Ógleymanleg matarupplifun hjá Cesare Battisti í Marshallshúsinu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:31
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:31
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Mat­ar­hátíðin Food and Fun stóð sem hæst um nýliðna helgi þar sem 17 veit­ingastaðir á höfuðborg­ar­svæðinu tóku þátt. Alls komu 17 er­lend­ir gesta­kokk­ar sem léku list­ir sín­ar í eld­hús­inu og buðu upp á ein­staka mat­ar­upp­lif­un sem lét fáa ósnorta.

Ég heim­sótti veit­ingastaðinn La Prima­vera í hinu merka Mars­halls­húsi úti við gömlu höfn­ina í Reykja­vík sem sam­ein­ar rík­ar mat­reiðslu­hefðir Norður-Ítal­íu og hágæða ís­lenskt hrá­efni.

Veitingastaðurinn La Primavera er staðsettur í hina merka Marshallshúsi úti …
Veit­ingastaður­inn La Prima­vera er staðsett­ur í hina merka Mars­halls­húsi úti við gömlu höfn­ina í Reykja­vík. mbl.is/​Sjöfn

Það var því vel við hæfi að gesta­kokk­ur­inn kæmi frá Norður-Ítal­íu en Cesare Batt­isti, mat­reiðslumaður og vert­inn á Rat­anà, veit­ingastaðnum í Mílanó, sem er leiðandi í nú­tíma ít­alskri mat­ar­gerð, réð ríkj­um þar um helg­ina. Hann bland­ar sam­an hefð og ný­sköp­un og sterkri skuld­bind­ingu um sjálf­bærni og ger­ir það lista vel.

Hok­inn þekk­ingu og reynslu

Batt­isti er hok­inn af reynslu og þekk­ingu í fag­inu en eft­ir fyrstu ár sín í fremstu eld­hús­um Mílanó­borg­ar aflaði hann sér mik­ill­ar kokkareynslu á sigl­ing­um um all­an heim um borð í skemmti­ferðaskip­um. Eft­ir þá reynslu sneri Batt­isti aft­ur til rót­anna, þar sem hann stjórnaði Ristor­an­te Sol­fer­ino og Tratt­oria della Pesa áður en hann stofnaði Rat­anà árið 2009. Þar end­urtúlk­ar hann mat­ar­gerð Lomb­ar­dia-héraðsins með nú­tíma­leg­um blæ, með áherslu á hágæða hrá­efni og ábyrga upp­sprettu.

Hann bauð upp á ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un á La Prima­vera sem lýsti vel áhersl­um hans í mat­ar­gerð. Mat­seðill­inn und­ir­strikaði ein­falda en fágaða ít­alska rétti sem búið var að færa í nú­tíma­leg­an bún­ing og út­kom­an var stór­feng­leg. Frum­leik­inn í fram­setn­ingu rétt­anna fönguðu aug­un og bragðsam­setn­ing­in var skemmti­lega pöruð sam­an fyr­ir bragðlauk­ana.

Kveiktu á öll­um skiln­ing­ar­vit­um

Batt­isti og teymið á La Prima­vera fóru á kost­um og buðu mat­ar­gest­um upp á háklassa rétti sem kveiktu á öll­um skiln­ing­ar­vit­um. Stemn­ing­in á staðnum var hlý og af­slöppuð og kokk­arn­ir báru fram rétt­ina með þjón­un­um af fag­mennsku og kynntu hvern ein­asta rétt til leiks. Segja má að Batt­isti ásamt kokkat­eym­inu hafi tek­ist að bjóða upp á ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un fyr­ir mat­ar­gesti í um­hverfi sem bland­ar sam­an sögu, list og mat­ar­gerð enda er rekið Ný­l­ista­safn í hús­inu og á Mars­hall­húsið sér merka sögu sem göm­ul síld­ar­verk­smiðja jafn­framt.

Byrjað var á fingramat­ar­rétt­in­um amu­se bouche, mantu­an graskers-krókett­ur. Mjög góðar og ljúf­meti að njóta.

Amuse bouche, mantuan graskers-krókettur.
Amu­se bouche, mantu­an graskers-krókett­ur. mbl.is/​Sjöfn

Ann­ar rétt­ur­inn í röðinni var hinn frægi ít­alski rétt­ur vitello tonnato bor­inn fram með presidia slow food sal­ina kapers. Þetta er skemmti­leg­ur rétt­ur bor­inn fram kald­ur eða við stofu­hita, fínt skorn­ar sneiðar af kálfa­kjöti þakt­ar rjóma­lagaðri maj­ónes-sósu sem hef­ur verið bragðbætt ör­lítið með tún­fisk með keim af kapers og an­sjó­su. Unaðslega ljúf­fengt og einn af mín­um upp­á­halds­rétt­um. Þegar þú upp­götv­ar þenn­an ít­alska gim­stein þá muntu mögu­lega aldrei vilja borða kálfa­kjöt á ann­an hátt.

Vitello tonnato borinn fram með presidia slow food salina kapers.
Vitello tonnato bor­inn fram með presidia slow food sal­ina kapers. mbl.is/​Sjöfn

Risotto alla vecchia Milano var næst bor­inn fram með bein­merg, gre­molata og soðsósu sem kom bragðlauk­un­um á flug. Ekta risotto eins og það ger­ist best.

Risotto alla vecchia Milano borinn fram með beinmerg, gremolata og …
Risotto alla vecchia Milano bor­inn fram með bein­merg, gre­molata og soðsósu. mbl.is/​Sjöfn

Síðan var það braised veal cheek eða kálfa­k­inn bor­in fram með sítr­ónu­stöppuðum kart­öfl­um, hreint sæl­gæti að njóta, afar meyrt kjöt og bráðnaði í munni.

Braised veal cheek eða kálfakinn borin fram með sítrónustöppuðum kartöflum.
Braised veal cheek eða kálfa­k­inn bor­in fram með sítr­ónu­stöppuðum kart­öfl­um. mbl.is/​Sjöfn

Loka­hnykk­ur á máltíðinni var síðan eft­ir­rétt­ur­inn sem ber heitið more e risolatte með bróm­berj­um, lemon curd, hrís­grjón­um og mar­ens. Hann var létt­ur und­ir tönn og bauð upp á heim­sókn í nýja bragðheima.

More e risolatte með brómberjum, lemon curd, hrísgrjónum og marens.
More e risolatte með bróm­berj­um, lemon curd, hrís­grjón­um og mar­ens. mbl.is/​Sjöfn

Full­komið jafn­vægi af norður-ít­alskri mat­ar­hefð

Loks má segja að hver rétt­ur hafi end­ur­speglað full­komið jafn­vægi norður-ít­alskr­ar mat­ar­hefðar og staðbund­inn­ar ný­sköp­un­ar líkt og staður­inn er þekkt­ur fyr­ir. Einnig var hægt að taka vín­pör­un fyr­ir þá sem vildu fara alla leið til Ítal­íu.

Það var ein­stök ánægja að fylgj­ast með Batt­isti, Leifi Kol­beins­syni, Arn­ari Darra Bjarna­syni ásamt teym­inu á La Prima­vera vinna sam­an í eld­hús­inu. Vinnu­brögðin og sam­starfið voru óaðfinn­an­leg. Þjón­ust­an var framúrsk­ar­andi og and­rúms­loftið nota­legt í alla staði. Ekki skemmdi út­sýnið yfir höfn­ina þar sem höfn­in og bygg­ing­arn­ar skörtuðu sínu feg­ursta við sjón­deild­ar­hring­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert