Andalæri á íslenskum pönnukökum með wasabimajónesi er ekki bara fallegt á að líta á veisluborðinu heldur einstaklega bragðgott líka. Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður sýnir hér hvernig má gera þennan ljúffenga rétt á einfaldan hátt.
Andalæri
- 4 stk. andalæri
- ½ (200 g) hoisin-krukka
- 1 dl kjúklingasoð
- sítrónusafi
- graslaukur
- steinselja
Aðferð:
- Mikilvægt er að geyma dósina úti í stofuhita í um það bil tvær klukkustundir.
- Hitið ofninn í 180°C og veiðið andalærið úr fitunni.
- Geymið andafituna, hægt er að nota hana til steikingar eða frysta til betri tíma.
- Bakið andalærið í u.þ.b. fjórar mínútur, rífið kjötið svo af lærinu.
- Setjið hoisin-sósu í pott með kjúklingasoði, hitið upp hægt og rólega og bætið lærinu út í.
Íslenskar pönnukökur
- 3 dl hveiti
- 1 msk sykur
- 5 dl mjólk
- 1/2 tsk lyftiduft
- 2 egg
- 1/2 tsk vanillu extract eða dropar
- 30 g smjör
Aðferð:
- Setjið þurrefnin saman í skál og blandið vel saman.
- Hellið 3 dl af mjólk saman við og hrærið saman í kekkjalaust deig.
- Bætið einu og einu eggi saman við og hrærið vel.
- Bætið því sem eftir er að mjólkinni saman við deigið og vanillunni. Blandið vel saman.
Wasabimajones
- 2 msk wasabi duft
- 3 dl japanskt majones
Aðferð:
- Öllu blandað saman og sett í sprautupoka
Til að strá yfir:
- Ristuð sesamfræ
- Vorlaukur
Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup.