Svífum enn á bleiku skýi eftir fullkominn dag

Mæðgurnar Agnes Brynja Hjartardóttir og Valgerður Gréta Gröndal undirbjuggu stóra …
Mæðgurnar Agnes Brynja Hjartardóttir og Valgerður Gréta Gröndal undirbjuggu stóra daginn saman en Agnes fermdist borgaralega 13. apríl í fyrra í Hörpu í Norðurljósasalnum. Ljósmynd/Aðsend

Valla seg­ir að það skipti máli að per­sónu­leiki barns­ins þurfi skíni í gegn þegar halda á veislu og að barnið þurfi að fá að njóta sín.

„Agnes fermd­ist borg­ara­lega þann 13. apríl í fyrra í Hörpu. Þegar fór að líða að því að skrá börn­in í ferm­ing­ar­fræðslu spjölluðum við um hvort og hvar hún vildi ferm­ast. Hún var strax ákveðin í að ferm­ast hjá Siðmennt og það var að sjálf­sögðu auðsótt. Ferm­ing­ar­fræðslan þeirra hentaði Agnesi mjög vel þar sem hún er mjög list­ræn og gat því valið fræðslu sem teng­ist vel henn­ar áhuga­sviði,“ seg­ir Valla.

„At­höfn­in sjálf fór fram í Norður­ljósa­sal Hörpu og við eig­um varla orð yfir hversu vel var staðið að henni og hversu hátíðleg hún var. Nokk­ur ferm­ing­ar­börn voru með atriði og því­lík­ir hæfi­leik­ar komu í ljós hjá þess­um krökk­um,“ bæt­ir Valla við hug­hrif­in.

Hjörtur Þór Hjartarson og Valla Gröndal fóru í fjölskyldumyndatöku í …
Hjört­ur Þór Hjart­ar­son og Valla Grön­dal fóru í fjöl­skyldu­mynda­töku í til­efni af ferm­ingu Agnes­ar og fékk litli bróðir Úlfar Kári að vera með. Ljós­mynd/​Aðsend

Pöntuðu sal með árs fyr­ir­vara

Þegar kom að því að velja ferm­ing­ar­dag­inn voru mægðurn­ar sam­mála um að velja dag þar sem væri frí dag­inn eft­ir og því varð laug­ar­dag­ur fyr­ir val­inu.

„Eins og margra mæðra er siður sá ég að mestu um und­ir­bún­ing­inn í sam­vinnu með Agnesi. Þegar ferm­ing­ar­dag­ur­inn hafði verið val­inn fór­um við strax í að panta sal en ég mæli með því að gera það með árs fyr­ir­vara. Það hljóm­ar kannski eins og al­gjört rugl en því miður er það þannig að þeir verða fljótt upp­bókaðir og ef þið viljið vera viss um að fá sal sem hent­ar á rétt­um degi þarf all­an þenn­an fyr­ir­vara.

Global taste veisluþjón­usta er með stór­kost­leg­an sal í Skóg­ar­hlíð 12 og hann hentaði okk­ur full­kom­lega. Pass­lega stór og með hliðar­her­bergi út frá saln­um þar sem við kom­um fyr­ir dóta­kassa með alls kon­ar skemmti­legu dóti fyr­ir krakk­ana.“

Núm­er eitt, tvö og þrjú að eiga sam­tal við ferm­ing­ar­barnið

Hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að und­ir­búa ferm­ing­ar­dag­inn og veisl­una?

„Núm­er eitt, tvö og þrjú er að eiga sam­tal við ferm­ing­ar­barnið, hvaða vænt­ing­ar hef­ur það og hvernig sér það fyr­ir sér ferm­ing­ar­dag­inn og veisl­una. Mörg börn vilja ekki stóra veislu þvert á það sem for­eldr­ar halda. Agnes vildi veislu en ekki það stóra að hún myndi ekki þekkja helm­ing­inn af gest­un­um. Við fór­um síðan yfir hvað mörg ferm­ing­ar­börn vilja hafa í veisl­un­um sín­um og hef­ur verið vin­sælt síðustu ár. Hún vildi til að mynda alls ekki nammi­b­ar, blöðru­boga, súkkulaðigos­brunn og slíkt en kaus að hafa mynda­kassa. Út frá gestal­ista og ósk­um ferm­ing­ar­barns­ins mæli ég með því að gera grófa fjár­hags­áætl­un og safna yfir árið fram að ferm­ing­unni svo höggið verði sem minnst fyr­ir veskið. Því þrátt fyr­ir að veisl­an verði ekki stór eru upp­hæðirn­ar fljót­ar að safn­ast sam­an. Ég mæli líka með því að halda utan um allt sem snýr að veisl­unni í einu skjali,“ seg­ir Valla.

Kaffihlaðborðið var hið glæsilegasta, blandað uppáhaldstertum foreldranna og Agnesar.
Kaffi­hlaðborðið var hið glæsi­leg­asta, blandað upp­á­hald­stert­um for­eldr­anna og Agnes­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Valdi fal­leg­an kónga­blá­an kjól

Þegar kom að því að velja klæðnað fyr­ir stóra dag­inn hafði ferm­ing­ar­stelp­an sterka skoðun á því hvað hún vildi og hvað ekki.

„Agnes Brynja vildi alls ekki ferm­ast í klass­ísk­um hvít­um blúndukjól, hún valdi þess í stað mjög fal­leg­an kónga­blá­an mynstraðan kjól í Galle­rí 17. Hún vildi ekki vera í hæla­skóm og vildi hvorki panta sér hár­greiðslu né förðun, hún sá um það al­veg sjálf. Með því að gera þetta sjálf myndaðist rými fyr­ir eitt­hvað annað eins og til dæm­is að leigja mynda­kassa,“ seg­ir Valla.

Þem­anu fyr­ir veisl­una, bæði hvað varðaði veit­ing­ar og skreyt­ing­ar, leyfði Valla dótt­ur sinni að ráða að mestu leyti. „Hún var strax ákveðin í að hafa ljós­bleikt og silfrað þema. Ég gat því haft það í huga næsta árið að fylgj­ast með og koma auga á eitt­hvað sem passaði fyr­ir það þema. Hún vildi líka hafa kök­ur og klass­ískt bakk­elsi í hátíðlegu formi frek­ar en heit­an mat eða smá­rétta­hlaðborð.“

Staðráðin að gera sem fæst­ar veit­ing­ar sjálf

„Við for­eldr­arn­ir erum mikið matar­fólk og vor­um ákveðin í að hafa kran­sa­köku, litla marsíp­an­tertu og snitt­ur. Það er ein­hver nostal­g­ía fal­in í því og svo lengi sem Agnes fengi það sem henni þætti best var henni al­veg sama. Við pöntuðum marsíp­an­tert­una og kran­sa­kök­una hjá Tertugalle­rí. Kran­sa­kök­una pöntuðum við óskreytta þar sem við vild­um fá að stjórna út­liti henn­ar en ég treysti mér ekki í að baka kran­sa­köku þrátt fyr­ir orðróm um að það væri ekk­ert mál. Það eina sem ég bakaði sjálf voru makkarón­ur með salt­kara­mellu sem ég skreytti kran­sa­kök­una með og raðaði á bakka.“

Kransakökuna keypti Valla óskreytta og sá síðan sjálf um að …
Kran­sa­kök­una keypti Valla óskreytta og sá síðan sjálf um að skreyta hana, meðal ann­ars með makkarón­um með salt­kara­mellu sem hún bakaði sjálf. Kökutopp­ur var úr tré sem Andrea hjá 29 lín­um gerði. Ljós­mynd/​Aðsend

Valla komst að ýms­um leynd­ar­dóm­um um veit­ing­ar fyr­ir und­ir­bún­ing­inn, til að mynda að það væri veisluþjón­usta hjá IKEA. „Snitt­urn­ar pöntuðum við hjá IKEA en það var ein­hver snill­ing­ur­inn sem sagði mér að það væri hægt að panta hjá þeim fyr­ir veisl­ur. Þær eru ótrú­lega mat­ar­mikl­ar, fersk­ar, fal­leg­ar og á góðu verði.

Þrátt fyr­ir að vera mat­ar­blogg­ari sem bak­ar mörg­um sinn­um í viku var ég staðráðin í því að gera sem fæst­ar veit­ing­ar sjálf. Ég fékk Passi­on bakarí, sem er eitt mitt upp­á­halds, til að sjá um stærsta hluta veit­ing­anna auk þess sem mág­kona mín, sem ger­ir bestu heitu rétti í heimi, sá um að gera nokkra fyr­ir veisl­una,“ seg­ir Valla.

Mæðgurn­ar vildu bjóða upp á veit­ing­ar sem þeim sjálf­um finnst góðar og voru þær í anda þeirra veit­inga sem hafa verið born­ar á borð í barna­af­mæl­in­um í gegn­um tíðina.

Til að minnka stress og dreifa kostnaði

Útsjón­ar­semi og hug­mynda­auðgi Völlu kom sér vel í und­ir­bún­ingn­um. Sumt föndraði hún sjálf eða pantaði hjá öðrum.

Aðspurð seg­ir Valla að hún hafi gefið sér góðan tíma til að safna skreyt­ing­um og þar hafi hún vandað til verka. „Það gerði ég bæði til þess að dreifa kostnaði og til að minnka stress. Ég keypti notað, nýtt og fékk gef­ins skraut sem nýtt­ist ótrú­lega vel. Ég mæli ein­dregið með því að fylgj­ast vel með ferm­ing­ar­grúpp­un­um á Face­book þar sem hægt er að fá notað skraut á slikk eða jafn­vel gef­ins. Ég keypti annað í versl­un­inni Allt í köku en eft­ir að hafa gert verðsam­an­b­urð fannst mér hún koma best út.

Til að mynda var það Andrea hjá 29 lín­um sem út­bjó fyr­ir mig und­ur­falleg­an kökutopp úr tré sem ég setti á kran­sa­kök­una en hún sker einnig út kortaskilti sem ég hafði ofan á kor­ta­kass­an­um. Við vild­um ekk­ert flækja kor­ta­kassa­mál­in en við notuðum kassa sem ég keypti í Söstrene Grene og skar út op í lokið og hafði fal­lega kortaskiltið ofan á hon­um.

Á miðju veislu­borðinu var ég með tré­kassa sem ég átti niðri í geymslu og lakkaði hvít­an. Á hon­um var ég með kerta­stjaka og blóm í stór­um vasa sem ég setti sam­an. Ég var með rós­ir í þrem­ur litatón­um, hvítt brúðarslör, bleik­ar nellik­ur og euca­lypt­us sem ég raðaði í vendi á veislu­borðið, gjafa­borðið og á borðin í saln­um.“

Trékassann á veisluborðinu lakkaði Valla hvítan og setti á hann …
Tré­kass­ann á veislu­borðinu lakkaði Valla hvít­an og setti á hann kerta­stjaka og blóm í stór­um vasa, rós­ir í þrem­ur litatón­um, hvítt brúðarslör, bleik­ar nellik­ur og euca­lypt­us. Ljós­mynd/​Aðsend

Týpísk­ar mynd­ir tekn­ar í sum­ar­frí­um og í hvers­dags­leik­an­um

Eitt af því sem vert er að skipu­leggja vel er ferm­ing­ar­mynda­tak­an en flest­ir fara í mynda­tök­una fyr­ir ferm­ing­ar­dag­inn og for­sýna mynd­irn­ar í ferm­ing­ar­veisl­unni sjálfri.

„Við fór­um í ferm­ing­ar­mynda­töku hjá Ei­ríki Inga ljós­mynd­ara tölu­vert fyr­ir ferm­ing­ar­dag­inn sjálf­an til þess að nýta ferm­ing­ar­mynd­irn­ar í veisl­unni. Við prentuðum út nokkr­ar mynd­ir sem við hengd­um á borða auk þess sem við röðuðum nokkr­um mynd­um í ramma sem við höfðum á gjafa­borðinu. Það kom mjög skemmti­lega út,“ seg­ir Valla og bæt­ir við að þau hafi líka boðið upp á mynda­sýn­ingu í veisl­unni.

„Það mælt­ist mjög vel fyr­ir og gest­un­um fannst al­veg dá­sam­legt að fá að sjá mynd­ir af ferm­ing­ar­barn­inu á ýms­um aldri. Flest­ar þess­ara mynda hafði eng­inn séð enda týpísk­ar mynd­ir sem maður tek­ur í sum­ar­frí­um og í hvers­dags­leik­an­um og eru síðan fast­ar í ein­hverju skýi sem eng­inn fær að sjá.

Við leigðum einnig mynda­kassa og bak­grunn með sem vakti mikla lukku. Við vor­um með hann frammi á gang­in­um og það er bæði gam­an að fá þess­ar mynd­ir og minn­ing­ar úr veisl­unni en einnig er þetta ákveðin afþrey­ing fyr­ir veislu­gest­ina.“

Hvað var það sem ykk­ur mæðgun­um fannst standa upp úr á ferm­ing­ar­deg­in­um?

„Hvað það var ynd­is­legt að hitta fólkið sitt og gleðjast sam­an yfir góðu kaffi. Það var svo mik­il gleði og ham­ingj­an var nær áþreif­an­leg. Það spilaði allt svo vel sam­an, ferm­ing­ar­at­höfn­in sjálf, veðrið var bjart og fal­legt og veit­ing­arn­ar eins og þær ger­ast best­ar. Agnes var svo ham­ingju­söm með allt og við fjöl­skyld­an svíf­um enn á bleiku skýi eft­ir þenn­an full­komna dag,“ seg­ir Valla með bros á vör.

Mynd­irn­ar segja meira en þúsund orð.

Boðið var upp á smurbrauð frá veisluþjónustu Ikea í veislunni …
Boðið var upp á smur­brauð frá veisluþjón­ustu Ikea í veisl­unni sem slógu í gegn. Ljós­mynd/​Aðsend
Á veisluborðinu voru litlar kókoskúlur og sjónvarpskökubitar á þriggja hæða …
Á veislu­borðinu voru litl­ar kó­kos­kúl­ur og sjón­varp­s­köku­bit­ar á þriggja hæða bakka, brownies-bit­ar frá Passi­on-baka­rí­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
Við gjafaborðið var hengdur upp borði með nokkrum myndum Agnesar …
Við gjafa­borðið var hengd­ur upp borði með nokkr­um mynd­um Agnes­ar og á borðinu voru líka nokkr­ar í ramma. Það kom mjög skemmti­lega út. Ljós­mynd/​Aðsend
Bakkelsi fyrir yngir kynslóðina.
Bakk­elsi fyr­ir yng­ir kyn­slóðina. Ljós­mynd/​Aðsend
Kaffihlaðborðið var vel dekkað af kræsingum.
Kaffi­hlaðborðið var vel dekkað af kræs­ing­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert