Sósan sem sögð er stórkostleg

Kristinn Magnússon

Sumar sósur eru svo góðar að maður gæti grátið. Þetta er ein þeirra en hér er blandað saman villisveppum og gráðaosti og útkoman er hreint stórbrotin.

Uppskriftin kemur úr Hátíðablaði Hagkaups og Matarvefsins sem þykir mögulega með betri matarblöðum sem gefin hafa verið út en hægt er að nálgast blaðið HÉR.

Villisveppa- og gráðaostssósa

  • 30 g þurrkaðir villisveppir
  • 250 g kastaníusveppir
  • 2 dl rauðvín
  • 5 dl rjómi
  • gráðaostur
  • villibráðarkraftur

Leggið þurrkaða sveppi í bleyti í volgt vatn í 20 mínútur, sigtið þá vatnið frá, þerrið þá og skerið smátt. Kastaníusveppirnir eru skornir í sneiðar og steiktir á pönnunni ásamt þessum þurrkuðu eftir að krónhjörturinn er tekinn af, gott er að bæta smá auka smjöri á pönnuna fyrst.

Þegar sveppirnir eru steiktir er rauðvíninu hellt út á og látið sjóða vel niður, síðan rjómanum, hann er einnig látinn sjóða aðeins niður, gott er að smakka hvort vanti aðeins villikraft út í sósuna og bæta honum þá í áþessu stigi. Síðast er gráðaostinum bætt út í, en magn fer alveg eftir smekk hvers og eins. Gott er að setja bara lítið í einu og smakka til, bæta við smá salti ef þarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka