Stutta leiðin að góðu stroganoffi

Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemum kann að stytta sér …
Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemum kann að stytta sér leiðir þegar kemur að matargerð. mbl.is/Aðsend

Okk­ur hætt­ir til þess að of­hugsa hlut­ina þegar kem­ur að kvöld­matn­um. Ekki síst þegar heim er komið eft­ir lang­an vinnu­dag og maður þráir ekk­ert meira en að setj­ast niður með fjöl­skyld­unni og bjóða upp á góðan mat. 

„Ég elska þegar það er hægt að stytta sér leið með góðum rétti og út­kom­an verður und­ur­sam­leg,“ seg­ir Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­um sem hef­ur töfrað fram und­ur­sam­lega upp­skrift að ein­földu stroganoffi sem mjög marg­ir ættu að ráða við að gera í eld­hús­inu heima hjá sér. Upp­skrift­in er ekta hvers­dags­mat­ur sem tek­ur enga stund að út­búa!

Stutta leiðin að góðu stroganoffi

Vista Prenta

Stroganoff-upp­skrift

Fyr­ir 4-5 manns

  • 600 g ungnautafile (má líka vera sirlon/​annað)
  • 250 g svepp­ir að eig­in ósk
  • ½ lauk­ur
  • 3 hvít­lauksrif
  • 1 pk. TORO stroganoff gryte
  • 500 ml rjómi
  • 300 ml vatn
  • 1 msk. nautakraft­ur
  • 1 msk. tim­i­an
  • 1 tsk. dijon sinn­ep
  • 400 g pasta/​taglia­telle
  • Smjör til steik­ing­ar
  • Bezt á nautið krydd

Aðferð:

  1. Skerið kjötið niður í þunn­ar sneiðar, steikið upp úr smjöri þar til það brún­ast á öll­um hliðum og kryddið með Bezt á nautið kryddi, takið síðan af pönn­unni.
  2. Bætið smjöri á hana að nýju og steikið nú sveppi og lauk þar til það fer að mýkj­ast, bætið þá rifn­um hvít­lauk sam­an við og steikið sam­an áfram stutta stund.
  3. Bætið nú vatni, rjóma og krafti á pönn­una og hrærið TORO stroganoff-grýt­unni sam­an við, blandið vel.
  4. Bragðbætið síðan með dijon-sinn­epi og fersku tim­i­an og berið fram með soðnu pasta/​taglia­telle og góðu brauði.
Stroganoff er góður heimilismatur sem þarf ekki að vera flókið …
Stroganoff er góður heim­il­is­mat­ur sem þarf ekki að vera flókið að út­búa. mbl.is/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert