Svona færðu kæliskápinn til að ilma eins og blómaengi í Provence

Þeir sem hafa komið til Provence í Frakklandi vita að …
Þeir sem hafa komið til Provence í Frakklandi vita að svæðið ilmar alveg einstaklega vel. mbl.is/Unsplash

Á Alþjóðadegi franskr­ar tungu geta þeir sem vilja klætt sig upp á í Sonia Rykiel-galla­bux­urn­ar sín­ar, farið í þverrönd­ótt­an Chanel-bol og sett á sig rauðan klút. Spilað tónlist með Edith Piaf og eldað girni­lega franska önd (e. Con­fit de Can­ard) svo eitt­hvað sé nefnt. En þá er eins gott að kæliskáp­ur­inn lykti ekki eins og dag­inn eft­ir þorra­blót. 

Fyr­ir þá sem elska góð hús­ráð, þá jafn­ast fátt á við lúx­us­inn að opna kæliskáp­inn að morgni og á móti manni taki dá­sam­leg­ur ilm­ur af sítr­ón­um, app­el­sín­um, myntu og vanillu svo dæmi séu tek­in. Af hverju ekki að teygja sig í efstu hill­una í þess­um mál­um sem öðrum?

Hér koma fimm góð ráð til að láta kæliskáp­inn ilma eins og blóma­engi í Provence-héraði Frakk­lands.

Það þarf ekki að kosta mikið að hafa glæsilegt í …
Það þarf ekki að kosta mikið að hafa glæsi­legt í kring­um sig. Að vera með hrein­an kæliskáp er stór hluti af sjálfs­rækt. mbl.is/​Unsplash

Settu girni­lega ilmblöndu á hell­una

Áður en farið er í að hreinsa út úr kæliskápn­um er gott að finna til app­el­sínu, sítr­ónu, vanillu- stöng, myntu og annað góðmeti sem gæti hentað til að láta eld­húsið og seinna kæliskáp­inn ilma eins og blóma­engi.

Mik­il­vægt er að hafa í huga að nota ein­ung­is mat­vör­ur og krydd sem mega vera í ná­lægð við mat­væli. 

Gott er að slökkva á hell­unni eft­ir 20 mín­út­ur á lág­um hita og leyfa ilmblönd­unni að ná stofu­hita hægt og ró­lega. 

Að setja sítrónur, lime, piparmyntu og fleira í vökvaformi inn …
Að setja sítr­ón­ur, lime, pip­ar­myntu og fleira í vökv­a­formi inn í kæliskáp­inn er góð hug­mynd. mbl.is/​Unsplash

Taktu mat­vör­urn­ar út úr kæliskápn­um

Ef þú vilt spara í mat­ar­inn­kaup­um þá er besta ráðið að taka reglu­lega allt út úr kæliskápn­um í einu. Taktu út sorpílát­in þín í leiðinni og byrjaðu að raða og flokka mat­væli sem eru kom­in á tíma. 

Taktu sér­stak­lega eft­ir því sem þú ert að kaupa reglu­lega í mat­vöru­versl­un­um og ekki að nota. 

Það sem er gott að gera í þessu ferli er að finna ílát und­ir ávexti, græn­meti, gos­dós­ir og fleira í þeim dúrn­um svo að kæliskáp­ur­inn sé aðgengi­leg­ur og góður til notk­un­ar þegar elda skal.

Hér er mælt með því að und­ir­búa að kæliskáp­ur­inn líti sem best út, því við byrj­um á að borða með aug­un­um. Ekki satt?

Þrífðu kæliskáp­inn vel

Sum­ir þrífa kæliskáp­inn hjá sér reglu­lega á meðan aðrir gera það sjaldn­ar og jafn­vel bet­ur. Venju­legt vinn­andi fólk hef­ur ekki tíma til að verja heilu dög­un­um inni í kæliskápn­um sín­um, svo best er án efa að þrífa hann reglu­lega og að mikla ekki ferlið fyr­ir sér. 

Mælt er með því að nota þvotta­lög sem hent­ar í kring­um mat­vör­ur, svo sem nokkra dropa af upp­vösk­un­ar­legi ofan í volgt vatn í skál. Eins má nota mat­ar­sóta út í volgt vatn. Edik get­ur gert krafta­verk (1:1 edik og volgt vatn) á þráláta mat­ar­bletti sem vilja síður fara með hinum efn­un­um. 

Ilm­andi bland­an er sett inn í kæliskáp­inn

Þeir sem hafa verið að eiga við þrálát­an ilm í kæliskápn­um geta sett skál eða glas með ilmblönd­unni af hell­unni inn í kæliskáp­inn sinn. Gott er að skera eina ferska sítr­ónu til helm­inga og leyfa henni að vera í kæliskápn­um yfir nótt á litl­um diski. Svo er bara að raða inn í kæliskáp­inn og njóta!

Af hverju ekki að hafa glæsilegt inni í kæliskápnum? Það …
Af hverju ekki að hafa glæsi­legt inni í kæliskápn­um? Það gef­ur góða til­finn­ingu og sum­ir segja að við byrj­um að borða með aug­un­um. mbl.is/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert