Langar þig að bjóða upp á sælkeravöfflur?

Vöfflur má bera fram með alls kyns kræsingum, bæði sætum …
Vöfflur má bera fram með alls kyns kræsingum, bæði sætum og ósætum. Ljósmynd/Unsplash

Í dag, 25. mars, er alþjóðlegi vöfflu­dag­ur­inn og þá er lag að bjóða upp á vöffl­ur í kvöld. Vöffl­urn­ar er hægt að bera fram með þeytt­um rjóma, fersk­um berj­um, sultu og bræddu súkkulaði með kaff­inu eða sem eft­ir­rétt. Það er líka hægt að gera góða kvöld­verði þar sem vöffl­ur eru í for­grunni. Þá er hægt að bera fram vöffl­ur með anda­læri eða kjúk­lingi með ein­hverju ómót­stæðilega góðu meðlæti sem kem­ur bragðlauk­un­um á flug.

Hér gef­ur að líta nokkr­ar upp­skrift­ir að vöffl­um og meðlæti ef ykk­ur lang­ar að skella í vöffl­ur í til­efni dags­ins.

Girnilegar vöfflur með pekanhnetukrönsi.
Girni­leg­ar vöffl­ur með pek­an­hnetu­krönsi. Ljós­mynd/​Eva Lauf­ey Kjaran
Vöfflurnar hennar Kaju er glútenlausar og ljúffengar.
Vöffl­urn­ar henn­ar Kaju er glút­en­laus­ar og ljúf­feng­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
Kartöfluvöfflur með spældu eggi ofan á ásamt kryddjurtum eru seðjandi …
Kart­öflu­vöffl­ur með spældu eggi ofan á ásamt kryd­d­jurt­um eru seðjandi og góðar. Ljós­mynd/​Unsplash
Focaccia-vaffla bor­in fram með reykt­um laxi, hleyptu eggi og epla- …
Focaccia-vaffla bor­in fram með reykt­um laxi, hleyptu eggi og epla- og sell­e­rísal­ati að hætti Mar­entzu Poul­sen. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Maísvaffla með unaðslega góðu avóka­dó- og kjúk­linga­sal­ati, skreytt með kryd­d­jurt­um …
Maísvaffla með unaðslega góðu avóka­dó- og kjúk­linga­sal­ati, skreytt með kryd­d­jurt­um sem gleðja augað úr smiðju Mar­entzu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Þessi uppskrift steinliggur.
Þessi upp­skrift stein­ligg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend
Vöfflur með lakkrís, eitt það frumlegasta sem sést hefur.
Vöffl­ur með lakk­rís, eitt það frum­leg­asta sem sést hef­ur. Ljós­mynd/​Hanna Thor­d­ar­son
Nýstárlegar vöfflur með granateplafræjum.
Ný­stár­leg­ar vöffl­ur með granatepla­fræj­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Ekta belgískar vöfflur sem bragð er af.
Ekta belg­ísk­ar vöffl­ur sem bragð er af. Ljós­mynd/​Aðsend

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert