Jólameðlætið sem má ekki gleymast

Kristinn Magnússon

Þetta salat er í svokölluðum úrvalsflokki en þar eru uppskriftir sem skilgreindar sem ómissandi.

Salatið toppar að margara mati hið hefðbundna Waldorf salat og er algjörlega fullkomið á veisluborðið.

Jólasalat Anítu

  • 2 græn epli
  • 1 pera
  • 2 klementínur
  • sítrónusafi
  • 50 g suðusúkkulaði
  • 1,5 dl sýrður rjómi
  • 3 msk. Egils-appelsínuþykkni
  • 50 g hnetutoppskurl
  • 2 dl rjómi, þeyttur

Aðferð:

  1. Eplin, peran og mandarínurnar flysjuð og skorin í litla bita og örlitlum sítrónusafa hellt yfir.
  2. Suðusúkkulaði, sýrðum rjóma, appelsínuþykkni og hnetutopps- kurli hrært saman og blandað saman við ávextina.
  3. Síðan er rjómanum hrært varlega saman við.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka