„Hefur alltaf verið mér hjartans mál“

Jafet Bergmann, yfirkokkur á Torfhúsi Retreat, hefur mikið dálæti á …
Jafet Bergmann, yfirkokkur á Torfhúsi Retreat, hefur mikið dálæti á fiskréttum og gefur lesendum uppskrift að sínum uppáhaldsfiskrétti. Ljósmynd/Aðsend

Mat­reiðsla á fiski hef­ur ávallt verið hjart­ans mál hjá Jafeti Berg­mann Viðars­syni, landliðskokki og yfir­kokki á Torf­hús Retreat. Hann ætl­ar að gefa les­end­um Morg­un­blaðsins upp­skrift að sín­um upp­á­halds­fisk­rétti sem á án efa eft­ir að slá í gegn.

Þessa dag­ana er Jafet kom­inn á fullt með ís­lenska kokka­landsliðinu að und­ir­búa heims­meist­ara­keppn­ina sem fram und­an er í nóv­em­ber á næsta ári. Svo er hann líka byrjaður að búa sig und­ir keppn­ina Kokk­ur árs­ins 2025 sem fram fer næstu helgi í versl­un­inni Ikea í Garðabæ. Vert er að geta þess að Jafet hreppti þriðja sætið í mat­reiðslu­keppn­inni Juni­or Global Chef Chal­lenge sem hald­in var á Ítal­íu í fe­brú­ar síðastliðnum.

Stefn­um á fyrsta sætið á heims­meist­ara­mót­inu

„Við í ís­lenska kokka­landsliðinu höf­um hafið und­ir­bún­ing nú þegar, sem er miklu fyrr en áður, fyr­ir heims­meist­ara­mótið 2026. Við erum mun reynslu­meiri en síðast og búum vel að því. Fyrstu æf­ing­arn­ar hafa gengið fram­ar björt­ustu von­um, og við stefn­um ótrauð á fyrsta sætið á heims­meist­ara­mót­inu,“ seg­ir Jafet.

Fisk­ur er herra­manns­mat­ur að sögn Jafets og hef­ur ávallt leikið stórt hlut­verk í hans mat­ar­venj­um. Þegar Jafet hef­ur verið að keppa í mat­reiðslu kem­ur fisk­ur yf­ir­leitt alltaf við sögu.

„Mat­reiðsla á fiski hef­ur alltaf verið mér hjart­ans mál. Ég er ættaður frá Vest­manna­eyj­um þar sem afi minn var skip­stjóri og bæði faðir minn og bræður hans sjó­menn. Fisk­ur hef­ur því ávallt verið stór hluti af mat­ar­borði fjöl­skyld­unn­ar og við borðuðum fisk að minnsta kosti þris­var í viku. Það kenndi mér snemma hversu fjöl­breytt hrá­efni fisk­ur er og hvernig hægt er að mat­reiða hann á ótal vegu.“

Jafet er á því að fiskneysla sé mik­il­væg og vert sé að temja sér að borða fisk reglu­lega. „Ég tel mik­il­vægt að borða fisk reglu­lega, helst þris­var í viku. Upp­á­halds­fisk­ur­inn minn er smá­lúða og mér þykir kart­öflumús ein­stak­lega ljúf­fengt meðlæti með fiski.

Mig lang­ar að gefa les­end­um upp­skrift að hæg­eldaðri lúðu með stökku pan­ko-raspi, kart­öflumús, ís­lensku pak choy, fersk­um gul­rót­ar­borðum, tóm­ata-con­fit og freyðandi hvít­vínssósu. Ég setti fram svipaðan rétt í Nordic Juni­or Chef 2024, en hér er rétt­ur­inn í heim­il­is­legri út­gáfu sem hægt er að mat­reiða á um það bil 45 mín­út­um,“ seg­ir Jafet að lok­um.

Jafet býður upp á hægeldaða lúðu með stökku panko-raspi, kartöflumús, …
Jafet býður upp á hæg­eldaða lúðu með stökku pan­ko-raspi, kart­öflumús, ís­lensku pak choy, fersk­um gul­rót­ar­borðum, tóm­ata-con­fit og freyðandi hvít­vínssósu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Hefur alltaf verið mér hjartans mál“

Vista Prenta

Hæg­elduð lúða með pan­ko-raspi, kart­öflumús og freyðandi hvít­vínssósu

Fyr­ir 6

Fisk­ur

  • 1,5 kg smá­lúða (skor­in í 6 bita)
  • 100 g pan­ko-rasp
  • 1 sítr­óna, börk­ur­inn
  • 20 msk. smjör
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Þegar kem­ur að því að und­ir­búna fisk­inn þá byrjið þið á að hita ofn­inn í 120°C.
  2. Kryddið lúðuna með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  3. Hitið rasp á pönnu með ólífu­olíu þar til það verður gull­in­brúnt.
  4. Leggið lúðuna í eld­fast mót og bakið í 20-25 mín­út­ur, eða þar til fisk­ur­inn er eldaður í gegn en enn safa­rík­ur.
  5. Stráið stökku pan­ko-raspi yfir áður en rétt­ur­inn er bor­inn fram.

Kart­öflumús

  • 600 g möndl­ukart­öfl­ur
  • 200 g smjör
  • 50 ml rjómi
  • 100 ml mjólk
  • salt og hvít­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Flysjið kart­öfl­urn­ar og sjóðið í létt­söltu vatni þar til þær eru mjúk­ar.
  2. Hellið vatn­inu frá og stappið kart­öfl­urn­ar með smjöri, rjóma og mjólk.
  3. Kryddið með salti og hvít­um pip­ar eft­ir smekk.

Meðlæti

  • 6 stk ís­lenskt pak choy (stórt)
  • 3 stór­ar gul­ræt­ur (skorn­ar í þunn­ar ræm­ur)
  • 200 g kirsu­berjatóm­at­ar (skorn­ir í helm­inga)
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 tsk. flór­syk­ur
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið kirsu­berjatóm­ata á pönnu með ólífu­olíu, sykri, salti og pip­ar.
  2. Látið malla á væg­um hita í 10-15 mín­út­ur þar til þeir eru orðnir mjúk­ir og sæt­ir.
  3. Létt­steikið gul­rót­ar­borðana og pak choy á pönnu með smá ólífu­olíu í 2-3 mín­út­ur.

Freyðandi hvít­vínssósa

  • 250 ml hvít­vín
  • 200 ml rjómi
  • 1 skalott­lauk­ur (smátt saxaður)
  • 50 g smjör
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið smá smjör á pönnu og svitið saxaðan skalott­lauk í tvær mín­út­ur.
  2. Bætið hvít­víni út í og sjóðið niður um helm­ing.
  3. Hellið rjóma út í og látið sjóða við væg­an hita þar til sós­an þykkn­ar ör­lítið.
  4. Hrærið smjöri sam­an við í lok­in og smakkið til með salti og pip­ar.

Fram­setn­ing

  1. Setjið kart­öflumús á disk, leggið lúðuna ofan á og stráið stökku pan­ko-raspi yfir.
  2. Raðið gul­rót­um, pak choy og con­fituðum tómöt­um fal­lega með.
  3. Hellið freyðandi hvít­vínssós­unni yfir eða við hliðina á.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert