Súkkulaðismákökur með hvítu Toblerone

mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef eitthvað er í hámarki þessa dagana þá er það smákökuát og annars konar veislur. Hér er smákökudraumur í boði Hildar Rutar – en þessar kökur eru mjúkar að innan og stökkar að utan, með hvítu Toblerone sem setur punktinn yfir i-ið.

Súkkulaðismákökur með hvítu Toblerone

  • 100 g púðursykur
  • 50 g smjör (við stofuhita)
  • 1 egg
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 100 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 50 g möndlumjöl
  • 100-200 g hvítt Toblerone

Aðferð:

  1. Bræðið helminginn af suðusúkkulaðinu yfir vatnsbaði og saxið hinn helminginn í litla bita.
  2. Hrærið saman smjör og púðursykur.
  3. Blandið egginu við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
  4. Bætið við bráðnu súkkulaði og vanilludropum og hrærið.
  5. Sigtið hveiti og lyftiduft út í blönduna og hrærið. Að lokum blandið við saxaða suðusúkkulaðinu og möndlumjöli. Kælið deigið vel.
  6. Brjótið Toblerone í bita og skerið þríhyrningana í tvennt.
  7. Notið teskeið til þess að gera litlar kúlur úr deiginu og setjið á smjörpappír. Þær stækka vel þannig að hafið gott bil á milli þeirra. Því næst setjið Toblerone-bitana ofan á kúlurnar.
  8. Bakið við 180°C í 10—12 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert