Ljúffengt meðlæti fyrir hátíðina

Sveppir fylltir með lauksultu.
Sveppir fylltir með lauksultu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljúffengt meðlæti fyrir hátíðina

Vista Prenta

Svepp­ir fyllt­ir með lauksultu

  • 4 stk. meðal­stór­ir svepp­ir
  • smjör
  • bal­sa­mike­dik
  • salt
  • pip­ar

Aðferð:

  1. Takið miðjustilk­inn af sveppn­um.
  2. Troðið smjörklumpi í miðjuna á sveppn­um og kryddið hann með salti og pip­ar.
  3. Setjið 3-4 dropa af bal­sa­mike­diki í hvern svepp.
  4. Bakið í ofni á 160 gráðum í fimm mín­út­ur, snúið við og bætið við öðrum fimm mín­út­um.
  5. Takið svepp­ina út og fyllið með lauksult­unni.

Lauksulta

  • 2 stk. gul­ir lauk­ar
  • 1 tsk. hun­ang
  • 10 g smjör
  • 5 g edik

Aðferð:

  1. Skerið lauk­inn í þunn­ar sneiðar og setjið í pott og kveikið und­ir á meðal­há­um hita.
  2. Þegar lauk­ur­inn er byrjaður að brún­ast smá er smjöri bætt við ásamt ed­iki.
  3. Leyfið laukn­um að eld­ast al­veg í gegn, þá er hun­angi bætt við og eldað þangað til að sulta er byrjuð að mynd­ast.
  4. Fyllið svepp­inn með lauksult­unni.
Hasselback-kartöflur með smjör og rósmarín.
Hassel­back-kart­öfl­ur með smjör og rós­marín. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Prenta

Hassel­back-kart­öfl­ur

  • 4 bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • 100 g smjör
  • salt
  • rós­marín

Aðferð:

  1. Smjör er sett í pott og brætt með rós­maríni út í.
  2. Skorið er djúpt í kart­öfl­urn­ar með stuttu milli­bili, passa skal að fara ekki í gegn­um þær. 
  3. Kart­öfl­un­um er raðað í eld­fast mót og smjöri hellt yfir.
  4. Kart­öfl­urn­ar eru bakaðar á 180 gráðum í 50 mín­út­ur. 
  5. Gott er að ausa smjör­inu yfir þær með reglu­legu milli­bili til að fá þær gull­in­brún­ar.

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka