Klassísk sandkaka eins og Árni bakar hana

Sandkaka, stundum nefnd pundari, er ein af grunnstoðum íslenskrar baksturshefðar. …
Sandkaka, stundum nefnd pundari, er ein af grunnstoðum íslenskrar baksturshefðar. Árni Þorvarðarson er hrifinn af einfaldleikanum sem henni fylgir. mbl.is/Eyþór

Sand­kaka, stund­um nefnd pund­ari, er ein af grunnstoðum ís­lenskr­ar bakst­urs­hefðar. Hún er ein­föld í gerð og heill­ar ávallt með ljúfu, smjör­ríku bragði sem hent­ar vel bæði með kaffi og tei. Hér er upp­skrift sem fram­leiðir 1200 g af ljóm­andi sand­köku, hvort sem þú vilt baka eina stærri köku eða tvær minni.

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Árna Þor­varðar­son­ar, bak­ara og fag­stjóra við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi. Hann er hrif­inn af ein­fald­leik­an­um við þessa sand­köku og seg­ir ilm­inn vera heim­il­is­leg­an þegar hún kem­ur úr ofn­in­um.

Árni hefur verið iðinn að deila með lesendum uppskriftum um …
Árni hef­ur verið iðinn að deila með les­end­um upp­skrift­um um smiðju sinni. mbl.is/​Eyþór

Klassísk sandkaka eins og Árni bakar hana

Vista Prenta

Sand­kaka eins og Árni bak­ar hana

  • 400 g smjör, mjúkt
  • 400 g syk­ur
  • 8 stk. egg
  • 200 ml mjólk
  • 400 g hveiti
  • 200 g kart­öfl­umjöl
  • 4 tsk. lyfti­duft
  • Vanillu­drop­ar, nokkr­ir drop­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Smyrjið tvö bök­un­ar­form og stráið hveiti í þau til að tryggja að kak­an losni vel.
  3. Þeytið sam­an mjúkt smjör og syk­ur þar til bland­an verður létt og loft­kennd.
  4. Bætið eggj­un­um út einu í einu og hrærið vel á milli.
  5. Blandið hveiti, kart­öfl­umjöli og lyfti­dufti sam­an og bætið þessu smám sam­an út í deigið til skipt­is við mjólk­ina. Setjið vanillu­drop­ana sam­an við.
  6. Hellið deig­inu í form og sléttið yf­ir­borðið var­lega.
  7. Bakið kök­urn­ar í 50-60 mín­út­ur, eða þar til prjónn kem­ur hreinn úr miðju kök­unn­ar.
  8. Berið fram og njótið með því sem ykk­ur þykir best.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka