Ódýr og einfaldur hummus

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Þessi upp­skrift er al­veg hreint dá­sam­leg. Hún er bæði auðveld og mun ódýr­ari en að kaupa til­bú­inn humm­us út í búð,“ seg­ir heilsu­kokk­ur­inn Kristjana Stein­gríms­dótt­ir eða Jana eins og hún er kölluð um þenn­an ein­falda og góm­sæta humm­us sem hún gerði á dög­un­um.

    Jana er góð í að búa til ein­falda og ljúf­fenga rétti og í þessu til­viki þá ætt­um við flest að geta eldað að henn­ar hætti. 

    Ódýr og einfaldur hummus

    Vista Prenta

    Ein­fald­ur MUNA humm­us

    • 600 gr / 2 krukk­ur kjúk­linga­baun­ir frá MUNA, notið vökva úr ann­arri krukk­unni 
    • 2 msk tahini (ses­am smjör) frá MUNA
    • 2 msk ólífu­olía frá MUNA 
    • safi úr ½ sítr­ónu
    • 1 hvít­lauksrif, af­hýtt
    • 2 tsk malað cum­in
    • ½ tsk salt

    Aðferð:

    1. Setjið allt sam­an í góðan bland­ara, mat­vinnslu­vél eða notið töfra­sprota. Blandið þar til humm­us­inn er orðin silkimjúk­ur. Ef ykk­ur finnst humm­us­inn enn of þykk­ur má nota smá af vökv­an­um frá kjúk­linga­baun­un­um eða meiri ólífu­olíu til að þynna hann.
    2. Kryddið eft­ir smekk með meira af salti ef þér finnst það þurfa.
    3. Það er svo ekk­ert mál að bæta eins og fersk­um kryd­d­jurt­um, sólþurrkuðum tómöt­um, rauðróf­um eða karrý og túr­merik til að fá öðru­vísi humm­usa.  
    4. Í bleika humm­us­inn notuði ég  base humm­us og setti tvær hrá­ar, fersk­ar af­hýdd­ar rauðróf­ur og blandaði vel sam­an.
    5. Í græna humm­us­inn setti ég fersk­ar kryd­d­jurtir - um að gera að leika sér þar. 
    6. Í minn setti ég box af basiliku, 1/​2 box af stein­selju og 1/​2 box af kórí­and­er.
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Matur »

    Fleira áhugavert