Hin heilaga hnetusteik Sollu Eiríks

Kristinn Magnússon
Hnetursteikin hennar Sollu Eiríks er fyrir lifandis löngu orðin landsfræg og hér gefur að líta uppskrift að henni fyrir þá sem vilja gera hana sjálfir. Fyrir þá sem hafa ekki smakkað hnetusteik hvetjum við ykkur til að prófa. Hnetusteikur eru algjört sælgæti og fullkomnar – bæði sem aðalréttur og sem meðlæti.
Uppskriftin birtist í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaups sem Solla átti að mestu leiti heiðurinn að. Hægt er að nálgast blaðið HÉR.
Hin heilaga hnetusteik Sollu Eiríks
Fyrir 4-6
  • 225 g rauðar linsur, ósoðnar
  • 700 ml vatn
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 tsk. currypaste
  • 2 tsk. grænmetiskraftur
  • 300 g kasjúhnetur, þurrristaðar og malaðar
  • 300 g heslihnetur, þurrristaðar og malaðar
  • 1 meðalstór sæt kartafla (u.þ.b. 400 g), afhýdd og skorin í 2x2 cm bita
  • ½ sellerírót (u.þ.b. 250 g), afhýdd og skorin í 2x2 cm bita
  • 1 tsk. rósmarín
  • 1 tsk. laukduft
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. avókadóolía
  • 2 msk. avókadóolía
  • 1 laukur, smátt skorinn
  • 3 hvítlauksrif, pressuð
  • 250 g sveppir, skornir í sneiðar
  • 2 gulrætur, rifnar á rifjárni
  • 4 msk. tómatpúrra
  • 2-3 msk. mangó-chutney
  • 1 tsk. grænmetiskraftur
  • 1 ½ tsk. timían
  • ½ tsk. salvía
  • 1 tsk. sjávarsaltflögur
  • ¼ tsk. cayenne-pipar

 Aðferð:

  1. Skolið rauðu linsurnar og setjið í pott með vatni, hvítlauk, currypaste og grænmetiskrafti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20 mínútur eða þar til linsurnar eru soðnar.
  2. Á meðan linsurnar eru að sjóða, ristið hneturnar í ofninum 170°C í 6-8 mín. eða þar til tilbúnar. Best er að rista eina tegund í einu. Kælið og malið síðan í matvinnsluvél.
  3. Skerið sætu kartöflurnar og sellerírótina í 2x2 bita og setjið í ofnskúffu, kryddið með rósmaríni, laukdufti og salti, skvettið 1 msk. olíu yfir og bakið í ofni við 200°C í 18-20 mín. Látið kólna þegar búið að baka.
  4. Hitið 2 msk. olíu á pönnu og mýkið lauk og hvítlauk, bætið sveppunum við og látið steikjast í um 5 mínútur, léttsaltið. Látið kólna.
  5. Setjið allt í skál, linsurnar, hneturnar, bakaða grænmetið, laukinn og sveppina og restina af uppskriftinni og hrærið saman.
  6. Klæðið brauðform með bökunarpappír, við notuðum 11x24 cm form, setjið deigið í, lokið álpappír eða álíka yfir og bakið við 180°C í 40 mínútur. Takið lokið/álpappírinn af og steikina úr forminu, hvolfið henni á ofnplötu og klárið að baka í 10-15 mínútur. Látið standa í 10 mínútur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert