Vanmerktur kjúklingur sem inniheldur soja

Varan er vanmerkt að hún innihaldi soja en soja er …
Varan er vanmerkt að hún innihaldi soja en soja er ofnæmisvaldur. Ljósmynd/Aðsend

Mat­væla­stofn­un vill vara neyt­end­ur sem hafa of­næmi eða óþol fyr­ir soja að neyta ekki Black garlic marín­eraðs kjúk­lings frá Stjörnugrís en var­an er van­merkt að hún inni­haldi soja en soja er of­næm­is­vald­ur. Fyr­ir­tækið hef­ur innkallað vör­una að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá MAST.

Ein­ung­is er verið að innkalla eft­ir­far­andi fram­leiðslu­lotu:

Vörumerki: Stjörnu­fugl

Vöru­heiti: Kjúk­ling­ur í black garlic

Lýs­ing á vöru: Hrár kjúk­ling­ur í black garlic mar­in­er­ingu.

Fram­leiðandi: Stjörnugrís

Rekj­an­lei­ka­upp­lýs­ing­ar: Lot­u­núm­er: 9999-25066

Best fyr­ir: 30.03.25

Strika­núm­er: 2107211009346

Geymslu­skil­yrði: kæli­vara

Dreif­ing­ar­listi: Costco, Kaup­tún 3, 210 Garðabær

Versl­un­in hef­ur haft sam­band við þá sem hafa keypt kjúk­ling­inn og geta þeir fengið end­ur­greitt.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert