Hér erum við með ís sem flokkast undir að vera svívirðilega góður. Svo góður reyndar að þið megið til með að prófa hann.
Uppskriftin birtist í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaup. Blaðið er hægt að nálgast
HÉR.
Rjómakaramelluís með ristuðum möndlum
- 5 dl rjómi (1)
- 150 g rjómatöggur frá Nóa
- 3 msk. rjómi (2)
- 2 dl niðursoðin mjólk
- 125 g karamelliseraðar möndlur
Aðferð:
- Möndlurnar muldar, passa að mylja þær ekki of smátt því gott er að hafa möndlubita í ísnum.
- Rjóminn (1) er þeyttur.
- Rjómatöggurnar eru bræddar í 3 msk. af rjóma (2) á vægum hita og kælt svo aðeins niður áður en karamellunni er blandað saman við niðursoðnu mjólkina.
- Að lokum er rjómanum, niðursoðnu mjólkinni og möndlunum blandað varlega saman. Sett í form og fryst.