Andaconfit á hvolfi táknræn fyrir staðinn

Andalæri borið fram með smælki, rósmarínmajónesi, salati með tómötum og …
Andalæri borið fram með smælki, rósmarínmajónesi, salati með tómötum og sultuðum rauðlauk ásamt rifnum ostinum Feyki og appelsínusoðsósu. mbl.is/Karítas

Einn vin­sæl­asti rétt­ur­inn á mat­seðlin­um á veit­ingastaðnum Duck and Rose, sem staðsett­ur er í hjarta miðborg­ar­inn­ar í Aust­ur­stræti, er con­fit anda­læri borið fram með smælki í rós­marín-maj­ónessósu, ost­in­um Feyki, sal­ati með tómöt­um og sultuðum rauðlauk.

Hér er á ferðinni rétt­ur með frönsku ívafi en Frakk­ar eru rómaðir fyr­ir að mat­reiða ljúf­feng anda­læri sem bráðna í munni.

Mar­grét Rík­h­arðsdótt­ir yfir­kokk­ur og einn eig­andi staðar­ins elsk­ar fátt meira en að gleðja mat­ar­gesti með góðum mat og á heiður­inn af upp­skrift­inni að þess­um mar­grómaða rétti.

Margrét Ríkharðsdóttir er einn eigenda veitingastaðarins Duck and Rose og …
Mar­grét Rík­h­arðsdótt­ir er einn eig­enda veit­ingastaðar­ins Duck and Rose og er kon­an á bak við rétt­inn mar­grómaða: con­fit-anda­lærið ljúfa. mbl.is/​Karítas

Á mat­seðlin­um frá upp­hafi

Staður­inn Duck and Rose var opnaður í maí árið 2020 og var stofnaður af fjöl­breytt­um hópi fólks úr veit­inga­geir­an­um.

„Ég kem þar inn í apríl sama ár sem yfir­kokk­ur staðar­ins og hef því verið með frá upp­hafi. Ég sá um að þróa mat­seðil­inn og búa til rétt­ina, sem sum­ir hverj­ir prýða enn mat­seðil­inn. Meðal ann­ars þenn­an rétt sem ég ætla að gefa ykk­ur upp­skrift­ina að, sem enn nýt­ur mik­illa vin­sælda. Við eig­um nokkra góða rétti til viðbót­ar sem hafa verið á mat­seðlin­um óbreytt­ir frá byrj­un og við erum hvað þekkt­ust fyr­ir en það er líka burrata-ost­ur­inn og rigat­oni-pasta með trufflusósu,“ seg­ir Mar­grét sposk á svip.

Duck and Rose býður upp á fjöl­breytt­an mat­seðil en létt og heiðarleg mat­reiðsla ein­kenn­ir staðinn og hef­ur gert frá byrj­un.

„Ætl­un­in var að vera með franska mat­ar­gerð að leiðarljósi en stefn­an hef­ur þó breyst ögn á miðri leið og í dag er meira farið út í ít­alskt þema þó svo við séum auðvitað líka með franska klass­íska rétti. Mikið er um anda­rétti eins og nafn staðar­ins vís­ar í. Einnig bjóðum við gott úr­val af rósa­víni og stór part­ur staðar­ins er skreytt­ur rósa­vegg svo þar kem­ur líka teng­ing við nafnið. Kór­ón­an sem prýðir rósa­vegg­inn inni á miðju rým­is­ins er í raun andacon­fit á hvolfi, en önd­in er tákn­ræn fyr­ir veit­ingastaðinn,“ seg­ir Mar­grét og bros­ir.

Á einu fal­leg­asta horn­inu við Aust­ur­völl

Það má segja að staður­inn sé á einu fal­leg­asta horni borg­ar­inn­ar við Aust­ur­völl og á góðvirðis­dög­um er hægt að sitja úti og njóta mat­ar­ins og veðurs­ins sam­tím­is. „Fal­lega úti­svæðið okk­ar er krúnu­djásnið þar sem skemmti­leg­ast er að vera þegar sól­in byrj­ar að skína. Það stytt­ist óðum í sól­ina, er ég sann­færð um, og við hlökk­um mikið til þegar hún byrj­ar að skína.“

Mar­grét gef­ur les­end­um hér upp­skrift­ina að anda­lær­inu ásamt meðlæti. „Við ber­um önd­ina fram með fersku sal­ati frá Vaxa, sultuðum rauðlauk, kirsu­berjatómöt­um, smælki sem er velt upp úr rós­marín­majónesi og rétt­ur­inn er toppaður með ost­in­um Feyki og app­el­sínu­soðsósu. Anda­lær­in er hægt að hæg­elda dag­inn fyr­ir notk­un til að spara sér tíma og það sama má segja um sós­una, rós­marín­majónesið og rauðlaukssult­una.“

Andalærið er matreitt og borið fram á franska vísu og …
Anda­lærið er mat­reitt og borið fram á franska vísu og hægt er að leika sér með meðlætið eft­ir smekk hvers og eins. mbl.is/​Karítas

Andaconfit á hvolfi táknræn fyrir staðinn

Vista Prenta

Anda­læri borið fram með smælki, rós­marín­majónesi, sal­ati, Feyk­isosti og app­el­sínu­soðsósu

Anda­læri, soðsósa og sultaður rauðlauk­ur

Fyr­ir 4

  • 4 stk. fros­in, óelduð anda­læri
  • 2 eggj­ar­auður
  • 1 stk. Feyk­ir
  • 4 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 heill hvít­lauk­ur
  • 1 búnt timí­an, ferskt
  • 1 búnt rós­marín, ferskt
  • 1 kg smælki eða möndl­ukart­öfl­ur
  • 1 askja með blönduðu sal­ati frá Vaxa
  • 1 askja kirsu­berjatóm­at­ar
  • 2 stk. rauðlauk­ar
  • 1 stk. lauk­ur
  • 3 stk. sítr­ón­ur
  • 1 dós eða krukka af andafitu (1.500 g)
  • 6 stk. lár­viðarlauf
  • 2 msk. dijons­inn­ep
  • 500 ml ólífu­olía
  • 1 dl edik, epla­e­dik eða jap­anskt sus­hie­dik
  • 100 g púður­syk­ur
  • 1 l kjúk­linga­soð
  • 1 l app­el­sínusafi
  • 3 msk. hun­ang
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir elduð con­fit-anda­læri tek­ur 6-7 klukku­stund­ir.
  2. Byrjið á því að láta anda­lær­in þiðna og þerrið þau síðan.
  3. Saltið þau vel með grófu salti og leyfið þeim að standa í tvær klukku­stund­ir í kæli í því fati eða eld­föstu móti sem þið ætlið að elda þau í.
  4. Þegar tvær klukku­stund­ir eru liðnar skuluð þið dusta mesta saltið af lær­un­um.
  5. Bætið í fatið heil­um hvít­lauk sem er skor­inn í tvennt, helm­ingn­um af timí­an­búnt­inu eða um það bil 25 g, sex stykkj­um af lár­viðarlaufi og hellið síðan andafit­unni, um það bil 750 g, yfir lær­in og reynið að hylja þau.
  6. Lokið þá fat­inu með loki eða álp­app­ír.
  7. Bakið í ofni við 105°C hita á blæstri.
  8. Það þarf ekki að for­hita ofn­inn. Látið lær­in eld­ast í 4-5 klukku­stund­ir eða þar til kjötið er við það að falla af bein­un­um.
  9. Ef lær­in eru kæld í fit­unni geym­ast þau þannig í kæli í allt að mánuð.
  10. Á meðan anda­lær­in eru að eld­ast er gott að byrja á sós­unni en hana þarf að sjóða niður um að minnsta kosti helm­ing, jafn­vel meira, en það fer eft­ir smekk hvers og eins.
  11. Það er mjög gott að gera sós­una í ró­leg­heit­um og nostra við hana.

App­el­sínu­soðsós­an

  1. Byrjið á að skera lauk­inn í bita.
  2. Bitarn­ir mega vera gróf­ir því lauk­ur­inn er sigtaður frá í lok­in.
  3. Skerið sex hvít­lauks­geira í helm­ing. Byrjið á því að hita pott sem rúm­ar tvo lítra.
  4. Setjið smá olíu í pott­inn.
  5. Bætið við lauk, hvít­lauk og það sem eft­ir er af timí­an.
  6. Brúnið þar til þetta er orðið gull­in­brúnt á lit.
  7. Bætið nú við kjúk­linga­soði, app­el­sínusafa og hun­angi. Látið suðuna koma upp en lækkið svo og leyfið þessu að krauma á meðan sós­an sýður niður.
  8. Þegar sós­an er búin að sjóða nægi­lega mikið niður skuluð þið sigta hana.
  9. Síðan er hægt að sjóða upp sós­una þegar á að bera hana fram.

Sultaður rauðlauk­ur

  1. Skerið lauk­inn í fín lauf. Hitið pott upp í meðal­hita.
  2. Bætið við 2 msk. af ólífu­olíu.
  3. Setjið rauðlauk­inn í pott og byrjið að mýkja hann.
  4. Bætið næst við ed­iki og púður­sykri.
  5. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla við lægsta hita í um það bil 20 mín­út­ur eða þar til allt er orðið mjúkt og vökvinn hef­ur soðið ör­lítið niður.
  6. Rauðlaukssult­an geym­ist í kæli í allt að mánuð.

Rós­marín­majónes

  • 2 eggj­ar­auður
  • 4 msk. sítr­ónusafi eða jap­anskt edik
  • 2 msk. dijons­inn­ep
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • 180 ml ólífu­olía
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • Rós­marínn­ál­ar af 4 stilk­um
  • 6-8 spínatlauf til að fá græn­an lit (má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í bland­ara og blandið sam­an á hæstu still­ingu eða þar til þetta er komið vel sam­an.
  2. Ef bland­ar­inn er ekki kraft­mik­ill setjið þá allt út í nema ol­í­una og hellið henni í mjórri bunu ofan í.

Smælki og loka­eld­un á anda­læri

  1. Þegar eld­un fer að ljúka á anda­lær­um er gott að fara að huga að kart­öfl­un­um og sal­at­inu og gera allt klárt fyr­ir lokaund­ir­bún­ing.
  2. Þegar hæg­eld­un er lokið á önd­inni má gera ráð fyr­ir um klukku­tíma þar til hægt er að bera rétt­inn fram.
  3. Hitið ofn­inn upp í 180°C með blæstri.
  4. Skerið smælkið til helm­inga og setjið í eld­fast mót með salti, pip­ar og ólífu­olíu eða and­arfitu.
  5. Bakið smælkið í 40-50 mín­út­ur eða þar til það er orðið gull­in­brúnt og stökkt.
  6. Þegar 30 mín­út­ur eru eft­ir af bakstr­in­um takið þið lær­in upp úr fit­unni og leggið í eld­fast mót og bakið með kart­öfl­un­um til þess að fá húðina stökka.
  7. Veltið síðan sal­at­inu upp úr ögn af ólífu­olíu, salti og pip­ar.
  8. Skerið kirsu­berjatóm­ata í báta og stráið yfir sal­atið ásamt rauðlaukssultu og graskers­fræj­um.
  9. Takið kart­öfl­urn­ar út þegar þær eru klár­ar og veltið upp úr rós­marín­majónes­inu og rífið síðan niður ost­inn Feyki.
  10. Hitið sós­una upp og berið önd­ina fram í allri sinni dýrð.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert