Dubai-súkkulaði páskaeggin sem allir verða að prófa

Dubai-súkkulaðið hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu svo …
Dubai-súkkulaðið hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu svo nú dugar ekkert minna en að prófa að gera páskaegg í þeim anda. mbl.is/Aðsend

Það kann­ast án efa marg­ir við bak­ar­ann Elen­oru Rós Georgs­dótt­ur sem vakið hef­ur at­hygli að und­an­förnu fyr­ir ein­staka hæfi­leika sína í eld­hús­inu. Hér gef­ur hún les­end­um ein­falda upp­skrift að Dubai-súkkulaði páska­eggj­um sem munu án efa slá í gegn á heim­il­um lands­manna um pásk­ana. 

„Ég var að passa litlu frænk­ur mín­ar alla síðustu helgi og ákváðum við að taka smá for­skot á sæl­una þar sem ég fer aft­ur til London bráðlega og fór­um við í páska­eggja­leit með litl­um Dubai-eggj­um. Það sló al­gjör­lega í gegn!

Eldri frænka mín, sem er níu ára, er al­gjör­lega með putt­ann á púls­in­um tengt öllu því sem er vin­sælt núna. Hún vildi gera með mér Dubai-súkkulaði. Ég ákvað að auðvelda mér aðeins ferlið og nýta litlu páska­egg­in í upp­skrift­ina. Við eydd­um ein­um degi í að út­búa egg­in sem slógu held­ur bet­ur í gegn hjá öll­um á heim­il­inu,“ seg­ir Elen­ora Rós Georgs­dótt­ir met­sölu­höf­und­ur og bak­ari. 

Það var níu ára frænka Elinoru sem fékk hana til …
Það var níu ára frænka El­in­oru sem fékk hana til að prófa sig áfram með upp­skrift að Dubai-súkkulaði páska­eggj­um. mbl.is/​Aðsend

Elen­ora hef­ur sagt frá því í fjöl­miðlum hvernig eld­húsið á fjöl­skyldu­heim­ili henn­ar hafi ávallt verið gríðarstaður­inn henn­ar og að hún hafi byrjað að æfa sig með móður sinni í eld­hús­inu mjög ung að aldri. Elen­ora var fjór­tán ára þegar hún fékk fyrsta launaða starfið í baka­ríi og hef­ur ekki litið til baka síðan. Hún er nú bú­sett í London og deil­ir hér með les­end­um Mat­ar­vefs­ins góm­sætu Dubai-súkkulaði páska­eggja­upp­skrift­inni sem all­ir ættu að prófa að gera með börn­un­um í eld­hús­inu. 

„Ég tók ný­verið við starfi í virki­lega flottu baka­ríi í London. Þangað flutti ég fyr­ir um tveim­ur árum síðan til að öðlast meiri reynslu sem bak­ari en einnig því ég heillaðist svo af borg­inni og menn­ing­unni og langaði að prófa eitt­hvað nýtt. Ég hef stækkað mikið sem mann­eskja og öðlast þekk­ingu sem ég hefði aldrei getað öðlast sem bak­ari hér heima. Þetta hef­ur verið oft og tíðum mjög krefj­andi en á sama tíma al­gjör­lega magnað og einn besti tími lífs míns. Baka­ríið sem ég vinn í úti er mjög þekkt og nýt­ur mik­illa vin­sælda í London. Þau eru að töfra fram al­gjör lista­verk en eru samt í frek­ar „rustic“ stíl sem höfðar vel til mín. Ég hef fengið að kynn­ast og lært af al­veg mögnuðum bök­ur­um síðan ég flutti út og nýt þess mikið að læra um nýj­ar aðferðir, ný hrá­efni og fá tæki­færi til að skapa meðal svona hæfi­leika­ríks fólks,“ seg­ir Elen­ora. 

Dubai-súkkulaði páskaeggin sem allir verða að prófa

Vista Prenta

Dubai-súkkulaði páska­egg

  • 15 lít­il páska­egg 
  • Einn kassi jarðaber
  • 400 g pist­asíukrem
  • 300-400 g Kataifi
  • 60 g smjör
  • Smá salt

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera topp­inn af litlu eggj­un­um.
  2. Skerið Kataifi deigið niður í smærri ein­ing­ar.
  3. Bræðið næst smjörið á pönnu við væg­an hita. Þegar smjörið er allt bráðið fer Kataifi-ið út á pönn­una og steikt þar til það er orðið gull­in­brúnt.
  4. Setjið pist­asíukremið í skál og þegar deigið er orðið gull­in­brúnt er þessu öllu blandað vel sam­an ásamt smá­veg­is af salti.
  5. Skerið jarðaber­in smátt niður og byrjið á að fylla botn­inn í eggj­un­um með jarðaberj­um.
  6. Setjið næst pist­asíu­fyll­ing­una í egg­in og skreytið fal­lega. Þá eru þið kom­in með góm­sæt Dubai-súkkulaði páska­egg!
Það getur verið góð hugmynd að gera lítil egg fyrir …
Það get­ur verið góð hug­mynd að gera lít­il egg fyr­ir pásk­ana. mbl.is/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert