Kakan sló í gegn hjá forsetahjónunum

Forsetahjónin nutu þess að bragða á Köku ársinsi saman og …
Forsetahjónin nutu þess að bragða á Köku ársinsi saman og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sá um að gefa eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, fyrsta smakkið. mbl.is/Karítas

Í ár eru 30 ár síðan Lands­sam­band bak­ara­meist­ara, LABAK, kynnti í fyrsta sinn köku árs­ins eða konu­dags­kök­una. Þetta kom fram hjá Sig­urði Má Guðjóns­syni, for­manni Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara, þegar hann mætti á Bessastaði ásamt höf­undi köku árs­ins í ár, Arn­óri Inga Bergs­syni, bak­ara hjá Bak­ar­an­um á Ísaf­irði, til af­henda frú Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands fyrstu kök­una.

Fyrsta kak­an sem bar titil­inn kaka árs­ins var hönnuð af kondi­tor­un­um Björgu Sigþórs­dótt­ur hjá Bak­ara­meist­ar­an­um og Hafliða Ragn­ars­syni hjá Mos­fells­baka­ríi. Kaka árs­ins 1995 hét Ástar­játn­ing og var frum­sýnd í bak­ara­deild Iðnskól­ans í Reykja­vík 4. fe­brú­ar og hófst sala á kök­unni 19. fe­brú­ar sama ár.

„Það var svo í fe­brú­ar árið 2021 sem keppt var í fyrsta skipti um köku árs­ins í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um í Kópa­vogi. Kak­an sem vann hafði verið val­in úr nokkr­um fjölda upp­skrifta frá bak­ara­meist­ur­um og kondi­tor­um lands­ins. Höf­und­ar verðlauna­kök­unn­ar voru tveir ung­ir bak­ara­svein­ar, þeir Bene­dikt Helga­son og Jón Björn Rík­h­arðsson, þá starfs­menn hjá Sand­holt baka­ríi Reykja­vík,“ seg­ir Sig­urður Már.

Ástarjátning var heitið á fyrstu Köku ársins sem var gullfalleg. …
Ástar­játn­ing var heitið á fyrstu Köku árs­ins sem var gull­fal­leg. Hún var kynnt til leiks árið 1995 og fór í sölu á konu­dag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Slá tvær flug­ur í einu höggi

Jó­hann­es Felix­son sagði við það til­efni að hug­mynd­in að keppn­inni kæmi frá Dan­mörku en þar hefði það tíðkast í mörg ár að kaka árs­ins væri val­in á hverju ári. „Við reyn­um hins veg­ar að slá tvær flug­ur í einu höggi með því að kynna kök­una á konu­dag­inn,“ sagði Jó­hann­es jafn­framt, sem bet­ur er þekkt­ur sem Jói Fel.

Sig­urður Már, sem er bæði bak­ara­meist­ari og köku­gerðarmaður, hef­ur sjálf­ur unnið keppn­ina þris­var; árin 2011, 2018 og 2019. Hann þekk­ir á eig­in skinni þá til­finn­ingu að sigra í keppn­inni.

„Ég hafði lítið haft mig frammi í bakst­ur­skeppn­um, það kom því mörg­um á óvart að ég skyldi vinna keppn­ina um Kahlúa­kök­una árið 2011 en þar fékk ég forsmekk­inn. Í öll þrjú skipt­in sem ég vann var allt púðrið sett í eina köku. Það er alltaf eitt­hvert eitt hrá­efni sem skylda er að nota og það er eins og það fari allt af stað í höfðinu á manni og kak­an raðast upp í hug­an­um,“ seg­ir Sig­urður Már sposk­ur á svip.

Sigurður Már Guðjónsson hefur þrisvar sinnum unnið keppnina um köku …
Sig­urður Már Guðjóns­son hef­ur þris­var sinn­um unnið keppn­ina um köku árs­ins og seg­ir það ávallt ákveðinn gæðastimp­il fyr­ir baka­ríið sem sig­ur­veg­ar­inn starfar hjá. mbl.is/​Karítas

Lands­sam­band bak­ara­meist­ara hafi ekki getað staðið fyr­ir keppni um bak­ara árs­ins líkt og Klúbb­ur mat­reiðslu­meist­ara hef­ur gert með kokk árs­ins. „Því miður höf­um við ekki getað haldið keppni um bak­ara árs­ins á hverju ári, því hef­ur verið litið á köku árs­ins sem gæðastimp­il á baka­ríið þar sem sig­ur­veg­ar­inn starfar og eins þann sem vinn­ur. Ég held að það upp­lifi all­ir sæt­an sig­ur að fá þessa viður­kenn­ingu.“

Þriggja manna dóm­nefnd

Kak­an mín sem vann 2011 seld­ist best af þeim sem ég gerði en hún þótti ansi framúr­stefnu­leg í út­liti.“

Kaka árs­ins er val­in í keppni sem LABAK efn­ir til ár­lega og fer þannig fram að kepp­end­ur skila inn til­bún­um kök­um sem þriggja manna dóm­nefnd met­ur og vel­ur úr þá sem þykir best til þess fall­in að hljóta titil­inn kaka árs­ins. Þá er hugað að bragði, áferð, sam­setn­ingu og út­liti kök­unn­ar. Hefð er fyr­ir því að keppn­in sé hald­in í sam­starfi við ein­hvern fram­leiðanda og í ár var Mjólk­ur­sam­sal­an sam­starfsaðili keppn­inn­ar.

Höfundur kökunnar í ár er Arnór Ingi Bergsson bakari frá …
Höf­und­ur kök­unn­ar í ár er Arn­ór Ingi Bergs­son bak­ari frá Ísaf­irði en hann og Sig­urður Már af­hentu Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands fyrsta ein­takið á Bessa­stöðum. mbl.is/​Karítas

„Síðastliðinn föstu­dag tók frú Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands á móti fyrstu köku árs­ins 2025 sem þakk­læti fyr­ir að hafa skarað fram úr og stimplað sig inn sem sá glæsi­legi og verðugi full­trúi Íslands bæði heima og er­lend­is og það sam­ein­ing­ar­tákn sem hún er,“ seg­ir Sig­urður Már og bæt­ir við: „Ég er ákaf­lega stolt­ur af að okk­ar glæsi­legi for­seti skuli hafa sýnt okk­ur bök­ur­um og köku­gerðarmönn­um þann mikla heiður að taka á móti fyrstu kök­unni í ár. Við bak­ar­ar erum líka stolt­ir af að eiga í sam­starfi við og styðja við ís­lenska bænd­ur og vilj­um veg ís­lensks land­búnaðar sem mest­an.“

Kakan er með frönskum súkkulaðibotni, rjómaostafrómasi með bananabragði og piparmyntu-ganache, …
Kak­an er með frönsk­um súkkulaðibotni, rjóma­ostafrómasi með ban­ana­bragði og pip­ar­myntu-ganache, hjúpuð mjólk­ursúkkulaði, og minnti Höllu for­seta á ban­ana­tertu sem amma henn­ar bakaði forðum. mbl.is/​Karítas

Minnti á ban­ana­tertu ömmu henn­ar

Halla var mjög hrif­in af kök­unni og sagði hana minna sig einna helst á ban­ana­tertu sem amma henn­ar bakaði gjarn­an og hafi verið upp­á­hald­stert­an sín. Þessi sé í raun nú­tíma­út­gáfa af henni. Hún gaf eig­in­manni sín­um, Birni Skúla­syni, smakk og for­seta­hjón­in nutu þess að gæða sér á kök­unni og sögðust geta staðfest að hún hefði runnið ljúf­lega niður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka