Ítölsk sælkeraveisla í Vesturbænum

Sigurður Breki Kárason, fékk ósk sína uppfyllta þegar kransakakan í …
Sigurður Breki Kárason, fékk ósk sína uppfyllta þegar kransakakan í KR-litunum var borin fram í fermingarveislunni. Ljósmyndir/Áslaug Snorradóttir

Mat­argyðjan og frum­kvöðull­inn í mat­ar­gerð Áslaug Snorra­dótt­ir gerði sér lítið fyr­ir og töfraði fram ít­alska sæl­kera­veislu fyr­ir ferm­ing­ar­dreng­inn Sig­urð Breka Kára­son árið 2023.

Sig­urður Breki er KR-ing­ur og fermd­ist 1. apríl árið 2023 í Nes­kirkju og fagnaði tíma­mót­un­um með ætt­ingj­um og vin­um á heim­ili sínu í Vest­ur­bæn­um í Reykja­vík. For­eldr­ar hans, Hjör­dís Sól­ey Sig­urðardótt­ir og Kári Gunn­ars­son, fengu Áslaugu með sér í lið til að setja sam­an sæl­keramat­seðil eft­ir ósk­um ferm­ing­ar­drengs­ins en Áslaug er ein­stak­lega fær á sínu sviði bæði sem ljós­mynd­ari og veislu­sér­fræðing­ur.

Sigurður Breki var alsæll með fermingardaginn og ítölsku sælkeraveisluna.
Sig­urður Breki var al­sæll með ferm­ing­ar­dag­inn og ít­ölsku sæl­kera­veisl­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún sam­ein­ar margs kon­ar list­form í störf­um sín­um og er þekkt fyr­ir ein­staka sköp­un­ar- og litagleði sem sjá má þegar hún set­ur sam­an veislu. Hvert smá­atriði er tekið fyr­ir og það er æv­in­týra­legt að sjá hvernig henni tekst að laða fram fal­leg­ar og lit­rík­ar kræs­ing­ar sem fanga augað.

Feg­urð, flæði og gleði

Hvernig berðu þig að þegar þú und­ir­býrð og set­ur sam­an ferm­ing­ar­veislu eins og þú gerðir fyr­ir Sig­urð Breka?

„Mér finnst mik­il­vægt að skapa ógleym­an­lega stund og að ferm­ing­in snú­ist aðallega um ferm­ing­ar­barnið og fjöl­skyldu þess. Alltaf þegar ég hanna veisl­ur hitti ég fólkið á heima­velli og þá kem­ur ósjálfrátt rétta flæðið í veisl­una. Mér finnst mjög mik­il­vægt að hitta ferm­ing­ar­barnið og spjalla við það því að krakk­ar eru sniðugir og frjó­ir í hugs­un. Gott er að byrja á því að velja staðsetn­ing­una og skipu­leggja svo veisl­una út frá því með feg­urð, flæði og gleði. Mik­il­væg­ast er að þetta verði ógleym­an­leg stund fyr­ir ferm­ing­ar­barnið.“

Þegar kom að því að velja þema fyr­ir þessa veislu, hvar fékkstu inn­blástur­inn?

„Stemn­ing­in fyr­ir ferm­ing­una kom strax í léttu spjalli heima hjá fjöl­skyld­unni sem býr við Haga­mel í Vest­ur­bæn­um. Heim­ilið er bjart og ein­stak­lega fal­legt með þeirra stíl sem sagði mér strax að fólkið væri mjög skap­andi.

Fjöl­skylda ferm­ing­ar­barns­ins hef­ur ferðast mikið um Ítal­íu gegn­um árin og kann því vel að meta ít­alska mat­ar­gerð og þá var þemað fyr­ir veisl­una komið. Úr varð lit­ríkt vor-„buf­fet“ með grillið úti á svöl­um og Mela­búðina á næsta horni. Ferm­ing­ar­dreng­ur­inn er KR-ing­ur og kran­sakak­an heiðraði fé­lagið með svart-hvítu þema. Eins stung­um við KR-spjót­um í mel­ón­ur en á þeim voru syk­ur­púðar og lakk­rís,“ seg­ir Áslaug með bros á vör.

„Það var margt sem fangaði mín augu og veitti mér inn­blást­ur á heim­ili þeirra. Til að mynda var Camp­bell’s-súpa An­dys War­hol á vegg á heim­il­inu sem varð að hug­mynd um zuppa di pomodoro í bollu­skál, sem er köld súpa úr fersk­um tómöt­um, basilíku og hvít­lauk í drykkjar­formi.

Bökuðu fal­leg­ar grissini-stang­ir

Fjöl­skyldumeðlim­irn­ir eru mikl­ir mat­gæðing­ar og bjuggu til eitt og annað heima fyr­ir veislu­borðið. Við bökuðum súper góðar og fal­leg­ar grissini-stang­ir, þær voru bakaðar extra lang­ar og fóru því vel í glær­um vös­um, og með þeim var boðið upp á rautt og grænt pestó.

Í sam­ein­ingu ákváðum við að vera með nokkr­ar stöðvar, ef svo má kalla, með ít­ölsk­um kræs­ing­um sem hægt var að leika sér með og raða sam­an. Við vor­um með hell­ing af regn­bogatómöt­um og basilíku frá Sól­heim­um, pitsur frá Olifa, salsiccia-pyls­ur sem við grilluðum frá Tariello í Þykkvabæn­um ásamt salami og boðið var upp á tún­fisk frá Sikiley sem hann flyt­ur inn,“ seg­ir Áslaug og bæt­ir við að þessi upp­taln­ing sé aðeins brot af því sem í boði var.

Veggmynd Andys Warhol af Campbell’s-súpu veitti Áslaugu innblástur í undirbúningi …
Vegg­mynd An­dys War­hol af Camp­bell’s-súpu veitti Áslaugu inn­blást­ur í und­ir­bún­ingi fyr­ir veislukræs­ing­arn­ar.
Boðið var upp á túnfiskbar, þar sem túnfiskurinn frá Sikiley …
Boðið var upp á tún­fisk­b­ar, þar sem tún­fisk­ur­inn frá Sikiley var í aðal­hlut­verki ásamt eggj­um, vor­lauk, kapers, ólíf­um og maj­ónesi. Ljós­mynd/Á​slaug Snorra­dótt­ir
Guðdómlegar pitsur frá Olifa – La Madre Pizza prýddu ítalska …
Guðdóm­leg­ar pitsur frá Olifa – La Madre Pizza prýddu ít­alska sæl­kera­borðið. Ljós­mynd/Á​slaug Snorra­dótt­ir
Ljós­mynd/Á​slaug Snorra­dótt­ir
Fjölskyldan saman komin á fermingardaginn, Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Styrmir Máni …
Fjöl­skyld­an sam­an kom­in á ferm­ing­ar­dag­inn, Hjör­dís Sól­ey Sig­urðardótt­ir, Styrm­ir Máni Kára­son, Kári Gunn­ars­son, Sól­ey Kára­dótt­ir og Sig­urður Breki. Ljós­mynd/Á​slaug Snorra­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert