Hreindýr eins og Eyþór eldar það

Hreindýravöðvi er dýrindis máltíð á gamlárs.
Hreindýravöðvi er dýrindis máltíð á gamlárs. mbl.is/Eyþór kokkur

Þetta er rétturinn sem þú vilt bera á borð á gamlárskvöld - hreindýravöðvi í sveppahjúp að hætti Eyþórs kokks. 

 Hreindýravöðvi í sveppahjúp að hætti kokksins

  • 800 gr fullhreinsaður hreindýravöðvi 
  • 2 box sveppir (smátt skornir )
  • 5 stk. skallotlaukur (skrældur og smátt skorinn)
  • 1 hvítlauksrif (fínt rifið)
  • 4 msk. brauðraspur
  • 1 poki spínat (100 gr)
  • Ólífuolía til steikingar
  • Svartur pipar úr kvörn
  • Sjávarsalt  

Aðferð:

  1. Hitið pönnu með olíu á og steikið sveppina í 3 mín, bætið lauknum út á pönnuna og steikið þar til laukurinn og sveppirnir eru orðnir gullin brúnir. Steikið spínatið upp úr ólífuolíunni, setjið það á skurðarbretti og skerið það niður.  Setjið laukinn, sveppina og spínatið í skál með hvítlauknum og brauðraspnum. Smakkið til með saltinu og piparnum.
  2. Hitið pönnu með olíu og brúnið hreindýrið allan hringinn í ca. 30 sek á hvorri hlið setjið í eldfast mót og hjúpið vöðvann með sveppablöndunni. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 13 mín. Takið út og setjið bakka yfir og látið hvíla í 10 mín. Gott er að kjötið nái 52-54 gráðum í kjarnhita.

Rjómalöguð sveppasósa 

  • 1 stk. hvítur laukur 
  • 2 hvítlauksrif 
  • Olía til steikingar 
  • 100 ml hvítvín (má sleppa)
  • 200 g blandaðir frosnir villisveppir 
  • ½ lítri rjómi 
  • 150 ml kjúklingasoð eða vatn og kraftur 
  • Safi úr 1 stk. lime 
  • Sjávarsalt 
  • Svartur pipar úr kvörn 
  • Kjúklingakraftur 

Aðferð:

  1. Skrælið og skerið laukinn og hvítlaukinn í þunnar skífur.
  2. Steikið laukinn við lágan hita þar til hann er orðinn mjúkur í gegn.
  3. Hellið hvítvíninu yfir laukinn og sjóðið það niður um helming. Hellið soðinu (eða vatninu) og rjómanum í pottinn og sjóðið við lágan hita í ca 30 mín eða þar til að sósan fer að þykkna.
  4. Maukið sósuna með töfrasprota. Smakkið hana til með lime safanum, salti, pipar og kjúklingakraftinum eftir smekk.

Graskers-, peru- og gráðostasalat 

  • 400 g grasker skorið í kubba 
  • 1 stk. rauðlaukur gróft skorinn
  • 1 msk. rauðvínsedik 
  • 1 msk. sykur 
  • 1 stk. fullþroskuð pera 
  • 4 msk. ristaðar pekanhnetur (5 mín 180 gráður
  • 20 steinlaus vínber 
  • 2 msk. gráðostur
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • ólífuolía 
  • sjávarsalt 
  • svartur pipar 

Aðferð:

  1. Bakið graskerið við 180 gráðu hita í 30 mín og kælið það niður.
  2. Setjið rauðlaukinn í eldfast mót. 
  3. Veltið honum upp úr edikinu, sykrinum, saltið og piprið og bakið í 10 mín við 180 gráður.
  4. Skerið peruna og vínberin niður og setjið í skál með rauðlauknum og graskerinu.
  5. Blandið hnetunum út í ásamt sýrða rjómanum og gráðostinum og smakkið til með salti og pipar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert