Það voru allir sammála um að kalkúnninn sem hér var eldaður hafi verið algjörlega frábær. Eldamennskan tók enga stund og útkoman var hreint frábær.
Uppskriftin birtist í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaup. Blaðið er hægt að nálgast HÉR.
Fyllt kalkúnabringa
- 1 stk. kalkúnabringa með döðlufyllingu
- smjör
- salt
Aðferð:
- Bringan er söltuð og síðan steikt á pönnu með olíu og smjöri, velt vel á allar hliðar til að fá góðan lit á hana alla.
- Þá er hún kláruð í ofni á 170°C í um það bil 30 mínútur á hvert kg, eða þar til kjarnhitinn nær 70°C, þá er hún tekin út og látin jafna sig áður en hún er skorin.
Sætkartöflumús
- 1 kg sætar kartöflur
- 3 dl rjómi
- 5 dl vatn
- 1 msk. salt
- 5 msk. púðursykur
- 1 stk. mandarína – safi
Aðferð:
- Sætu kartöflurnar flysjaðar og skornar í litla bita, settar í pott með rjómanum, vatninu og saltinu, soðnar þar til vel mjúkar.
- Þá er mesti vökvinn sigtaður frá og kartöflurnar maukaðar.
- Þá eru þær kryddaðar með púðursykrinum og mandarínusafanum, smakkaðar til með salti og pipar.
Rjómasveppasósa
- 200 g sveppir
- 100 g kastaníusveppir
- 1 stk. hvítlauksgeiri
- ½ l vatn
- ½ l rjómi
- 2 msk. kalkúnakraftur
- olía
- smjör
- salt
Aðferð:
- Sveppirnir skornir í sneiðar og steiktir á háum hita í olíu og smá smjöri.
- Hvítlaukurinn skorinn smátt niður og bætt út í sveppina þegar þeir eru farnir að brúnast örlítið og þá steikt aðeins lengur.
- Vatninu er bætt út á pönnuna ásamt kalkúnakraftinum, látið sjóða niður um rúmlega helming.
- Þá er rjómanum bætt saman við og látið aftur sjóða niður á lágum hita þar til sósan fer að þykkna.
- Að lokum er hún smökkuð til með salti. Þessi sósa krefst svolítillar þolinmæði, en er algjörlega þess virði.
Stökkt parmesanrósakál
- 500 gr rósakál
- 1 stk. stór hvítlauksgeiri
- 1 tsk. hvítlauksduft
- ½ tsk. chili-flögur
- 50 g smjör
- ¼ dl olía
- 1 dl panko-raspur
- 1 dl parmesanostur
- salt og pipar
Aðferð:
- Botninn skorinn af rósakálinu og það skorið í helminga eða fjórðunga, fer eftir stærð.
- Smjörið brætt, hvítlaukurinn rifinn út í smjörið ásamt hvítlauksduftinu, chili-flögunum og olíunni.
- Þá er rósakálinu, smjörblöndunni, panko-raspinum og parmesanostinum blandað saman í stórri skál og síðan dreift á bökunarplötu, saltað og piprað yfir.
- Bakað í ofni á 210°C í um það bil 15 mínútur eða þar til rósakálið er orðið gullinbrúnt.
Heitar maísbaunir
- 300 g maísbaunir
- 50 g smjör
- salt
Aðferð:
- Maísbaunirnar eru annaðhvort sigtaðar úr dós eða affrystar úr frosti áður en þær eru settar í pott með smjörinu.
- Hitað upp við vægan hita og smakkað til með salti.
mbl.is/Kristinn Magnússon