Ljómandi góður bakaður ostakubbur með eggjum

Helga Magga er sniðugri en flestir að töfra fram girnilega …
Helga Magga er sniðugri en flestir að töfra fram girnilega og fljótlega rétti sem eru líka hollir. Þessi er dýrlegur, bakaður ostakubbur með eggjum. Samsett mynd

Helga Magga, heil­su­markþjálfi og áhrifa­vald­ur, kann ávallt snilld­ina að út­búa ein­falda og fljót­lega rétti sem eru líka holl­ir. Þetta er nýj­asti rétt­ur­inn henn­ar þar sem ost­ur og egg leika aðal­hlut­verkið. Upp­lagt er að gera þenn­an í kvöld­mat­inn þegar þú nenn­ir ekki að elda en hann er líka full­kom­inn í dög­urðinn. Upp­skrift­ina gerði Helga Magga fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Sjáðu Helgu Möggu smella í rétt­inn á TikT­ok.

Ljómandi góður bakaður ostakubbur með eggjum

Vista Prenta

Bakaður ostakubb­ur með eggj­um

  • 1 stk. ostakubb­ur
  • 10 stk. egg
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Basilíka, fersk eða þurrkuð eft­ir smekk
  • Súr­deigs­brauð eða annað gott brauð
  • Fersk basilíka, stein­selja eða dill sem skraut, má sleppa ef vill

Aðferð:

  1. Leggið ostakubb­inn í miðjuna á eld­föstu móti og brjótið egg­in í kring­um ost­inn.
  2. Kryddið með salti og pip­ar og fleiri krydd­um ef þið viljið.
  3. Hitið í ofni við 200°C í um 10-12 mín­út­ur.
  4. Takið úr ofn­in­um og blandið ost­in­um og eggj­um sam­an með gaffli.
  5. Smyrjið ofan á ristað súr­deigs­brauð, hrökk­brauð eða annað gott brauð.
  6. Það er gott að egg­in séu ekki al­veg fullelduð, eld­un­ar­tím­inn gæti verið mis­jafn milli ofna, 8-10 mín­út­ur gætu dugað.
  7. Ef egg­in eld­ast að fullu í ofn­in­um er erfiðara að blanda þeim við ost­inn en þá má einnig bæta ör­lítið af ab-mjólk út í til að egg­in bland­ist bet­ur við ostakubb­inn.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka