Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, yfirmatreiðslumaður á Fröken Reykjavík og þjálfari …
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, yfirmatreiðslumaður á Fröken Reykjavík og þjálfari Kokkalandsliðsins, Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumanna, Sævar Karl Kristinsson, yfirmaður veitingasviðs Íslandshótela, og Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela við undirritun samstarfssamningsins. Ljósmynd/Aðsend

Kokka­landsliðið skrifaði ný­verið und­ir bak­hjarla­samn­ing við stærstu hót­elkeðju lands­ins, Íslands­hót­el, sem á og rek­ur 17 hót­el og veit­ingastaði um allt land. Sæv­ar Karl Krist­ins­son, yf­ir­maður veit­inga­sviðs Íslands­hót­ela, og Þórir Erl­ings­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, und­ir­rituðu samn­ing­inn við at­höfn á Frök­en Reykja­vík Kitchen & Bar sem er staðsett við Lækj­ar­götu á glæsi­hót­el­inu Hót­el Reykja­vík Saga að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Klúbbi mat­reiðslu­meist­ara og Íslands­hót­el­um.

Þórir Erlingsson og Sævar Karl Kristinsson innsigla samstarfið með handabandi.
Þórir Erl­ings­son og Sæv­ar Karl Krist­ins­son inn­sigla sam­starfið með handa­bandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hin marg­verðlaunaða Snæ­dís yf­ir­mat­reiðslumaður

Íslands­hót­el hafa lengi verið tengd landsliðinu þar sem bæði fyrr­ver­andi og nú­ver­andi landsliðsfólk starfar á veit­inga­stöðum keðjunn­ar. Ný­verið var hin marg­verðlaunaða Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir ráðin sem yf­ir­mat­reiðslu­meist­ari á Frök­en Reykja­vík en hún er þjálf­ari Kokka­landsliðsins. Á þeim tíma sem hún hef­ur stjórnað liðinu hef­ur það m.a. náð besta ár­angri Íslands á Ólymp­íu­leik­um í mat­reiðslu árið 2024 þegar liðið vann bronsverðlaun.

Þessi sam­starfs­samn­ing­ur mun styrkja enn frek­ar sam­vinnu landsliðsins og Íslands­hót­ela og veita landsliðinu tæki­færi til að deila þekk­ingu sinni og færni inn­an veit­ingastaðakeðjunn­ar. Með þess­um hætti er stefnt að því að koma með aukna og fjöl­breytt­ari þekk­ingu í þá mat­ar­gerð sem boðið er upp á á hót­el­un­um auk þess að vera landsliðinu inn­an hand­ar við und­ir­bún­ing og keppn­ir á stór­um mót­um sem og inn­an­lands. Íslands­hót­el hafa löng­um verið þekkt fyr­ir að styðja við ís­lenska mat­ar­menn­ingu og lagt mikla áherslu á gæði og fag­mennsku. Með þessu sam­starfi er aug­ljóst að stefn­an er tek­in á að vera í fram­lín­unni í ís­lenskri mat­ar­gerð seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Klúbbur matreiðslumeistara og starfsfólk Íslandshótela á veitingasviðinu fagnaði samstarfinu.
Klúbb­ur mat­reiðslu­meist­ara og starfs­fólk Íslands­hót­ela á veit­inga­sviðinu fagnaði sam­starf­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il­vægt fyr­ir framtíð ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu

Samn­ing­ur­inn miðar að því að styrkja tengsl kokka­landsliðsins við Íslands­hót­el og stuðla að auknu sam­starfi landliðsins og Íslenskr­ar ferðaþjón­ustu með áherslu á gæði veit­inga. Næsta stór­mót er heims­meist­ara­mótið sem fram fer í Lúx­em­borg árið 2026 og ætl­ar liðið sér stóra hluti þar.

„Við hlökk­um til að sjá ár­ang­ur­inn af þessu spenn­andi sam­starfi í framtíðinni,“ seg­ir Þórir Erl­ings­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, en klúbbur­inn stefn­ir á að bæta við ung­kokka­landsliði fyr­ir heims­meist­ara­mótið í mat­reiðslu sem fram fer í Lúx­em­borg árið 2026.

„Sam­starf við öfl­ug fyr­ir­tæki í grein­inni sem leggja áherslu á að vera með frá­bæra fag­menn og góðan hóp af nem­um er mjög mik­il­vægt fyr­ir okk­ur og framtíð ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu,“ bæt­ir Þórir við að lok­um.

Gleðin var allsráðandi.
Gleðin var alls­ráðandi. Ljós­mynd/​Aðsend
Kristín Birta Ólafsdóttir er meðlimur í kokkalandsliðinu.
Krist­ín Birta Ólafs­dótt­ir er meðlim­ur í kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert