Jólasteik Hrefnu Sætran kemur á óvart

Ljósmynd/Björn Árnason

Það er hin eina sanna Hrefna Sætran sem galdrar hér fram heimsklassa jólamáltíð eins og henni einni er lagið. Uppskriftin birtist í Hátíðamatarblaði Matarvefsins og Hagkaups sem slegið hefur í gegn - svo mikið reyndar að fólk hefur mætt í hrönnum upp í Hádegismóa til að verða sér út um eintak af því. Okkur skilst að enn séu nokkur eintök eftir af því í Hagkaup í Smáralind en fyrir þá sem eru að örvæntingu komnir er hægt að nálgast eintak af blaðinu HÉR.

Lakkrískryddað hreindýr að hætti Hrefnu Sætran

Fyrir 4

  • 800 g hreindýrakjöt
  • 8 msk. hrásykur
  • 2 msk. fennelfræ
  • 3 msk. svartur pipar
  • 2 anísstjörnur
  • 4 msk. sjávarsalt
  • Smjörklípa
  • 2 greinar rósmarín

Aðferð:

Merjið fennelfræin, piparinn og anísstjörnurnar í mortéli eða á þann hátt sem þið kjósið. Blandið öllum kryddunum saman í skál. Snyrtið kjötið og skerið það í 4 steikur. Þerrið kjötið og veltið því upp úr kryddblöndunni. Hitið pönnu við miðlungshita og hellið olíu út á. Steikið kjötið í 2 mínútur á annarri hliðinni, snúið því við og steikið áfram í 1 mínútu. Slökkvið undir pönnunni og setjið smjörið út á ásamt rósmaríninu. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í 180°C heitan ofn í 5 mínútur. Leyfið kjötinu að standa vel áður en það er skorið.

Hreindýrasteikin hennar Hrefnu.
Hreindýrasteikin hennar Hrefnu. Ljósmynd/Björn Árnason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert