­son, lista­kokk­ur á La Prima­vera, fékk til liðs við sig Rún­ar Mar­vins­son, ókrýnd­an kon­ung ís­lenskr­ar sjáv­ar­rétta­mat­reiðslu, og sam­an full­komnuðu þeir fiski­dags­súp­una. Grunn­ur súp­unn­ar eða fiskisoðið sjálft er lagað eft­ir ára­tugagam­alli upp­skrift Rún­ars.

Leyniuppskriftin hans Rúnars er handrituð og vel geymd.
Leyniupp­skrift­in hans Rún­ars er hand­rituð og vel geymd. Ljós­mynd/​Grím­ur Kol­beins­son

„Það var virki­lega spenn­andi að fá að laga fiski­dags­súp­una í ár, og auðvitað heiður að fá Rún­ar Mar­vins með mér í verk­efnið. Rún­ar er einn af þeim kokk­um sem hafa haft ómæld áhrif á ís­lenska mat­ar­gerð með því að fara óhefðbundn­ar leiðir og elda með hjart­anu,“ seg­ir Leif­ur Kol­beins­son.

Rún­ar Mar­vins­son er Íslend­ing­um góðkunn­ur fyr­ir mat­reiðslu sína á sjáv­ar­fangi og er hann nán­ast á goðsagna­kennd­um stalli í þeirri deild­inni. Fiskisúp­ur Rún­ars eru lands­fræg­ar og þeir Íslend­ing­ar sem urðu þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að bragða kryddlegnu gell­urn­ar hans Rún­ars urðu aldrei sam­ir á eft­ir.

Súpan smökkuð til.
Súp­an smökkuð til. Ljós­mynd/​Grím­ur Kol­beins­son

„Fiski­dags­mat­seðill­inn er að von­um afar spenn­andi og þar kenn­ir ým­issa grasa. Smörrebröd með steiktri rauðsprettu, gratín­eraður plokk­fisk­ur og steikt­ur salt­fisk­ur eru meðal þess sem í boði er á Hnoss Bistro á jarðhæð Hörpu og á La Prima­vera á fjórðu hæðinni má gæða sér á pönnu­steikt­um salt­fiski og grillaðri tún­fisksteik,“ seg­ir Leif­ur enn frem­ur.

Rúnar Marvinsson, ókrýndan konung íslenskrar sjávarréttamatreiðslu.
Rún­ar Mar­vins­son, ókrýnd­an kon­ung ís­lenskr­ar sjáv­ar­rétta­mat­reiðslu. Ljós­mynd/​Grím­ur Kol­beins­son

Gest­ir Fiski­dags­tón­leik­anna eiga því von á góðu um helg­ina, en til þess að sem flest­ir eigi kost á því að bragða fiski­dags­súp­una verður hún einnig fram­reidd í boll­um á súpu­bör­um víðs veg­ar um Hörp­una á tón­leika­kvöld­inu.

Leifur Kolbeinsson hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með ítalskri …
Leif­ur Kol­beins­son hef­ur unnið hug og hjörtu þjóðar­inn­ar með ít­alskri mat­ar­gerð en hann er maður­inn bak við veit­ingastaðinn La Prima­vera. Ljós­mynd/​Grím­ur Kol­beins­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka