Hamingjuský á jólum

Eyþór Árnason

Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, er með ein­stakt auga fyr­ir út­liti og feg­urð. Hún hef­ur aðstoðað lands­menn í að búa til fal­leg­ar kök­ur fyr­ir jól­in og læt­ur ekki sitt eft­ir liggja þetta árið. Hún mæl­ir með því að við búum til litl­ar fal­leg­ar pavlov­ur, að við ger­um virki­lega vel við bragðlauk­ana okk­ar núna með súkkulaði, í bland við mar­ens og rjóma. Glæsi­legt veislu­borð með girni­leg­um eft­ir­rétt­um verður í önd­vegi þessi jól­in!

Eyþór Árna­son

Hamingjuský á jólum

Vista Prenta

Litl­ar pavlov­ur fyllt­ar með sítr­ónu­fyll­ingu og rjóma

  • 6 stk. eggja­hvít­ur
  • 300 g syk­ur
  • 1 ½ tsk. matare­dik
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • Salt á hnífsoddi
  • 1 krukka (326 g) frá Stonewall Kitchen eða önn­ur teg­und að ykk­ar vali
  • 400 ml rjómi
  • Fersk ber að eig­in vali
  • Flór­syk­ur, magn eft­ir smekk

Aðferð:

  1. For­hitið ofn­inn í 100°C.
  2. Þeytið eggja­hvít­ur með salti, bætið sykri sam­an við í þrem­ur skömmt­um og þeytið vel á milli.
  3. Bætið ed­iki og vanillu­drop­um sam­an við þegar mar­ens­inn er orðinn stíf­ur.
  4. Setjið mar­ens­inn í sprautu­poka eða notið skeiðar til þess að móta lít­il hreiður.
  5. Bakið mar­ens­inn við 100°C í 90 mín.
  6. Slökkvið á ofn­in­um, opnið hurðina og látið mar­ens­inn kólna í ofn­in­um eða yfir nótt eins og ég geri gjarn­an.
  7. Setjið góða skeið af sítr­ónu­búðingi yfir hverja köku og síðan er rjóm­inn sett­ur yfir.
  8. Skreytið að vild með fersk­um berj­um og stráið flór­sykri yfir rétt áður en þið berið kök­urn­ar fram.
Eyþór Árna­son
Prenta

Lindor-súkkulaðimús með saltaðri kara­mellu

Fyr­ir 6-8

  • 200 Lindor-súkkulaðikúl­ur með saltaðri kara­mellu og 3 msk. rjómi
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 550 ml rjómi
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 200 g súkkulaðibita­kök­ur muld­ar
  • Söltuð kara­mellusósa, magn eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið í rjóm­an­um.
  2. Stífþeytið rjómann.
  3. Hellið súkkulaði út í rjómann og hrærið vel sam­an ásamt vanillu­drop­um.
  4. Myljið súkkulaðibita­kök­ur og setjið í form á glasi eða skál, því næst er mús­inni sprautað yfir og það er gott að kæla hana aðeins áður en þið sprautið, en þannig er hún stífari.
  5. Setjið saltaða kara­mellusósu yfir í lok­in og jafn­vel skreytið með fersk­um berj­um.
  6. Kælið vel áður en þið berið hana fram.
Eyþór Árna­son
Prenta

Risa-þristakaka með vanilluís og súkkulaðisósu

  • 1 þrista­deig frá Evu Lauf­eyju Vanilluís, magn eft­ir smekk
  • 100 g suðusúkkulaði, brætt
  • 80 g þrist­asúkkulaði, smátt skorið  

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður, blást­ur.
  2. Setjið bök­un­ar­papp­ír í hring­laga form og þjappið deig­inu í formið svo það móti eitt stórt deig.
  3. Bakið við 180 gráður í 16-18 mín­út­ur.
  4. Berið strax fram með vanilluís, bræddu súkkulaði og smátt söxuðum þrista­bit­um.
Eyþór Árna­son

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert