það getur verið sniðugt að brjóta hefðbundið borðhald upp og bjóða upp á forréttabaka þar sem ægir saman öllu því besta sem jólin hafa upp á að bjóða.
Við lögðum sérlegan metnað í þennan bakka en hér má finna ansi margt áhugavert eins og franska osta og annað fínerí. Ekki er nauðsynlegt að hafa bakkann svona fjölbreyttan og það dugar alveg að vera með tvær gerðir af paté og góða sultu með.
Uppskriftin birtist í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaup. Blaðið er hægt að nálgast HÉR.
Framúrskarandi forréttabakki
Á þessum platta má meðal annars finna:
Til að gera forréttabakkann enn skemmtilegri er um að gera að skreyta hann vel. Notið ber, kryddjurtir og jafnvel greinar tila skrauts. Munið að bakkinn á að vera eins og gnægtabakki og því má vera vel í lagt.
Reynið líka að hafa hann dálítið fjölbreyttan og blandið saman paté og ostum, jafnvel reyktum laxi og góðum graflaxi. Hvers kyns pylsur koma líka sterkar inn og góður bakki á að geta dugað heila kvöldstund.