Hasselback-rauðrófur með heslihnetuolíu

Kristinn Magnússon

Hér erum við með Hasselback-rauðrófur úr smiðju Sollu Ei­ríks með heslihnetuolíu sem eru mögulega eitt geggjaðasta meðlæti sem við höfum smakkað.

Upp­skrift­in birt­ist í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og Hag­kaups sem Solla átti að mestu leiti heiður­inn að. Hægt er að nálg­ast blaðið HÉR.

Hasselback-rauðrófur með heslihnetuolíu

  • 4 miðlungs rauðrófur (hægt að fá forsoðnar vakúmpakkaðar)
  • 1 tsk. malaður fennel
  • 1 tsk. sjávarsaltsflögur
  • ½ tsk. chiliflögur
  • 2 msk. balsamedik
  • 1 dl heslihnetuolía
  • 50 g heslihnetur, þurrristaðar og afhýddar og smátt saxaðar

Aðferð:

  1. Í þessa uppskrift er best að nota forsoðnar rauðrófur sem fást vakúmpakkaðar og er að finna hjá grænmetinu. Ef þið notið hráar rauðrófur þá setjið þið þær inn í ofn og bakið heilar í 1 klst. við 220°C og setjið þær annað hvort í eldfast mót með loki eða vefjið hverja og eina inn í álpappir. Kælið þegar tilbúnar og afhýðið.
  2. Skerið raufar í rauðrófurnar með ca. þriggja millimetra millibili, passið að skera ekki alla leið í gegn, skiljið alveg góðan sentimetra eftir svo þær detti ekki í sundur.
  3. Raðið þeim í eldfast mót, kryddið með fennel, sjávarsalti, chiliflögum og balsamediki.
  4. Endið á að hella heslihnetuolíunni yfir. Bakið við 200°C í um 20 mínútur.
  5. Takið út og stráið heslihnetunum yfir og endið á að ná í olíu á botninum á mótinu og setja yfir.
  6. Bakið áfram í 8-10 mínútur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert