Geggjað desembersalat með hnetum

Algjör himnasending þetta salat með eplum og valhnetukjörnum.
Algjör himnasending þetta salat með eplum og valhnetukjörnum. mbl.is/thefoodclub.dk_Ditte Ingemann

Það verður allt svolítið meira jólalegra með valhnetukjörnum og rauðum eplum. Þetta geggjaða salat er akkúrat það sem við erum að sækjast eftir í desember. Hentar vel með kjöti.

Geggjað desember salat með hnetum (fyrir 4)

  • 100 g grænkál
  • 100 g seljurót
  • 2 rauð epli
  • 2 blaðsellerísstönglar
  • 1 skallottlaukur
  • 100 g valhnetur eða pekanhnetur

Dressing:

  • 1 stórt hvítlauksrif, smátt saxað
  • 2 msk. sítrónusafi
  • Raspaður sítrónubörkur
  • 1 msk. fljótandi hunang
  • 4 msk. ólífuolía

Aðferð:

  1. Saxið grænkálið smátt og setjið í skál.
  2. Blandið öllum hráefnunum saman í dressinguna og smakkið til.
  3. Hellið dressingunni yfir grænkálið og blandið vel saman.
  4. Skerið seljurótina og epli í þunnar skífur eða bita og setjið út í skálina. Skerið blaðsellerí í þunnar skífur og saxið laukinn smátt. Blandið öllu saman við salatið og látið standa í 30 mínútur.
  5. Dreifið grófsöxuðum hnetum yfir áður en borið er fram.
mbl.is/thefoodclub.dk_Ditte Ingemann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka