Ómótstæðileg hátíðar humarsúpa

Humarsúpa er ómissandi yfir hátíðarnar.
Humarsúpa er ómissandi yfir hátíðarnar. Mbl.is/Eyþór kokkur

Hvar væru jólin án humarsúpu? Þessi uppskrift er af betri gerðinni og kemur úr smiðju Eyþórs kokks.

Ómótstæðileg hátíðar humarsúpa (fyrir 10 manns)

Humarsoð 

  • 2- 3 kg humarskel (eða ca 2 fullar ofnskúffur)
  • 1 msk. paprikuduft 
  • 1 stk. sellerírót 
  • 2 stk. stórar gulrætur 
  • 1 stk. blaðlaukur 
  • 5 hvítlauksrif
  • 2 msk. tómatpurra
  • 3 lárviðarlauf
  • 15 hvít piparkorn
  • Olía til steikingar
  • ½ hvítvínsflaska (Má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið humarskelina og bökunarplötu og dreifið paprikuduftinu jafnt yfir.
  2. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn í ca 20 mín eða þar til paprikuduftið er farið að brúnast.
  3. Á meðan skelin er inni í ofninum skrælið þið og skerið grænmetið í grófa bita. Setjið upp stærsta pott heimilisins helst 8-10 litra.
  4. Setjið olíu í pottinn  og byrjið að léttsteikja grænmetið. Þegar skelin er orðin brúnuð bætið þið henni út í pottinn með grænmetinu, kryddunum og tómatpúrrunni.
  5. Gott er að hella ½ flösku af hvítvíni með í pottinn og láta hana sjóða niður um helming áður en þið hellið vatninu út í en það má líka sleppa því.
  6. Hellið ca 4-6 litrum af vatni út pottinn og látið suðuna koma rólega upp, látið soðið sjóða í 1 klukkutíma við væga suðu.
  7. Setjið lok á pottinn og látið soðið standa á köldum stað yfir nótt t.d úti á svölum.
  8. Það er líka hægt að sigta soðið strax og laga súpuna svo en soðið verður bragðmeira með því að standa yfir nótt.

Súpan

  • Humarsoð ca 3 litrar 
  • 200 g smjör 
  • 400 g hveiti
  • 1 l af rjóma 
  • ¼ flaska af hvítvíni 
  • koníak eftir smekk 
  • Fínt salt 
  • Hvítur pipar úr kvörn 

Aðferð:

  1. Sigtið soðið og sjóðið upp á því.
  2. Bræðið smjörið og setjið hveitið út í það og blandið vel saman, þá hafið þið þessa fínu smjörbollu.
  3. Bætið smjörbollunni smám saman út í soðið og pískið vel á meðan. Hafa skal í hug að það þarf ekki að nota alla smjörbolluna heldur á að þykkja súpuna þar til hún er eins þykk og þú vilt hafa hana.
  4. Þegar súpan er passlega þykk er rjómanum bætt út í og hann pískaður vel saman við, látið rjómann sjóða varlega í súpunni í ca 10 min og hellið svo hvítvíninu út í. 
  5. Smakka svo súpuna til með saltinu, piparnum og koníakinu ef að ykkur finnst vanta smá kraft í súpuna þá er í lagi að setja smá humarkraft eða örlítið af blautum kjúklingakrafti. 

 

Mbl.is/Eyþór kokkur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert