„Ég var aldrei matvandur sem krakki“

Bjarni Ingi Sigurgíslason meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu býður upp á …
Bjarni Ingi Sigurgíslason meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu býður upp á reykta ýsu og nætursaltaðar þorskgellur. mbl.is/Eyþór

Bjarni Ingi Sig­ur­gísla­son mat­reiðslumaður er nýr meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu sem ætl­ar sér stóra hluti á næsta stór­móti, heims­meist­ara­keppn­inni í mat­reiðslu. Hann er mjög hrif­inn af því að mat­reiða og snæða fisk og gef­ur les­end­um hér upp­skrift að sín­um upp­á­halds­fisk­rétti sem gleður bæði augu og munn.

„Ég var aldrei mat­vand­ur krakki og borðaði allt sem mér var gefið hvort sem það var sviðakjammi eða fisk­ur svo fátt sé nefnt. Ég ólst upp við gam­aldags ís­lensk­ar mat­reiðslu­hefðir með teng­ingu við nátt­úr­una,“ seg­ir Bjarni glaður í bragði.

„Mín­ar elstu og fyrstu minn­ing­ar eru ein­mitt rétt­ar­ferðirn­ar með pabba og fylgj­ast með mömmu gera blóðmör og lifr­ar­pylsu frá grunni eða upp á fjalli að tína blóðberg og fjalla­grös. Égfór líka í ófá­ar ferðir að veiða fisk með fjöl­skyld­unni sem barn,“ bæt­ir Bjarni við.

Ætlaði aldrei að verða kokk­ur

Aðspurður seg­ist Bjarni ekki hafa ætlað að verða kokk­ur. „Mat­ur var ávallt allt í kring­um mig en ég ætlaði aldrei að verða kokk­ur þegar ég var ung­ur. Datt það ekki einu sinni til hug­ar. Fyrst þegar ég steig inn í eld­húsið á Hót­el Sögu sem nemi þá fyrst opnuðust ákveðnar gát­ir. Ver­an mín í eld­hús­inu þarna opnaði aug­un mín fyr­ir því hvað mat­ur og mat­reiðsla get­ur verið skemmti­legt svið. Síðan þá hef­ur líf mitt snú­ist um að læra meira og meira um mat og verða betri kokk­ur.

Ég byrjaði kokka­námið mitt á Hót­el Sögu og kláraði síðan námið hjá Veislu­list sem er í raun Skút­an í Hafnar­f­irði. Þar lærði ég list­ina af mat­reiðslu­meist­ur­um sem þar voru,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að eft­ir út­skrift hafi hann unnið á veit­ingastaðnum Kol og Von mat­hús en sé núna kom­inn aft­ur á gamla staðinn sinn, Veislu­list.

Keppn­ismat­reiðsla er eitt­hvað sem vek­ur áhuga Bjarna og hann lang­ar að rækta meira. „Ég hef verið að fylgj­ast með keppn­ismat­reiðslu í mörg ár og alltaf langað að taka þátt. Ég gerði það loks­ins þegar ég skráði mig til leiks í keppn­inni um titil­inn Kokk­ur árs­ins í fyrra þar sem ég komst áfram í úr­slita­keppn­ina. Eft­ir þessa fyrstu keppni vil ég bara meira og ætla að taka þátt aft­ur á þessu ári en keppni fer fram í næsta mánuði, í mars næst­kom­andi. Ég hef líka tekið þátt í keppn­inni um eft­ir­rétt árs­ins,“ seg­ir Bjarni sem ætl­ar sér stóra hluti í keppn­ismat­reiðslu.

Hef­ur verið draum­ur­inn er að vera part­ur af þessu liði

Kokka­landsliðið er byrjað að æfa fyr­ir kom­andi heims­meist­ara­mót og ætl­ar sér stóra hluti. Hóp­ur­inn ætl­ar sér á verðlaunap­all. „Við tók­um okk­ar fyrstu æf­ingu á þessu keppn­is­tíma­bili fyr­ir rúm­lega 2 vik­um síðan, æf­ing­in gekk mjög vel og það er gam­an að sjá hversu vel liðið vinn­ur sam­an. Að vera part­ur af þessu liði hef­ur verið draum­ur­inn minn í mörg ár og hann er loks­ins orðinn að veru­leika. Það sést á öll­um í liðinu að við ætl­um að vinna, heims­meist­ara­mótið í mat­reiðslu árið 2026,“ seg­ir Bjarni og bros­ir breitt.

Mikið fyr­ir reykt­an og næt­ur­saltaðan fisk

Þegar Bjarni er spurður hvort hann sé hrif­inn af fisk­meti, seg­ir hann svo vera. „Fisk­ur er eitt af mín­um upp­á­halds­hrá­efn­um, enda er hægt að njóta fisk­met­is á svo marga mis­mun­andi vegu. Ég er mikið fyr­ir reykt­an fisk og næt­ur­saltaðan fisk, þó að fátt sé betra en gamli góði harðfisk­ur­inn. Ég sæk­ist líka í að vinna með fiskilif­ur sem mér finnst vera vannýtt hrá­efni í veit­inga­brans­an­um.

Ég hef alltaf verið mikið fyr­ir fisk og fór oft að veiða sem barn með fjöl­skyld­unni eins og áður hef­ur komið fram, hvort sem það var á bát úti á vatni eða á bryggju við sjó. Mér finnst mjög mik­il­vægt að borða fisk reglu­lega, í hon­um er mjög góð nær­ing eins og víta­mín sem við Íslend­ing­ar þurf­um á að halda og svo er þetta eitt besta og fersk­asta hrá­efni sem við kom­umst í hér heima á Íslandi. Það eru marg­ir kokk­ar um heim all­an sem öf­unda okk­ur af því,“ seg­ir Bjarni með glamp­ann í aug­un­um.

„Það er fátt betra en ný­veidd­ur hlýri en ég er mjög hrif­inn af feit­um fisk­um eins og rauðmaga, ég hef ávallt haft mjög gam­an af að mat­reiða fisk­meti og sæk­ist mikið í að smakka fiska sem ég hef aldrei bragðað áður þegar ég er í út­lönd­um.“

Bjarni hefur aldrei verið matvandur og alla tíð verið hrifinn …
Bjarni hef­ur aldrei verið mat­vand­ur og alla tíð verið hrif­inn af fiski, sér­stak­lega ný­veidd­um. mbl.is/​Eyþór

Súr ávöxt­ur er mik­il­væg­ur með fitu­rík­um fiski

Bjarni seg­ir meðlætið með fiskn­um líka skipta máli og geti það líka skipt sköp­un um bragð og áferð. „Upp­á­haldsmeðlætið mitt með flest­um fisk­teg­und­um er þetta gamla góða gert á nú­tíma vegu, eins og kart­öflumús­in og róf­an sem eru í upp­skrift­inni sem ég ætla að gefa ykk­ur. Það er mjög mik­il­vægt að vera með svo­lítið súr­an ávöxt, sér­stak­lega með fitu­rík­um fisk. Ég nota til að mynda græn epli mikið og ástar­ald­inn, ávöxt­ur­inn get­ur verið í hvaða formi sem er hvort sem hann er fersk­ur, marín­eraður eða í sós­unni.

Ann­ars er sós­an líka mjög mik­il­væg með öll­um fisk­rétt­um, ég fer oft­ast í smjörsós­ur með ávaxt­atvisti eins og hollandie-sósu með blóðapp­el­sínu og tim­i­an en hún er stund­um kölluð maltese-sós­an,“ seg­ir Bjarni og bros­ir.

„Upp­á­halds­fisk­rétt­ur­inn minn hef­ur verið að þró­ast í gegn­um árin og slær ávallt í gegn. Þetta er reykt ýsa og næt­ur­saltaðar þorsk­g­ell­ur sem ég ber fram með pip­ar­rót­arkart­öflumús, gljáðum róf­um, dill-marín­erðum græn­um epl­um, rúg­brauðsmuln­ingi og hollandaise-sósu. Fyr­ir svona bragðmik­inn fisk þarf maður að hugsa meira en venju­lega hvaða meðlæti vinn­ur með fiskn­um því ann­ars tek­ur reyk­bragðið yfir all­an rétt­inn,“ seg­ir Bjarni að lok­um og svipt­ir hér upp­skrift­inni að fisk­rétt­in­um góða sem á án efa eft­ir að hitta á mark víða.

Ómótstæðilega ljúffengt meðlæti sem Bjarni ber fram með reyktu ýsunni …
Ómót­stæðilega ljúf­fengt meðlæti sem Bjarni ber fram með reyktu ýs­unni og þorsk­g­ell­un­um. mbl.is/​Eyþór

„Ég var aldrei matvandur sem krakki“

Vista Prenta

Reykt ýsa og næt­ur­söltuðum þorsk­g­ell­um bor­in fram pip­ar­rót­arkart­öflumús, gljáðum róf­um, dill-marín­eruðum epl­um, rúg­brauðsmuln­ing og hollandaise-sósu

Fyr­ir 3-4

Rófa

  • 1 rófa
  • 1 l gul­róta­safi
  • 20 g smjör

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 160°C hita.
  2. Bakið róf­una í heilu lagi í klukku­stund á 160°C hita eða þar til hníf­ur renn­ur létti­lega í gegn­um hana.
  3. Sjóðið niður gul­róta­saf­ann í 100 ml eða þar til hann þykk­ist, bætið síðan við 20 g smjöri og hrærið á meðan.
  4. Skerið róf­una í litla bita og hellið saf­an­um yfir, en niðursoðni gul­róta­saf­inn tek­ur beiskj­una frá róf­un­um.

Pip­ar­rót­arkart­öflumús

  • 700 gg­bök­un­ar­kart­öfl­urr
  • 40 - 60 g pip­ar­rót, fer eft­ir smekk hvers og eins
  • 100 g rjómi
  • 70 g smjör
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bakið bök­un­ar­kart­öfl­ur í heilu lagi í klukku­stund í 160°C heitu ofni.
  2. Takið síðan út og skrælið, pressiðkart­öfl­urn­arr síðan í gegn­um sigti og setjiðíi pott.
  3. Rífið niður pip­ar­rót eft­ir smekk og bætið ofan í mús­ina ásamt rjóma.
  4. Leyfið þessu að eld­ast í um það bil 10 mín­út­ur, bætið síðan smjöri við og hrærið, saltið til eft­ir smekk.

Dill-marín­eruð græn epli

  • 4 græn epli
  • 90 ferskt dill
  • 60 g repju­olía
  • 80 g spínat

Aðferð:

  1. Setjið dill, spínat og repju­olíu í bland­ara og maukið vel.
  2. Hitið síðan ol­í­una uppi við 75°C hita annaðhvort í bland­ar­an­um eða í potti.
  3. Sigtið í skál.
  4. Skerið grænu epl­in smátt niður.
  5. Setjið dillol­íu yfir.
  6. Gott er að leyfa epl­un­um að liggja í ol­í­unn íi 1-2 næt­ur en best er að nota loft­tæm­ing­ar­vél til að fá ol­í­una í epl­in.

Rúg­brauðsmuln­ing­ur

  • 250 g rúg­brauð
  • 30 g smjör

Aðferð:

  1. Rífið rúg­brauðiðmjögg smáttniðurr­annaðhvortt með járni eða ím­at­vinnslu­véll.
  2. Bræðið smjör og blandið við rúg­brauðið.
  3. Saltið ör­lítið eft­ir smekk.
  4. Setjið á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og bakið við 60°C hita í um það bil 12 mín­út­ur eða þar til mul­ing­ur­inn verður stökk­ur.

Tim­i­an hollandaise-sósa

  • 3 eggj­ar­auður ( sirka 50 g)
  • 20 g sítr­ónusafi, fer eft­ir smekk
  • 150 g smjör
  • Ferskt tim­i­an (garðblóðberg) eft­ir smekk, frek­ar meira en minna, alls ekki þurrkað tim­i­an

Aðferð:

  1. Bræðið smjör á lág­um hita.
  2. Eldið eggj­ar­auður í vatnsbaði og takið rauðurn­ar af hit­an­um þegar bland­an byrj­ar að þykkna.
  3. Bætið við sítr­ónusafa og smá salti eft­ir smekk.
  4. Hellið smjör­inu ró­lega út í eggj­ar­auðublönd­una og hræðið vel á meðan. Ef bland­an þykk­ist of mikið þá má setja smá volgt vatn út í. Ekki nota botn­fallið af brædda smjör­inu.
  5. Rífið tim­i­an-lauf­inn og setjið út í.

Reykt ýsa

  • 900 g reykt ýsu­flök
  • Ólífu­olía eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið pönnu vel og setjið ólífu­olíu á pönn­una.
  2. Steikjið ýs­una upp úr ol­í­unni á þar til hún verður vel gull­in á báðum hliðum og orðin elduð í gegn.
  3. Setjið á fat.

Næt­ur­sal­ataðar þorsk­g­ell­ur

  • 500 g þorsk­g­ell­ur
  • Hveiti eft­ir þörf­um
  • Ólífu­olía eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hreinsið skegg og hvítu filmuna af gell­un­um.
  2. Veltið þeim upp úr í hveiti.
  3. Steikið við miðlungs hita þar til yf­ir­borð á gell­un­um er orðið gullið á lit.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert