Hátíðarlæri er ómissandi á jólunum, og hér ber að líta á einstaklega safaríkt bláberjakryddað læri með bökuðum rauðlauk og rauðrófum. Uppskriftin kemur frá Íslenskt lambakjöt og er miðuð við 6-8 manns.
Bláberjakryddað hátíðarlæri með bökuðum rauðlauk
- 2 kg lambalæri á beini
- 1 msk. hunang
- ½ dl. olía
- 1 msk. garðablóðberg
- 250 g bláber
Bakaður rauðlaukur og rauðrófur
- 2 rauðlaukar, skornir í fjóra báta
- 2 rauðrófur, skornar í báta
- 2 tsk. salt
- 1 ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
- Hitið ofn í 200°C. Blandið hunangi, olíu, garðablóðbergi, salti og pipar saman í skál og makið á lærið setjið 200 g af bláberjum yfir. Bakið í ofni í 15-20 mínútur, takið þá út og ausið bláberjasoðinu sem hefur myndast í botninum yfir lærið.
- Lækkið hitann í 120°C. Setjið lærið aftur inn og steikið í 1-1 1/2 klst. eftir stærð, ausið berjasoðinu reglulega yfir, þannig verður lærið safaríkara. Látið lærið hvíla með álpappír yfir í a.m.k. 10 mínútur eftir eldun áður en það er borið fram.
- Við mælum alltaf með notkun kjarnhitamælis til að ná því eldunarstigi sem þið óskið. Nánar í fræðslukaflanum okkar.
- Bakaður rauðlaukur og rauðrófur: Þegar u.þ.b. 1 klst. er eftir af eldunartímanum setjið þá laukana og rauðrófurnar í ofnfatið með lærinu.
- Tillögur að öðru meðlæti eru grillaðar kartöflur eða kartöflusalat og ferskt gott salat.