Beint: Keppnin Kokkur ársins er hafin

Gabríel Kristinn Bjarnason, Ísak Aron Jóhannsson, Gunnar Georg Gray, Hugi …
Gabríel Kristinn Bjarnason, Ísak Aron Jóhannsson, Gunnar Georg Gray, Hugi Rafn Stefánsson og Wiktor Pálsson eru þeir fimm sem keppa um titilinn Kokkur ársins 2025 í dag. Samsett mynd

Í dag fer fram keppn­in um Kokk árs­ins í versl­un­inni IKEA í Garðabæ og mikið verður um dýrðir enda fimm framúrsk­ar­andi kokk­ar að etja kappi. Ljóst er að keppn­in verður afar hröð og æsispenn­andi.

Keppn­in hófst klukk­an 9 í morg­un en versl­un IKEA opn­ar klukk­an 11:00 og þá geta all­ir komið og fylgst með keppn­inni en henni er einnig streymt beint hér á mbl.is.

IKEA hef­ur sett upp 5 keppniseld­hús þar sem gengið er út úr versl­un­inni inn á sjálfsaf­greiðslula­ger­inn.

„Það er frá­bært að fylgj­ast með starfs­fólki IKEA setja upp og taka niður þessi eld­hús, þau nálg­ast verk­efnið af mik­illi fag­mennsku og reynslu,“ seg­ir Þórir Erl­ings­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, en klúbbur­inn stend­ur fyr­ir keppn­inni.

 

Þessi fimm keppa um titil­inn

For­keppni fór fram á fimmtu­dag­inn síðastliðinn og þeir sem komust áfram og etja kappi í dag eru hér í starfsrófs­röð:

  • Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son frá Expert
  • Gunn­ar Georg Gray frá Brút
  • Hugi Rafn Stef­áns­son frá Frök­en Reykja­vík
  • Ísak Aron Jó­hanns­son frá Múlakaffi
  • Wikt­or Páls­son frá Lola

Skyldu­hrá­efni í keppn­inni í dag eru listuð hér að neðan en öll þessi hrá­efni þurfa að sjást og bragðast þegar dóm­ari fær loka­disk. Keppn­inni lýk­ur um klukk­an 16.30 í dag og verður verðlauna­af­hend­ing í Bjórgarðinum, Foss­hólmi Reykja­vík, klukk­an 19.00 í kvöld.

For­rétt­ur:

  • Kalk­úna­læri
  • Pak choi ís­lenskt
  • Gul­ræt­ur
  • Smjör­deig

Aðal­rétt­ur:

  • Skötu­sel­ur
  • Svartrót
  • Toppkál
  • Mórelu­svepp­ir

Hlíðardisk­ur/​skál

  • Skötu­s­el­skinn­ar
  • Feyk­ir ost­ur

Eft­ir­rétt­ur

  • Hafþyrn­is­ber fros­inn
  • Cacao barry Súkkulaði hvítt/​salt­kara­mellu Zep­hyr 35%
  • Pist­asíu­pa­ste
  • Fáfn­is­gras
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka