Ristað brauð sem bragðast eins og jólin

Þetta er alveg ólýsanlega gott á bragðið og við mælum …
Þetta er alveg ólýsanlega gott á bragðið og við mælum með að prófa. mbl.is/anneauchocolat.dk

Góðan daginn og gleðileg jól! Ef þetta kallast mikilvægasta máltíð dagsins, þá viljum við vakna alla daga við morgunverð sem þennan. Hér er jólunum hreinlega stráð yfir pönnusteikt brauð og ekki yfir neinu að kvarta.

Ristað brauð sem bragðast eins og jólin (fyrir 2)

  • 1 egg
  • 2 msk sykur
  • ½ tsk kanill
  • 1 dl mjólk
  • 4 brauðsneiðar að eigin vali
  • 30 g smjör til steikingar

Annað:

  • 1-2 msk sykur
  • aukakanill
  • fersk bláber
  • heslihnetur
  • dökkt súkkulaði, smátt saxað

Aðferð:

  1. Pískið saman egg, sykur, kanil og mjólk í skál. Dýfið brauðinu í eggjamassann og steikið það upp úr smjöri á pönnu þar til gyllt á lit.
  2. Setjið brauðið á tvo diska.
  3. Stráið sykri, kanil, ferskum bláberjum, heslihnetum og súkkulaði yfir og berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert