Er kominn tími á pasta hertogaynjunnar af Sussex?

Matreiðsluþættirnir „With Love, Meghan“ voru frumsýndir á Netflix 4. mars.
Matreiðsluþættirnir „With Love, Meghan“ voru frumsýndir á Netflix 4. mars. mbl.is/AFP

Ef þú vilt prófa að elda af ást líkt og Meg­h­an Markle ger­ir í mat­arþátt­un­um sín­um „With Love, Meg­h­an“ á Net­flix, þá þarftu ekki að rækta þitt eigið græn­meti né flækja hlut­ina eins og sum­ir vilja meina. 

Áhorf­end­ur mat­reiðsluþátt­anna eru ekki á einu máli um gæði þeirra, en það sem vek­ur at­hygli núna er að sí­fellt fleiri eru að vakna til vit­und­ar um að gleðin er mik­il­væg­ari en full­komn­un í eld­hús­inu og svo virðist pasta­rétt­ur her­togaynj­unn­ar vera að slá í gegn.

All­ar fal­leg­ustu kon­ur heims virðast eiga sinn eig­in pasta­rétt. Hver man ekki eft­ir sítr­ón­ur­jómap­ast­anu henn­ar Sophiu Lor­en sem dæmi?

Mat­ar­vef­ur mbl.is mæl­ir með því að hver dæmi fyr­ir sig og prófi að elda pasta her­togaynj­unn­ar um helg­ina. 

Er kominn tími á pasta hertogaynjunnar af Sussex?

Vista Prenta

Pasta her­togaynj­unn­ar af Sus­sex

Hertogaynjan setur allt hráefnið í eina pönnu og heitt vatn …
Her­togaynj­an set­ur allt hrá­efnið í eina pönnu og heitt vatn yfir sem er látið sjóða í nokkr­ar mín­út­ur þar til pastað er til­búið. mbl.is/​Net­flix
  • 1 bakki af kirsu­berjatómöt­um
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 1/​8 te­skeið af rauðum pip­ar flög­um
  • 1/​4 bolli af olívu­olíu
  • smá­veg­is salt
  • spa­gettí pasta fyr­ir tvo
  • 1 sítr­óna - skrap af berk­in­um
  • 3 boll­ar af heitu vatni
  • hand­fylli af fersku græn­káli
  • 1 lítið búnt af beðju (e. swiss ch­ard)
  • Hálf­ur bolli af rifn­um fersk­um Pecor­ino Romano eða par­mes­an osti. 
Mikilvægt er að hræra reglulega í réttinum svo pastað festist …
Mik­il­vægt er að hræra reglu­lega í rétt­in­um svo pastað fest­ist ekki við pönn­una. mbl.is/​Net­flix

Aðferð:

  1. Hitið vatn í katli eins og her­togaynj­an ger­ir í þætt­in­um sín­um
  2. Setjið stóra pönnu á hell­una og stillið á meðal­hita. 
  3. Setjið á pönn­una tóm­at­ana, hvít­lauk­inn, pip­ar­inn, oli­ve ol­í­una, salt, spaghettí og rif­inn sítr­ónu­börk eft­ir smekk. 
  4. Hellið 3 boll­um af heitu vatni yfir það sem er komið á pönn­una og setjið lok á hana. 
  5. Hækkið aðeins und­ir pönn­una og takið lokið af eft­ir 3 mín­út­ur. Þá má byrja að hræra í past­anu svo það fest­ist ekki við pönn­una. Setjið síðan lokið aft­ur á pönn­una. 
  6. Haldið áfram að fylgj­ast með past­anu á pönn­unni og eft­ir fimm mín­út­ur má bæta við kál­inu og Ch­ar­dinu. 
  7. Eft­ir sjö til átta mín­út­ur, þegar pastað er til­búið má setja ost­inn yfir og halda áfram að hræra í past­anu á pönn­unni þangað til það ligg­ur í einskon­ar ljósri sósu. 
Gleðin ræður ríkjum í eldhúsi hertogaynjunnar frekar en fullkomnun.
Gleðin ræður ríkj­um í eld­húsi her­togaynj­unn­ar frek­ar en full­komn­un. mbl.is/​Net­flix
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert