Forrétturinn sem hittir í mark

Kristinn Magnússon

Hér erum við með forrétt sem ætti að falla í kramið hjá flestum enda erum við að tala um hörpuskel, pankó, beikon og geggjaða hvítlaukssósu.

Hörpuskel

  • hörpuskel
  • olía
  • smjör
  • salt
  • sítrónusafi
Aðferð:
  1. Hörpuskel er þídd og þerruð vel.
  2. Þá er panna hituð upp með olíunni og hörpuskelin sett á heita pönnuna og söltuð.
  3. Steikt í um það bil 45 sekúndur, þá er henni snúið við og smjöri bætt á pönnuna, hörpuskel söltuð aftur og steikt í aðrar 45 sekúndur.
  4. Gott er að ausa smjörinu aðeins yfir hana meðan hún er steikt.
  5. Að lokum er hún tekin af pönnunni og pínu sítrónusafi kreistur yfir.

Ávaxtasalsa

  • 1 dl gúrka
  • 1 dl mangó
  • 1½ dl granatepli
  • ½ dl rauðlaukur
  • ½ dl steinselja
  • sítrónusafi
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Gúrka, mangó, rauðlaukur og steinselja skorin smátt og blandað saman í skál með granateplinu, sítrónusafi kreistur yfir og smakkað til með salti og pipar.

Hvítlaukssósa

  • 2 dl majónes
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk. ítölsk hvítlauksblanda
  • 1 msk. hunang
  • 1-2 tsk. sítrónusafi
  • salt

Aðferð:

  1. Hvítlaukurinn skorinn smátt og hrært saman við öll hin innihaldsefnin í skál, smakkað til með salti.
  2. Sósan verður betri ef hún bíður í klukkutíma fyrir notkun.

Beikon-panko-raspur

  • 6 sneiðar beikon
  • 70 g panko-raspur

Aðferð:

  1. Beikonsneiðar skornar smátt og steiktar á pönnu. Þegar bitarnir eru orðnir stökkir eru þeir teknir af pönnunni en reynt að halda mestu af fitunni eftir.
  2. Þá er raspinum bætt út á pönnuna og steiktur upp úr beikonfitunni á lágum hita þar til hann er gullinbrúnn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka