Það er nákvæmlega ekkert flókið við þessa uppskrift enda er þetta uppskriftin frá mömmu, sem hún fékk frá ömmu og hefur verið fastur hluti af jólahaldi fölskyldunnar nánast frá upphafi.
Uppskriftin birtist í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaup. Blaðið er hægt að nálgast
HÉR.
Jólafrómasinn hennar mömmu
- ½ l rjómi
- 6 egg
- 2,5 dl sykur
- safi úr ½ dós af ananas
- safi úr 2 sítrónum
- 8 blöð matarlím
Aðferð:
- Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
- Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
- Hitið ananas- og sítrónusafa og látið matarlímið bráðna í þeim legi. Passið að hita ekki of mikið.
- Þegar matarlímið er uppleyst er það sett saman við eggjahræruna. Blandið varlega saman með sleif.
- Að síðustu er rjómanum blandað varlega saman við.
- Skreytið með ananashringjunum ef vill.