Andalæri á íslenskum pönnukökum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Anda­læri á ís­lensk­um pönnu­kök­um með wasa­bimajónesi er ekki bara fal­legt á að líta á veislu­borðinu held­ur ein­stak­lega bragðgott líka. Snæ­dís Jóns­dótt­ir mat­reiðslumaður sýn­ir hér hvernig má gera þenn­an ljúf­fenga rétt á ein­fald­an hátt. 

    Andalæri á íslenskum pönnukökum

    Vista Prenta

    Anda­læri

    • 4 stk. anda­læri
    • ½ (200 g) hois­in-krukka
    • 1 dl kjúk­linga­soð
    • sítr­ónusafi
    • graslauk­ur
    • stein­selja

    Aðferð:

    1. Mik­il­vægt er að geyma dós­ina úti í stofu­hita í um það bil tvær klukku­stund­ir.
    2. Hitið ofn­inn í 180°C og veiðið anda­lærið úr fit­unni.
    3. Geymið andafit­una, hægt er að nota hana til steik­ing­ar eða frysta til betri tíma.
    4. Bakið anda­lærið í u.þ.b. fjór­ar mín­út­ur, rífið kjötið svo af lær­inu.
    5. Setjið hois­in-sósu í pott með kjúk­linga­soði, hitið upp hægt og ró­lega og bætið lær­inu út í.

    Íslensk­ar pönnu­kök­ur

    • 3 dl hveiti
    • 1 msk syk­ur
    • 5 dl mjólk
    • 1/​2 tsk lyfti­duft
    • 2 egg
    • 1/​2 tsk vanillu extract eða drop­ar
    • 30 g smjör


    Aðferð:

    1. Setjið þur­refn­in sam­an í skál og blandið vel sam­an.
    2. Hellið 3 dl af mjólk sam­an við og hrærið sam­an í kekkjalaust deig.
    3. Bætið einu og einu eggi sam­an við og hrærið vel.
    4. Bætið því sem eft­ir er að mjólk­inni sam­an við deigið og vanill­unni. Blandið vel sam­an.


    Wasa­bimajo­nes

    • 2 msk wasa­bi duft
    • 3 dl jap­anskt maj­o­nes

    Aðferð:

    1. Öllu blandað sam­an og sett í sprautu­poka


    Til að strá yfir:

    • Ristuð ses­am­fræ
    • Vor­lauk­ur

    Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

    Eyþór Árna­son
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Matur »

    Fleira áhugavert