Belladonna-appelsínurnar frá Olifa seljast hratt upp

Belladonna-appelsínurnar frá Ítalíu rjúka út um leið og þær koma …
Belladonna-appelsínurnar frá Ítalíu rjúka út um leið og þær koma í verslanir. Samsett mynd

Það er app­el­sínu­gul stemn­ing á Íslandi þessa dag­ana, enda hafa Bella­donna-app­el­sín­urn­ar frá Olifa bók­staf­lega verið á allra vör­um. Þær rjúka út um leið og þær koma í versl­an­ir.

„Þess­ar safa­ríku, mjúku, sætu og ómót­stæðilegu app­el­sín­ur koma beint frá Suður-Ítal­íu og hafa þær vakið mikla at­hygli í ár eins og áður – hver ein­asta send­ing selst upp á mettíma,“ seg­ir Ása Reg­ins, eig­andi Olifa.

Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson eru eigendur Olifa og hafa …
Ása Reg­ins­dótt­ir og Emil Hall­freðsson eru eig­end­ur Olifa og hafa kynnt Íslend­ing­um sæl­kera­vör­ur frá Ítal­íu sem hafa slegið í gegn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Börk­ur­inn full­kom­lega ætur

Bella­donna-app­el­sín­urn­ar eru al­gjör­lega ómeðhöndlaðar. Eng­in eit­ur­efni eða varn­ar­efni eru notuð við rækt­un­ina og því er þunn­ur börk­ur­inn full­kom­lega ætur.

„Af þeim sök­um líta app­el­sín­urn­ar ekk­ert svo vel út að utan, enda hrein nátt­úru­leg afurð. Það er ljóst að þetta eru eng­ar venju­leg­ar app­el­sín­ur en þær eru þó auðþekkt­ar í versl­un­um í rauðum net­um merkt­um Olifa,“ bæt­ir Ása við.

Appelsínurnar eru ræktaðar án allra eiturefna og börkurinn á þeim …
App­el­sín­urn­ar eru ræktaðar án allra eit­ur­efna og börk­ur­inn á þeim er ætur. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við höf­um flutt inn Bella­donna-app­el­sín­urn­ar núna í fjög­ur ár og vin­sæld­irn­ar aukast með hverju ár­inu. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem kynn­ast þess­um ein­stöku ávöxt­um og bíða spennt­ir eft­ir hinni ár­legu upp­skeru sem er venju­lega í mars­mánuði. Þetta er árstíðarbund­in vara hjá okk­ur og við finn­um greini­lega fyr­ir vax­andi eft­ir­vænt­ingu á hverju ári. Það er kúnst að flytja inn ómeðhöndlaða ávexti til Íslands en með okk­ar ein­staka viðskipta­vina­hópi hef­ur þetta gengið frá­bær­lega vel fyr­ir sig. Við njót­um þess að þjóna okk­ar viðskipta­vin­um með góðum vör­um,“ seg­ir Ása að lok­um.

Appelsínutrén eru gullfalleg.
App­el­sínu­trén eru gull­fal­leg. Sam­sett mynd

Tvær fersk­ar app­el­sínu­send­ing­ar eru á leiðinni og koma í versl­an­ir Krón­unn­ar í dag. Olifa hvet­ur alla til að fylgj­ast vel með – því ef eitt­hvað er víst, þá er það að Bella­donna-app­el­sín­urn­ar hverfa hratt úr hill­un­um.

Ása Regins segir fátt betra en að njóta þessarar dýrðar.
Ása Reg­ins seg­ir fátt betra en að njóta þess­ar­ar dýrðar. Ljós­mynd/​Aðsend
Girnilegar eru þær.
Girni­leg­ar eru þær. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert