„Ég er heilsusamlegur súkkulaðigrís sem elskar ís.“

Anna Eiríks einkaþjálfari ljóstrar upp nokkrum staðreyndum um matarvenjur sínar …
Anna Eiríks einkaþjálfari ljóstrar upp nokkrum staðreyndum um matarvenjur sínar að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Anna Ei­ríks, deild­ar­stjóri í Hreyf­ingu og eig­andi anna­eiriks.is sem býður upp á fjarþjálf­un og heilsu­sam­leg­ar upp­skrift­ir, deil­ir mat­ar­venj­um sín­um með les­end­um mat­ar­vefs­ins að þessu sinni.

Hún er einnig iðin við að deila með fylgj­end­um sín­um ljúf­feng­um og nær­ing­ar­rík­um rétt­um ásamt æf­inga­hug­mynd­um á In­sta­gramsíðunni sinni hér ásamt því að vera á TikT­ok.

Anna er súkkulaðigrís og elskar ís að eigin sögn.
Anna er súkkulaðig­rís og elsk­ar ís að eig­in sögn. Ljós­mynd/​Aðsend

Borðar hollt í 80% til­vika

Anna elsk­ar mat og sæk­ir al­mennt í frek­ar holl­an mat. „En ég er svo sæl­keri sem elsk­ar súkkulaði og ís. Ég aðhyll­ist að næra mig á fjöl­breytt­an og heil­næm­an hátt með eng­um boðum og bönn­um og elska að fá mér smá trít í hófi, smá svona 80/​20 regl­an. Borða hollt í 80% til­vika og eiga smá svig­rúm fyr­ir eitt­hvað gott á móti,“ seg­ir Anna með bros á vör.

„Við þurf­um öll að hreyfa okk­ur til að hugsa vel um heils­una og næra okk­ur á heil­næm­an hátt. Ég hvet ykk­ur til þess að prófa að æfa með mér frítt í 7 daga á anna­eiriks.is til að sjá hvernig ykk­ur lík­ar því það er svo þægi­legt að æfa und­ir hand­leiðslu þjálf­ara sem seg­ir manni ná­kvæm­lega hvað maður á að gera, ég sé um það og reyni alltaf að hafa mína þjálf­un fjöl­breytta og skemmti­lega.“

Anna segir að það sé mikilvægt að hreyfa okkur til …
Anna seg­ir að það sé mik­il­vægt að hreyfa okk­ur til að hugsa vel um heils­una og næra okk­ur á heil­næm­an hátt. Ljós­mynd/​Aðsend

Elsk­ar lárperu­brauð með eggja­hræru

Anna svar­ar hér nokkr­um praktísk­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar og flett­ir ofan af nokkr­um af sín­um upp­á­halds­holl­ustu­rétt­um.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég elska að fá mér ristað lárperu­brauð með eggja­hræru ásamt góðum próteinþeyt­ing en ég geri það al­mennt bara um helg­ar því á virk­um dög­um er ég á meiri hraðferð en þá fæ ég mér oft hafra­graut eða geri svona yf­ir­nóttu chia­graut sem ég toppa með berj­um eða því sem ég á hverju sinni.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég fæ mér bara að borða þegar ég er svöng, spái ekk­ert mikið í það hvað klukk­an er en ég hreyfi mig al­mennt mikið og stund­um er ég mjög svöng og aðra daga minna. Ég geri mér próteinþeyt­ing á hverj­um degi og stund­um er það milli­mál hjá mér en aðra daga hluti af há­deg­is­verði.

Ég sæki al­mennt í holla fæðu nema seinnipart­inn þegar ég kem heim, þá lang­ar mig alltaf rosa­lega mikið í súkkulaði og reyni að hemja mig sem geng­ur mis­vel samt. Besta trixið er að eiga súkkulaðið ekki til á virk­um dög­um og fá sér eitt­hvað hollt eins og girni­leg ber, mel­ónu eða aðra ávexti en hitt upp­háldsmilli­málið mitt er kota­sæla, lárpera og harðsoðið egg hrært sam­an með salti og pip­ar, það er geggjað gott ofan á hrökk­brauð eða ristað brauð.“

Elsk­ar góðan bröns

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Já, ég borða alltaf góðan há­deg­is­verð því það er al­mennt mín fyrsta stóra máltíð því ég kenni í Hreyf­ingu á morgn­ana og í há­deg­inu og fæ mér bara létt á milli og er því orðin mjög svöng í há­deg­inu og sleppi þeirri máltíð aldrei. Um helg­ar er ég meira að vinna með bröns og finnst það al­gjör­lega ómiss­andi. Ég elska góðan bröns og við för­um oft í Brauð og Co og kaup­um nýtt súr­deigs­brauð og stund­um kanil­snúða, og gæðum okk­ur á heima. Svona spari þá för­um við í bröns á Apó­tekið, Fjall­kon­una eða aðra góða staði en mér finnst það geggjað.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Ískalt sóda­vatn, ég elska það.“

Borðar þú páska­egg?

„Já, held­ur bet­ur, ég elska páska­egg.“

Hver er upp­á­hald­spáska­eggja­teg­und­in þín?

„Nói Siríus með tromp­bit­um, hlakka nú þegar til pásk­anna.“

Geym­ir þú máls­hætt­ina þína?

„Nei, reynd­ar ekki.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Ég held mikið upp á Tres Locos, hann er með svo geggjaðan mexí­kósk­an mat sem ég held mikið upp á. Sus­hi Social er líka einn af mín­um upp­á­halds og svona „go to“ staður en svo eru staðir eins og Fjall­kon­an, Rok og Apó­tekið auðvitað alltaf klass­ísk­ir.“

Ger­ir heima­gerðar pítsur í hverri viku

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Ég geri heima­gerðar pítsur í hverri viku og hef ótrú­lega gam­an að því að leika mér með alls kon­ar ofan á. Ég held mikið upp á ferska ít­alska pítsu með olíu og salti á botn­in­um og svo burrata, tómöt­um og toppa með ferskri basiliku. Mér finnst mexí­kósk kjúk­lingapítsa líka geggjuð en ég er ein­mitt með upp­skrift að henni á vefn­um mín­um anna­eiriks.is, hún er æðis­leg með fersku guaca­mole og nachosi.“

Hvað færð þú þér á pyls­una þínu?

„Ég borða ekki pyls­ur, finnst þær bara ekki góðar.“

Hver er upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Erfið spurn­ing, ég elska svo margt en ef ég þarf að svara þessu án þess að skrifa rit­gerð þá segi ég pítsa, sus­hi og svo jóla­mat­ur­inn sem er kalk­úna­bringa með öllu til­heyr­andi. Þetta er upp­á­halds­mat­ur­inn minn.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Bæði.“

Upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Sóda­vatn.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka