Frumlegur fiskréttur með makkarónum og salami

Ljúffengur ofnbakaður fiskréttur í ostasósu með salami og makkarónum.
Ljúffengur ofnbakaður fiskréttur í ostasósu með salami og makkarónum. Ljósmynd/Erna Sverrisdóttir

Þessi fisk­rétt­ur er ein­stak­lega frum­leg­ur þar sem makkarón­um og salami er blandað sam­an við fisk­inn með dá­sam­legri út­komu. Ostasós­an er svo ljúf­feng og ger­ir rétt­inn saðsam­an. Næst­um því eins og haf og hagi.

Heiður­inn af upp­skrift­inni á Erna Sverr­is­dótt­ir mat­gæðing­ur og er hún gerð fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Frumlegur fiskréttur með makkarónum og salami

Vista Prenta

Ofn­bakaður fisk­ur í ostasósu með makkarón­um og salami

  • 1 box kirsu­berjatóm­at­ar (um 250 g)
  • Ólífu­olía eft­ir smekk og þörf­um
  • Sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • 5 dl makkarón­ur
  • 100 g ít­ölsk salami eða pepp­eróní, saxað
  • 600 g þorsk­hnakk­ar eða ann­ar hvít­ur fisk­ur, skor­inn í stóra munn­bita
  • 2 msk. smjör
  • 2 msk. hveiti
  • ½ l mat­reiðslur­jómi
  • 1 ½ dl par­mesanost­ur, fínrif­inn
  • ¼ tsk rauðar pipar­flög­ur (má sleppa ef vill)
  • Múskat eft­ir smekk
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • 1 dl basil­lauf, gróft söxuð
  • 100 g rif­inn gratínost­ur

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 180°C.
  2. Skerið tóm­at­ana í tvennt og raðið á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  3. Setjið ör­litla ólífu­olíu yfir, saltið og piprið.
  4. Bakið í 30 mín­út­ur.
  5. Takið til hliðar og geymið.
  6. Sjóðið makkarón­urn­ar þar til þetta er næst­um því soðið.
  7. Hellið vökv­an­um af og látið kalt renna á pastað þar til þetta er kælt.
  8. Látið vatnið renna vel af.
  9. Smyrjið eld­fast mót með smjöri og hellið makkarón­un­um á fatið.
  10. Blandið salami, ofn­bökuðu tómöt­un­um og fiskn­um var­lega sam­an við.
  11. Saltið og piprið.
  12. Bræðið 2 msk. af smjöri í potti og blandið hveit­inu sam­an við.
  13. Hrærið stöðugt.
  14. Þegar hveiti­bland­an sýður hellið þá mat­reiðslur­jóma sam­an við smátt og smátt.
  15. Hrærið.
  16. Þegar sós­an tek­ur að þykkna og sjóða, takið þetta af hit­an­um.
  17. Setjið pipar­flög­ur, par­mesanost og basil sam­an við.
  18. Smakkið til með múskati og sítr­ónusafa.
  19. Hellið yfir makkarón­urn­ar og fisk­inn.
  20. Sáldrið gratínosti yfir, setjið inn í ofn og bakið í um það bil 30 mín­út­ur.
  21. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert